Eigandi Patagonia gefur fyrirtækið til góðgerðarsjóðs Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2022 07:41 Bandaríkjamaðurinn Yvon Chouinard stofnaði útivistarfatnaðarframleiðandann Patagonia árið 1973. Hér er hann í einni verslun sinni árið 1993. Getty Bandaríski auðmaðurinn Yvon Chouinard, sem er stofnandi og eigandi útivistarfataframleiðandans Patagonia, segir að hann hafi gefið fyrirtækið til góðgerðarsjóðs. Hinn 83 ára Chouinard segist vona að með þessu nýja eigendafyrirkomulagi verði hægt að tryggja að allur hagnaður fyrirtækisins, sem fari ekki í uppbyggingu þess, renni til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Áætlar hann að um 100 milljónir Bandaríkjadala, um 14 milljarðar íslenskra króna, muni þannig renna til baráttunnar á ári hverju. BBC segir frá því að fyrirtækið hafi verið stofnað árið 1973 og að tekjur þess á síðasta ári hafi numið um 1,5 milljarði Bandaríkjadala. Þá er talið að auðævi Chouinard hafi numið um 1,2 milljarði Bandaríkjadala, um 168 milljarðar íslenskra króna. „Þrátt fyrir mikilleika þess þá eru auðlindir jarðar ekki óendanlegar, og það má ljóst vera að við höfum gengið umfram þanþol,“ sagði Chouinard þegar hann rökstuddi ákvörðun sína að gefa fyrirtækið frá sér. „Í stað þess að kreista verðmæti úr náttúrunni og umbreyta í auð, þá erum við að nýta þann auð sem Patagonia skapar til að vernda uppsprettuna.“ Fyrirtækið, sem staðsett er í Kaliforníu, hefur síðustu ár gefið um prósent af árlegum hagnaði til grasrótarsamtaka sem vinna að sjálfbærni. Bandaríkin Tíska og hönnun Fjallamennska Loftslagsmál Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hinn 83 ára Chouinard segist vona að með þessu nýja eigendafyrirkomulagi verði hægt að tryggja að allur hagnaður fyrirtækisins, sem fari ekki í uppbyggingu þess, renni til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Áætlar hann að um 100 milljónir Bandaríkjadala, um 14 milljarðar íslenskra króna, muni þannig renna til baráttunnar á ári hverju. BBC segir frá því að fyrirtækið hafi verið stofnað árið 1973 og að tekjur þess á síðasta ári hafi numið um 1,5 milljarði Bandaríkjadala. Þá er talið að auðævi Chouinard hafi numið um 1,2 milljarði Bandaríkjadala, um 168 milljarðar íslenskra króna. „Þrátt fyrir mikilleika þess þá eru auðlindir jarðar ekki óendanlegar, og það má ljóst vera að við höfum gengið umfram þanþol,“ sagði Chouinard þegar hann rökstuddi ákvörðun sína að gefa fyrirtækið frá sér. „Í stað þess að kreista verðmæti úr náttúrunni og umbreyta í auð, þá erum við að nýta þann auð sem Patagonia skapar til að vernda uppsprettuna.“ Fyrirtækið, sem staðsett er í Kaliforníu, hefur síðustu ár gefið um prósent af árlegum hagnaði til grasrótarsamtaka sem vinna að sjálfbærni.
Bandaríkin Tíska og hönnun Fjallamennska Loftslagsmál Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent