Vegna umfjöllunar um leikskólann Sælukot Elín Halldórsdóttir skrifar 9. september 2022 13:01 Ég undirrituð hef þurft að lesa greinar og hlusta á viðtöl í fjölmiðlum síðustu 2 daga þar sem fram koma ótrúlegustu rangfærslur um skólastarf leikskólans Sælukots sem á að baki 46 ára starf. Á sama tíma og leikskólastarf í landinu á undir högg að sækja þar sem ekki er borin nógu mikil virðing fyrir starfinu og laun yfirleitt undir eða í meðallagi miðað við aðrar greinar blása fjölmiðlar til stórsóknar á lítinn einkarekinn leikskóla undir yfirskini aðsendrar greinar frá 3 fyrrverandi starfsmönnum og einu fyrrverandi foreldri. Ég hef síðustu 2 daga þurft að taka símtöl þar sem foreldrar fyrrum leikskólabarna í Sælukoti harma þessa hræðilegu umfjöllun út af því að hún samræmist ekki þeirra reynslu en einnig hef ég þurft að svara áhyggjufullum foreldrum. Að sjálfsögðu er alltaf gott að fá uppbyggilega gagnrýni og ábendingar og það vilja allar skólastofnanir það er aftur á móti annað mál að fá bylgju af uppspuna og ósannindum yfir sig. Ég hef þurft að hlusta á það í útvarpinu að enginn faglegur leikskólastjóri starfi við skólann. Að skólinn tengist hryðjuverkasamtökum, að skólavistin jafnist á við fangabúðir svo eitthvað sé nefnt. Hér er vegið að litlum skóla með alþjóðlega sögu og alþjóðlega nemendur og starfsfólk með ótrúlegum hætti. Rekstrarstjóri leikskólans sem er nunna er nú orðin hryðjuverkamaður í íslenskum fjölmiðlum og stóreignakona. Börnin eru orðin að þrælum og starfsfólkið allt er ófaglegt og örugglega með hor í nös. Vegið er að starfsumhverfi lítilla barna sem eðlilega geta hvorki staðfest né upplýst um það sem fleygt er í fjölmiðla og frænkur og frændur setja heilu barnafjölskyldurnar í geðshræringu eftir stóryrtar tröllasögur þekktra fjölmiðla. Vafalítið kemur þetta sér býsna vel fyrir borgaryfirvöld sem standa í strangri baráttu við foreldra ungra barna sem hvergi fá leikskólapláss að beina nú allri athyglinni á einn lítinn ómerkilegan leikskóla með “útlenskum” börnum, Þá geta þau bara haldið áfram að nota borgarsjóð í pálmatré og bragga í friði. Það mál sem fjallað hefur verið mikið um í miðlunum og tengdist áreiti og nefnt er í greininni umtöluðu fór í gegnum eðlilegt ferli í kerfinu lögreglu, barnavernd og eftirlitsaðila frá borginni og var afgreitt án ákæru. Uppspretta alls þessa máls er aðsend grein í Vísi, full af rangfærslum. Þess ber að geta að 3 af þeim 4 sem rita greinina eru fyrrverandi starfsmenn leikskólans. Einn þeirra lýsti brottrekstri sínum frá störfum vel í Bylgjuviðtali nýverið þar sem hann kvaðst ekki hafa staðið sig. Þar með er nokkuð ljóst að hér hafa siðareglur starfsfólks skóla verið margbrotnar á ótrúlegan hátt af þessum „fullkomlega faglegu” greinarriturum. Sem Leikskólastjóri Sælukots bið ég alla þá sem upphafa stóryrði eða rita eða tala í fjölmiðlum um leikskólann Sælukot og starfsumhverfi lítilla barna að sýna litlum börnum og þeirra starfsumhverfi tilhlýðilega virðingu og kynna sér málin áður en farið er í skotgrafirnar. Ást og friður. Höfundur er leikskólastjóri Sælukots. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Starfsemi Sælukots Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Sjá meira
