Erlent

Sorgin fest á filmu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Víða um Bretland má sjá stór skilti undirlögð af myndum og virðingarvottum við drottninguna. Þetta skilti er í Lundúnum, höfuðborg Englands.
Víða um Bretland má sjá stór skilti undirlögð af myndum og virðingarvottum við drottninguna. Þetta skilti er í Lundúnum, höfuðborg Englands. AP/Alberto Pezzali

Breska þjóðin syrgir nú Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést síðdegis í dag. Elísabet var þaulsetnasti þjóðhöfðingi í sögu Breta, og ríkti í rúm 70 ár. Sonur hennar, Karl III Bretakonungur, er tekinn við krúnunni.

Fjöldi fólks hefur vottað drottningunni virðingu sína í dag, víðs vegar um Bretland og raunar um allan heim.

Hér að neðan má sjá nokkrar ljósmyndir sem fanga vel þá sorg sem ríkir í Bretlandi, og víðar, vegna fráfalls drottningarinnar.

Fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan Buckingham-höll í Lundúnum í kvöld, til að votta drottningunni virðingu sína.Frank Augstein/AP
Við Windsor-kastala hefur fjöldi fólks komið saman, rétt eins og við Buckingham-höll.
Við Balmoral-kastala í Skotlandi, þar sem drottningin varði síðustu andartökum ævi sinnar.Andrew Milligan/PA via AP
Fjöldi fólks á öllum aldri hefur vottað virðingu sína við drottninguna eftir að fregnir bárust af andláti hennar. Hér má sjá ungt barn koma með rósir til að leggja að hliði Hillsborough-kastala.Charles McQuillan/Getty
„Takk, frú, fyrir allt sem þú hefur gert í gegnum 70 ár. Heilsaðu upp á Filippus. Við munum hittast aftur. Ástarkveðjur, Danielle og Jake.“Joe Giddens/PA Images via Getty
„Ég þekki ekki heim án þín, en nú er kominn tími til að hvílast,“ segir á skilaboðum með blómvendi sem var skilinn eftir fyrir utan Sandringham-höll í Norfolk í Englandi.Joe Giddens/PA Images via Getty
Þessum skilaboðum var komið fyrir á girðingunni fyrir utan Buckingham-höll eftir að tilkynnt var um andlát drottningarinnar. Þar segir að Karl III Bretlandskonungur og Kamilla eiginkona hans verði áfram í Balmoral þar til á morgun, en þá halda þau til Lundúna.AP/Frank Augstein
Stuðningsmenn og leikmenn í leik Lazio frá Ítalíu og Feyenoord frá Hollandi héldu mínútuþögn til heiðurs drottningunni, á Ólympíuleikvanginum í Róm.Giampiero Sposito/Getty
Þá var haldin mínútuþögn til heiðurs drottningunnu á London-leikvanginum, þegar West Ham og Steua Búkarest mættust.AP/Ian Walton
Bandarískir aðdáendur drottningarinnar í New York réðu ekki við tilfinningar sínar eftir að fregnirnar bárust.Alexi Rosenfeld/Getty
Leik var hætt á PGA-mótinu í Wentworth vegna fráfalls drottningarinnar.Adam Davy/PA Images via Getty
Bandaríski fáninn dreginn frá húni og honum flaggað í hálfa stöng ofan á þinghúsi Bandaríkjanna í Washingtonborg.AP/Jacquelyn Martin
Andlit Elísabetar var sett upp á auglýsingaskilti við Times Square í New York-borg í Bandaríkjunum.Alexi Rosenfeld/Getty
Maður leggur niður kerti fyrir utan breska sendiráðið í Prag í Tékklandi.EPA/MARTIN DIVISEK
Við sendiráð Breta í Osló.EPA/Beate Oma Dahle
Við breska sendiráðið í Berlín, Þýskalandi.EPA/Filip Singer


Tengdar fréttir

Elísabet II leiddi Breta í gegnum súrt og sætt í 70 ár

Elísabet II Bretlandsdrottning hefur leitt bresku þjóðina í gegnum súrt og sætt í sjötíu ár. Hún gerði sér grein fyrir að hún varð drottning fyrir tilviljun örlaganna og yrði að ávinna sér ást og virðingu þjóðarinnar.

Katrín minnist Elísabetar: „Ein kona sem bjó yfir allri þessari sögu“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að andlát Elísabetar II Bretlandsdrottningar marki endalok merkilegs tímabils í sögðu Vesturlanda. Hún minnist Elísabetar, sem hún hitti árið 2019, af mikilli hlýju og segist skilja hvers vegna drottningin var jafn dáð af þjóð sinni og raun ber vitni.

Elísa­bet II Bret­lands­drottning er látin

Elísabet önnur, drottning Bretlands er látin. Hún var 96 ára gömul. Heilsu drottningarinnar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum en hún lést í kastala sínum í Skotlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×