Þykkur reykur fyllti Vaðlaheiðargöngin á einstakri æfingu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. september 2022 22:01 Slökkviliðsmenn þurfti að vinna vel saman í dag, nú sem endranær. Vísir/Tryggvi Slökkviliðsmenn hvaðanæva af landinu voru samankomnir á Akureyri í dag til að fylgjast með brunaæfingu inn í Vaðlaheiðargöngunum. Göngin voru fyllt af reyk með nýjum búnaði sem auðveldar til muna brunaæfingar í jarðgöngum. Sams konar hefur æfing hefur ekki áður verið haldin hér á landi. Vaðlaheiðargöngunum var lokað í um fimm tíma í dag vegna brunaæfingarinnar. Inn í göngunum var hermt eftir slysi þar sem slökkviliðsmenn frá Slökkviliði Akureyrar og Slökkviliði Þingeyjarsveitar, slökkviliðunum beggja megin við göngin, þurftu að bregðast hratt og örugglega við. Búnar sérútbúnum bílum Báðar sveitir eru búnar sérútbúnum bílum fyrir slökkistarf í jarðgöngum og nýttust þeir vel í dag. Bílarnir eru meðal annars vopnaðir hitamyndavélum sem komu sér vel í dag, þar sem nýr æfingarbúnaður dældi þykkum og miklum reyk inn í göngunum. Sérútbúinn slökkvibíll Slökkviliðsins á Akureyri nýttist vel í æfingunni í dag.Vísir/Tryggvi Svo þykkur var reykurinn að blaðamaður sem var viðstaddur æfinguna í göngunum í dag sá á köflum varla í hendurnar á sér. Fjallað var um æfinguna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þar sem að reykurinn var þykkastur þar sjáum við svo til ekki neitt, þá þurftum við að keyra eftir þessum hitamyndavélum. Þetta eru aðstæðurnar sem við þurfum að æfa okkur og getum lent í,“ segir Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á Akureyri. Hægt að líkja eftir raunverulegum aðstæðum á auðveldari máta Umræddur búnaður var keyptur af Vegagerðinni og stendur til að prófa hann í jarðgöngum um allt land á næstu misserum. Með honum er hægt að herma eftir raunverulegum aðstæðum á auðveldari máta en áður. Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á Akureyri, leggur línurnar áður en æfingin hófst í morgun.Vísir/Tryggvi. „Það er stóra málið í þessu, að þurfa ekki lengur að vera að æfa viðbragð við eldi í jarðgöngum með því að vera að kveikja eld ofan í göngunum eins og við höfum gert fram að þessu. Nú erum við með umhverfisvænan reyk með reykvélum, með ljósum, gasbrennurum og hátölurum og dóti,“ segir Ólafur. Eina leiðin er að æfa Öllu er þessu stýrt með nýjustu tækni. Búnaðurinn sem um ræðir er glænýr og hefur aldrei áður verið notaður á Íslandi. Það kom því ekki á óvart aðsnlökkviliðsmenn hvaðanæva af landinu komu til að fylgjast grannt með æfingunni. Svona æfingar geta skipt sköpum á ef reynir. Tólf reykvélar sáu um að fylla Vaðlaheiðargöngin af þykkum reyk.Vísir/Tryggvi. „Útköllin eru fá en á svona æfingum kemur alltaf eitthvað upp á sem gera hefði mátt betur. Það er eina leiðin til þess að búa sig undir alvöru útkall, það er að æfa,“ segir Ólafur. Alls voru tekin þrjú rennsli á æfingunni í dag. Þegar fréttamaður ræddi við Ólaf var fyrsta rennslið nýafstaðið. Hvernig fannst þér ganga? „Mér fannst ganga mjög vel. Ég var mjög ánægður með frammistöðu viðbragðsaðila. Stóðu sig allir með prýði. Ég er ánægður með búnaðinn þannig að þetta er alltaf að ganga vel ennþá.“ Akureyri Slökkvilið Samgöngur Vaðlaheiðargöng Samgönguslys Tengdar fréttir Vaðlaheiðargöngunum lokað í fimm tíma vegna æfingar Vaðlaheiðargöngum verður lokað í dag á milli klukkan tíu og fimmtán vegna æfingar á viðbragði við umferðarslysi og reyk í göngunum. Nýr æfingarbúnaður verður notaður í fyrsta skipti hér á landi við æfinguna. 13. september 2022 08:46 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Vaðlaheiðargöngunum var lokað í um fimm tíma í dag vegna brunaæfingarinnar. Inn í göngunum var hermt eftir slysi þar sem slökkviliðsmenn frá Slökkviliði Akureyrar og Slökkviliði Þingeyjarsveitar, slökkviliðunum beggja megin við göngin, þurftu að bregðast hratt og örugglega við. Búnar sérútbúnum bílum Báðar sveitir eru búnar sérútbúnum bílum fyrir slökkistarf í jarðgöngum og nýttust þeir vel í dag. Bílarnir eru meðal annars vopnaðir hitamyndavélum sem komu sér vel í dag, þar sem nýr æfingarbúnaður dældi þykkum og miklum reyk inn í göngunum. Sérútbúinn slökkvibíll Slökkviliðsins á Akureyri nýttist vel í æfingunni í dag.Vísir/Tryggvi Svo þykkur var reykurinn að blaðamaður sem var viðstaddur æfinguna í göngunum í dag sá á köflum varla í hendurnar á sér. Fjallað var um æfinguna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þar sem að reykurinn var þykkastur þar sjáum við svo til ekki neitt, þá þurftum við að keyra eftir þessum hitamyndavélum. Þetta eru aðstæðurnar sem við þurfum að æfa okkur og getum lent í,“ segir Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á Akureyri. Hægt að líkja eftir raunverulegum aðstæðum á auðveldari máta Umræddur búnaður var keyptur af Vegagerðinni og stendur til að prófa hann í jarðgöngum um allt land á næstu misserum. Með honum er hægt að herma eftir raunverulegum aðstæðum á auðveldari máta en áður. Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á Akureyri, leggur línurnar áður en æfingin hófst í morgun.Vísir/Tryggvi. „Það er stóra málið í þessu, að þurfa ekki lengur að vera að æfa viðbragð við eldi í jarðgöngum með því að vera að kveikja eld ofan í göngunum eins og við höfum gert fram að þessu. Nú erum við með umhverfisvænan reyk með reykvélum, með ljósum, gasbrennurum og hátölurum og dóti,“ segir Ólafur. Eina leiðin er að æfa Öllu er þessu stýrt með nýjustu tækni. Búnaðurinn sem um ræðir er glænýr og hefur aldrei áður verið notaður á Íslandi. Það kom því ekki á óvart aðsnlökkviliðsmenn hvaðanæva af landinu komu til að fylgjast grannt með æfingunni. Svona æfingar geta skipt sköpum á ef reynir. Tólf reykvélar sáu um að fylla Vaðlaheiðargöngin af þykkum reyk.Vísir/Tryggvi. „Útköllin eru fá en á svona æfingum kemur alltaf eitthvað upp á sem gera hefði mátt betur. Það er eina leiðin til þess að búa sig undir alvöru útkall, það er að æfa,“ segir Ólafur. Alls voru tekin þrjú rennsli á æfingunni í dag. Þegar fréttamaður ræddi við Ólaf var fyrsta rennslið nýafstaðið. Hvernig fannst þér ganga? „Mér fannst ganga mjög vel. Ég var mjög ánægður með frammistöðu viðbragðsaðila. Stóðu sig allir með prýði. Ég er ánægður með búnaðinn þannig að þetta er alltaf að ganga vel ennþá.“
Akureyri Slökkvilið Samgöngur Vaðlaheiðargöng Samgönguslys Tengdar fréttir Vaðlaheiðargöngunum lokað í fimm tíma vegna æfingar Vaðlaheiðargöngum verður lokað í dag á milli klukkan tíu og fimmtán vegna æfingar á viðbragði við umferðarslysi og reyk í göngunum. Nýr æfingarbúnaður verður notaður í fyrsta skipti hér á landi við æfinguna. 13. september 2022 08:46 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Vaðlaheiðargöngunum lokað í fimm tíma vegna æfingar Vaðlaheiðargöngum verður lokað í dag á milli klukkan tíu og fimmtán vegna æfingar á viðbragði við umferðarslysi og reyk í göngunum. Nýr æfingarbúnaður verður notaður í fyrsta skipti hér á landi við æfinguna. 13. september 2022 08:46
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“