Ég undirrituð hef þurft að lesa greinar og hlusta á viðtöl í fjölmiðlum síðustu 2 daga þar sem fram koma ótrúlegustu rangfærslur um skólastarf leikskólans Sælukots sem á að baki 46 ára starf. Á sama tíma og leikskólastarf í landinu á undir högg að sækja þar sem ekki er borin nógu mikil virðing fyrir starfinu og laun yfirleitt undir eða í meðallagi miðað við aðrar greinar blása fjölmiðlar til stórsóknar á lítinn einkarekinn leikskóla undir yfirskini aðsendrar greinar frá 3 fyrrverandi starfsmönnum og einu fyrrverandi foreldri. Ég hef síðustu 2 daga þurft að taka símtöl þar sem foreldrar fyrrum leikskólabarna í Sælukoti harma þessa hræðilegu umfjöllun út af því að hún samræmist ekki þeirra reynslu en einnig hef ég þurft að svara áhyggjufullum foreldrum. Að sjálfsögðu er alltaf gott að fá uppbyggilega gagnrýni og ábendingar og það vilja allar skólastofnanir það er aftur á móti annað mál að fá bylgju af uppspuna og ósannindum yfir sig. Ég hef þurft að hlusta á það í útvarpinu að enginn faglegur leikskólastjóri starfi við skólann. Að skólinn tengist hryðjuverkasamtökum, að skólavistin jafnist á við fangabúðir svo eitthvað sé nefnt. Hér er vegið að litlum skóla með alþjóðlega sögu og alþjóðlega nemendur og starfsfólk með ótrúlegum hætti. Rekstrarstjóri leikskólans sem er nunna er nú orðin hryðjuverkamaður í íslenskum fjölmiðlum og stóreignakona. Börnin eru orðin að þrælum og starfsfólkið allt er ófaglegt og örugglega með hor í nös. Vegið er að starfsumhverfi lítilla barna sem eðlilega geta hvorki staðfest né upplýst um það sem fleygt er í fjölmiðla og frænkur og frændur setja heilu barnafjölskyldurnar í geðshræringu eftir stóryrtar tröllasögur þekktra fjölmiðla. Vafalítið kemur þetta sér býsna vel fyrir borgaryfirvöld sem standa í strangri baráttu við foreldra ungra barna sem hvergi fá leikskólapláss að beina nú allri athyglinni á einn lítinn ómerkilegan leikskóla með “útlenskum” börnum, Þá geta þau bara haldið áfram að nota borgarsjóð í pálmatré og bragga í friði. Það mál sem fjallað hefur verið mikið um í miðlunum og tengdist áreiti og nefnt er í greininni umtöluðu fór í gegnum eðlilegt ferli í kerfinu lögreglu, barnavernd og eftirlitsaðila frá borginni og var afgreitt án ákæru. Uppspretta alls þessa máls er aðsend grein í Vísi, full af rangfærslum. Þess ber að geta að 3 af þeim 4 sem rita greinina eru fyrrverandi starfsmenn leikskólans. Einn þeirra lýsti brottrekstri sínum frá störfum vel í Bylgjuviðtali nýverið þar sem hann kvaðst ekki hafa staðið sig. Þar með er nokkuð ljóst að hér hafa siðareglur starfsfólks skóla verið margbrotnar á ótrúlegan hátt af þessum „fullkomlega faglegu” greinarriturum. Sem Leikskólastjóri Sælukots bið ég alla þá sem upphafa stóryrði eða rita eða tala í fjölmiðlum um leikskólann Sælukot og starfsumhverfi lítilla barna að sýna litlum börnum og þeirra starfsumhverfi tilhlýðilega virðingu og kynna sér málin áður en farið er í skotgrafirnar. Ást og friður. Höfundur er leikskólastjóri Sælukots.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun