Sara Björk á toppinn á Ítalíu | Bayern byrjar ekki vel Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2022 19:31 Sara Björk Gunnarsdóttir er komin á toppinn á Ítalíu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn á miðri miðju meistaraliðs Juventus er liðið vann 1-0 sigur á Roma í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í liði Bayern München sem tókst ekki að landa sigri gegn Eintracht Frankfurt. Á Ítalíu var það hin ítalska Valentina Cernoia sem skoraði eina mark leiksins er Juventus vann nauman sigur á Rómverjum. Markið kom snemma í síðari hálfleik og þar við sat. Sigurinn lyftir Juventus upp í toppsæti deildarinnar með sjö stig að loknum þremur leikjum en Roma hafði unnið báða leiki sína í deildinni fyrir leik dagsins. Alexandra Jóhannsdóttir og stöllur hennar í Fiorentina geta náð toppsætinu með sigri á Parma á morgun, laugardag. Í Þýskalandi var Bayern München í heimsókn hjá Frankfurt. Þrátt fyrir mikla yfirburði gestanna tókst þeim ekki að skora og lauk leiknum með markalausu jafntefli. Glódís Perla lék allan leikinn í miðri vörn Bæjara en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir voru ekki í leikmannahópi Bayern vegna meiðsla. Bayern byrjar tímabilið í raun á að misstíga sig. Eitthvað sem liðið mátti ekki við en reikna má með að liðið verði í harðri baráttu við Wolfsburg um titilinn. Hildur Antonsdóttir spilað sinn fyrsta leik fyrir Fortuna Sittard þegar hollenska úrvalsdeildin hófst. Hildur spilaði allan leikinn í 4-0 tapi gegn Ajax en tvö síðustu mörkin komu í uppbótartíma. Aron Sigurðarson spilaði 72 mínútur þegar AC Horsens vann Nordsjælland óvænt 1-0 á heimavelli en gestirnir eru topplið dönsku úrvalsdeildarinnar sem stendur. Aron nældi sér í gult spjald í fyrri hálfleik. Horsen er í 5. sæti með 14 stig að loknum 10 leikjum. Fótbolti Ítalski boltinn Hollenski boltinn Danski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Á Ítalíu var það hin ítalska Valentina Cernoia sem skoraði eina mark leiksins er Juventus vann nauman sigur á Rómverjum. Markið kom snemma í síðari hálfleik og þar við sat. Sigurinn lyftir Juventus upp í toppsæti deildarinnar með sjö stig að loknum þremur leikjum en Roma hafði unnið báða leiki sína í deildinni fyrir leik dagsins. Alexandra Jóhannsdóttir og stöllur hennar í Fiorentina geta náð toppsætinu með sigri á Parma á morgun, laugardag. Í Þýskalandi var Bayern München í heimsókn hjá Frankfurt. Þrátt fyrir mikla yfirburði gestanna tókst þeim ekki að skora og lauk leiknum með markalausu jafntefli. Glódís Perla lék allan leikinn í miðri vörn Bæjara en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir voru ekki í leikmannahópi Bayern vegna meiðsla. Bayern byrjar tímabilið í raun á að misstíga sig. Eitthvað sem liðið mátti ekki við en reikna má með að liðið verði í harðri baráttu við Wolfsburg um titilinn. Hildur Antonsdóttir spilað sinn fyrsta leik fyrir Fortuna Sittard þegar hollenska úrvalsdeildin hófst. Hildur spilaði allan leikinn í 4-0 tapi gegn Ajax en tvö síðustu mörkin komu í uppbótartíma. Aron Sigurðarson spilaði 72 mínútur þegar AC Horsens vann Nordsjælland óvænt 1-0 á heimavelli en gestirnir eru topplið dönsku úrvalsdeildarinnar sem stendur. Aron nældi sér í gult spjald í fyrri hálfleik. Horsen er í 5. sæti með 14 stig að loknum 10 leikjum.
Fótbolti Ítalski boltinn Hollenski boltinn Danski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira