Fer framtíðin auðveldlega framhjá okkur? Tómas Ellert Tómasson skrifar 19. ágúst 2022 07:32 Árið er 1967, róstursamt ár í mannkynssögunni, þeirri stuttu. Í erlendum fréttum var það helst að Sex daga stríðið í júní það ár, tók sex virka daga; Víetnamstríðið varð sífellt minna vinsælt í heimalandi árásarliðsins; Dr. Martin Luther King talaði fyrir friði og hvatti ungt fólk til að elska friðinn. Og Ítalskir ferðamenn fóru lofsamlegum orðum um Ísland og íslendinga í marshefti ítalska kvennablaðsins Arianna[1]. Ítalskir eru í kvennablaðinu hvattir til taka sér ferð á hendur til Íslands í töfrandi hreinleika forsögulegra tíma og upplifa hinn dramatíska skáldskap bíblíulegra atburða. Atburði sem þeir ítölsku ferðafrömuðir lýstu sem svo að þannig hefði jörðin litið út eftir sköpunina og að þannig myndi hún líta út daginn sem búið yrði að sprengja síðustu kjarnorkusprengjuna. Af innlendum vettvangi var það helst að frétta þetta ár samkvæmt fjölmiðlum þeirra tíma, hliðvarðanna svokölluðu, að Surtseyjargosinu lauk og að strákagöng og brúin yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi voru opnuð fyrir umferð. Eyjapeyjar gátu þá tekið gleði sína á ný, spilað áfram tveggja liða heimsmeistaramót án þess að eiga það á hættu að þriðja liðið bættist við sem kosta myndu undanúrslitaleiki og auka rifrildi. Siglfirðingar urðu vitrari, ekki heimskari líkt og mun gerast hjá okkurSelfyssingum þegar að ný Selfossbrú yfir Ölfusá verður tekin í notkun. Og loks gátu Öræfingar riðið í hina áttina, óhræddir. Neil Armstrong og félagar á Selfossi, sunnudaginn 9. júlí 1967.Aðsent Það sem fáir útvöldu vissu Þetta sama ár, 1967 gerðist það að Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) sendi síðari hóp væntanlegra Apollo tunglfara til æfinga og þjálfunar hingað til Íslands, fyrri hópurinn hafði verið sendur hingað til lands tveimur árum fyrr. Markmið æfinganna á Íslandi var að auka skilning tunglfaranna á jarðfræði, svo þeir gætu valið betur þau sýni sem þeir fluttu heim frá Tunglinu. Það sem fáir útvaldir vissu fyrir rúmum fimmtíu árum síðan og fáeinum misserum síðan, en trössuðu að láta vita af eins og þeir sögðust ætla að gera og kemur nú fyrir sjónir almennings vegna óþols undirritaðs, er að seinni hópurinn sem að Neil Armstrong, fyrsti maðurinn sem steig á tunglið, tilheyrði kom við á Selfossi sunnudaginn 9. júlí 1967 næstum því tveimur árum upp á dag áður heldur en að hann steig á tunglið fyrstur manna og mælti þau frægu orð að þetta væru lítil skref fyrir manninn en risastórt stökk fyrir mannkynið. Af myndunum að dæma sem að tilheyra einkasafni/dánarbúi ljósmyndarans sem ferðaðist með hópnum sem að var að undirbúa tungllendinguna 1969 er að sjá að Neil sé í verulega þungum þönkum yfir því hvort að hann eigi að fá sér pylsu eða ís. Hvað heldur þú? Hvort fékk hann sér pylsu eða ís? Og hver er unga stúlkan á neðri myndinni? Ætli unga stúlkan sé á þessum tíma meðvituð um hve merkileg tímamót í þróun og getu mannsins séu á næsta leyti er hún gæðir sér þarna á karamellu? Eða fór framtíðin á þessum tíma bara auðveldlega framhjá henni, eins og svo getur gerst hjá okkur öllum í nútíðinni? Neil Armstrong að bíða afgreiðslu eftir pulsu/pylsu eða ís á Selfossi, sunnudaginn 9. júlí 1967.Aðsent Höfundur er Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur fyrrv. bæjarfulltrúi í Svf. Árborg og Selfyssingur. [1] https://timarit.is/page/2629095#page/n7/mode/2up Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Árið er 1967, róstursamt ár í mannkynssögunni, þeirri stuttu. Í erlendum fréttum var það helst að Sex daga stríðið í júní það ár, tók sex virka daga; Víetnamstríðið varð sífellt minna vinsælt í heimalandi árásarliðsins; Dr. Martin Luther King talaði fyrir friði og hvatti ungt fólk til að elska friðinn. Og Ítalskir ferðamenn fóru lofsamlegum orðum um Ísland og íslendinga í marshefti ítalska kvennablaðsins Arianna[1]. Ítalskir eru í kvennablaðinu hvattir til taka sér ferð á hendur til Íslands í töfrandi hreinleika forsögulegra tíma og upplifa hinn dramatíska skáldskap bíblíulegra atburða. Atburði sem þeir ítölsku ferðafrömuðir lýstu sem svo að þannig hefði jörðin litið út eftir sköpunina og að þannig myndi hún líta út daginn sem búið yrði að sprengja síðustu kjarnorkusprengjuna. Af innlendum vettvangi var það helst að frétta þetta ár samkvæmt fjölmiðlum þeirra tíma, hliðvarðanna svokölluðu, að Surtseyjargosinu lauk og að strákagöng og brúin yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi voru opnuð fyrir umferð. Eyjapeyjar gátu þá tekið gleði sína á ný, spilað áfram tveggja liða heimsmeistaramót án þess að eiga það á hættu að þriðja liðið bættist við sem kosta myndu undanúrslitaleiki og auka rifrildi. Siglfirðingar urðu vitrari, ekki heimskari líkt og mun gerast hjá okkurSelfyssingum þegar að ný Selfossbrú yfir Ölfusá verður tekin í notkun. Og loks gátu Öræfingar riðið í hina áttina, óhræddir. Neil Armstrong og félagar á Selfossi, sunnudaginn 9. júlí 1967.Aðsent Það sem fáir útvöldu vissu Þetta sama ár, 1967 gerðist það að Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) sendi síðari hóp væntanlegra Apollo tunglfara til æfinga og þjálfunar hingað til Íslands, fyrri hópurinn hafði verið sendur hingað til lands tveimur árum fyrr. Markmið æfinganna á Íslandi var að auka skilning tunglfaranna á jarðfræði, svo þeir gætu valið betur þau sýni sem þeir fluttu heim frá Tunglinu. Það sem fáir útvaldir vissu fyrir rúmum fimmtíu árum síðan og fáeinum misserum síðan, en trössuðu að láta vita af eins og þeir sögðust ætla að gera og kemur nú fyrir sjónir almennings vegna óþols undirritaðs, er að seinni hópurinn sem að Neil Armstrong, fyrsti maðurinn sem steig á tunglið, tilheyrði kom við á Selfossi sunnudaginn 9. júlí 1967 næstum því tveimur árum upp á dag áður heldur en að hann steig á tunglið fyrstur manna og mælti þau frægu orð að þetta væru lítil skref fyrir manninn en risastórt stökk fyrir mannkynið. Af myndunum að dæma sem að tilheyra einkasafni/dánarbúi ljósmyndarans sem ferðaðist með hópnum sem að var að undirbúa tungllendinguna 1969 er að sjá að Neil sé í verulega þungum þönkum yfir því hvort að hann eigi að fá sér pylsu eða ís. Hvað heldur þú? Hvort fékk hann sér pylsu eða ís? Og hver er unga stúlkan á neðri myndinni? Ætli unga stúlkan sé á þessum tíma meðvituð um hve merkileg tímamót í þróun og getu mannsins séu á næsta leyti er hún gæðir sér þarna á karamellu? Eða fór framtíðin á þessum tíma bara auðveldlega framhjá henni, eins og svo getur gerst hjá okkur öllum í nútíðinni? Neil Armstrong að bíða afgreiðslu eftir pulsu/pylsu eða ís á Selfossi, sunnudaginn 9. júlí 1967.Aðsent Höfundur er Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur fyrrv. bæjarfulltrúi í Svf. Árborg og Selfyssingur. [1] https://timarit.is/page/2629095#page/n7/mode/2up
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun