Efnahagsleg áhætta virkjanastefnunnar Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 12. september 2022 12:30 Landsvirkjun hefur vegnað vel á síðustu misserum, ekki síst vegna mikilla verðhækkana á álmörkuðum á liðnu ári og fyrstu tveimur mánuðum þessa árs. Fram hefur komið að rekstrartekjur fyrirtækisins á fyrri helmingi ársins hafi verið hærri en nokkru sinni. Það er því sannarlega ástæða til að gleðjast yfir þeirri stöðu sem Landsvirkjun er í þessa stundina ‒ er á meðan er. En verandi reynslunni ríkari eftir hrun alþjóðlegra fjármálamarkaða 2008 þá verðum við að gera ráð fyrir þeim möguleika að veður skipist fljótt í lofti. Samkvæmt S&P er Landsvirkjun með lánshæfismatið BBB+. Í BBB flokk falla fyrirtæki sem eru talin hafa burði til að standa við skuldbindingar sínar í núverandi ástandi en kunna að lenda í vandræðum ef halla tekur undan fæti í hagkerfi heimsins. Það ætti því að hringja varúðarbjöllum í höfuðstöðvum Landsvirkjunar að heimsmarkaðsverð á áli hefur fallið um 39% á síðustu sex mánuðum, hagvöxtur í Evrópu fer hratt minnkandi og vextir fara hratt hækkandi á þeim mörkuðum sem Landsvirkjun sækir lán. Hér á landi er síðan brýnasta hagstjórnarverkefnið að ná niður verðbólgu í umhverfi þar sem við sjáum fram á mikla fjárfestingarþörf á húsnæðismarkaði og stjórnvöld boða mikla fjárfestingar, t.d á samgönguinnviðum. Þá lítur út fyrir að hagvöxtur verði hár á næstu árum og frá atvinnulífinu berast þau tíðindi að útlán til fyrirtækja fari ört vaxandi og að sjaldan eða aldrei hafi fyrirtæki skort starfsfólk eins og nú. Peningastefnunefnd Seðlabankans telur að herða þurfi taumhaldið og ákvarðanir í atvinnulífi muni skipta miklu um hversu hátt vextir þurfa að fara. Það er því ekkert í hagkerfinu, hvorki hér á landi né á heimsvísu, sem gefur til kynna að nú sé rétt að hefja stórfelldar virkjanaframkvæmdir í þeim anda sem stjórnvöld og forysta Landsvirkjunar hafa boðað. Þvert á móti. Undir þessum kringumstæðum þarf að koma í veg fyrir að Landsvirkjun hefji vegferð lánadrifinnar virkjanastefnu sem myndi að líkindum kosta almenning og þorra íslenskra fyrirtækja milljarða vegna vaxtahækkana. Ráðlegra væri að nýta næstu ár til að lækka áfram skuldir Landsvirkjunar svo fyrirtækið geti stuðlað að stöðugleika í hagkerfinu, skilað samfélaginu arðgreiðslum og byggt sig upp fjárhagslega til að takast á við þann ólgusjó sem mun skekja efnahagskerfi heimsins næstu árin. Höfundur er áhugamaður um náttúruvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Landsvirkjun Umhverfismál Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Landsvirkjun hefur vegnað vel á síðustu misserum, ekki síst vegna mikilla verðhækkana á álmörkuðum á liðnu ári og fyrstu tveimur mánuðum þessa árs. Fram hefur komið að rekstrartekjur fyrirtækisins á fyrri helmingi ársins hafi verið hærri en nokkru sinni. Það er því sannarlega ástæða til að gleðjast yfir þeirri stöðu sem Landsvirkjun er í þessa stundina ‒ er á meðan er. En verandi reynslunni ríkari eftir hrun alþjóðlegra fjármálamarkaða 2008 þá verðum við að gera ráð fyrir þeim möguleika að veður skipist fljótt í lofti. Samkvæmt S&P er Landsvirkjun með lánshæfismatið BBB+. Í BBB flokk falla fyrirtæki sem eru talin hafa burði til að standa við skuldbindingar sínar í núverandi ástandi en kunna að lenda í vandræðum ef halla tekur undan fæti í hagkerfi heimsins. Það ætti því að hringja varúðarbjöllum í höfuðstöðvum Landsvirkjunar að heimsmarkaðsverð á áli hefur fallið um 39% á síðustu sex mánuðum, hagvöxtur í Evrópu fer hratt minnkandi og vextir fara hratt hækkandi á þeim mörkuðum sem Landsvirkjun sækir lán. Hér á landi er síðan brýnasta hagstjórnarverkefnið að ná niður verðbólgu í umhverfi þar sem við sjáum fram á mikla fjárfestingarþörf á húsnæðismarkaði og stjórnvöld boða mikla fjárfestingar, t.d á samgönguinnviðum. Þá lítur út fyrir að hagvöxtur verði hár á næstu árum og frá atvinnulífinu berast þau tíðindi að útlán til fyrirtækja fari ört vaxandi og að sjaldan eða aldrei hafi fyrirtæki skort starfsfólk eins og nú. Peningastefnunefnd Seðlabankans telur að herða þurfi taumhaldið og ákvarðanir í atvinnulífi muni skipta miklu um hversu hátt vextir þurfa að fara. Það er því ekkert í hagkerfinu, hvorki hér á landi né á heimsvísu, sem gefur til kynna að nú sé rétt að hefja stórfelldar virkjanaframkvæmdir í þeim anda sem stjórnvöld og forysta Landsvirkjunar hafa boðað. Þvert á móti. Undir þessum kringumstæðum þarf að koma í veg fyrir að Landsvirkjun hefji vegferð lánadrifinnar virkjanastefnu sem myndi að líkindum kosta almenning og þorra íslenskra fyrirtækja milljarða vegna vaxtahækkana. Ráðlegra væri að nýta næstu ár til að lækka áfram skuldir Landsvirkjunar svo fyrirtækið geti stuðlað að stöðugleika í hagkerfinu, skilað samfélaginu arðgreiðslum og byggt sig upp fjárhagslega til að takast á við þann ólgusjó sem mun skekja efnahagskerfi heimsins næstu árin. Höfundur er áhugamaður um náttúruvernd.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun