Borðaði þrjú kíló af avókadó í þrjátíu klukkutíma hlaupi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. september 2022 23:00 Kristján Svan Eymundsson hljóp 214 kílómetra á 32 klukkutímum, hér er hann ásamt sínum besta vin og hundtrygga aðstoðarmanni. Sigurvegari Bakgarðs náttúruhlaupa um helgina borðaði um þrjú kíló af Avocado á þeim þrjátíu klukkutímum sem hlaupið stóð yfir. Hann hljóp fjórum sinnum lengra en hann hefur nokkurn tímann gert. Bakgarðshlaupið fór fram um helgina. Sigurvegarinn Kristján Svanur Eymundsson hljóp rúma 214 kílómetra á um þrjátíu klukkutímum. Í dag hafði hann eitt plan, að fá sér hamborgara á Hamborgarabúllu Tómasar. Kristján Svanur lét sér það nægja að keyra á búlluna þó hann sé að eigin sögn nokkuð góður í líkamanum eftir átökin. Vinur hans Gunnar Smári stóð vaktina með sigurvegaranum og sá um að styðja hann, vökva, næra og vera honum innan handar með hvaðeina - og á meðan Kristján hljóp þá reyndi Gunnar að leggja sig. „Hann hleypur svolítið hratt þannig ég fékk stutta lögn,“ sagði Gunnar Smári Sigurgeirsson. Sigurvegarinn á hlaupum.Þorsteinn Roy Gunnar segir að Kristján hafi valið nokkuð einsleita og skothelda fæðu í hlaupinu. „Það var avókadó númer eitt, tvö og þrjú. Hann var með sitt lítið af hverju en avókadóið var sterkasti punkturinn og það fóru þrjú kíló af avókadó í hann. Þannig það var slatti.“ Mikil bæting Kristján sem stefndi á sigur hafði fyrir hlaupið farið lengst 55 kílómetra. „Þannig þetta var fjórföldun á því held ég, þannig þetta var svolítil bæting,“ sagði Kristján Svanur. Gunnar Smári hjálpaði Kristjáni á milli hringja.Þorsteinn roy Hann segir stuðninginn skipta öllu máli í svona hlaupi. „Það eru allir tilbúnir að peppa og hrósa hvor öðrum þó að þetta sé í grunninn einstaklingsíþrótt þá er þetta svo miklu meira en það.“ Baráttan um sigurinn var á milli Kristjáns og Marlena Radiziszewska. Kristján segir að tilfinningin hafi verið ótrúlega þegar honum var tilkynnt að Marlena væri hætt keppni. „Þegar maður kemur í mark þá náttúrulega brotnar maður bara niður og erfitt að koma upp orðum. Það var gjörsamlega frábært að upplifa þetta augnablik enda búinn að bíða eftir því í nokkra klukkutíma.“ Alvöru bikar fyrir alvöru íþróttamann.Þorsteinn Roy Ertu stoltur af honum? „Heldur betur. Tilfinningin sem ég fékk þegar ég sá að hún hætti var ólýsanleg, þannig það var þess virði að vera vakandi í 35 tíma,“ sagði Gunnar Smári. Sannarlega gott að eiga góða að.Þorsteinn Roy Hlaup Heilsa Bakgarðshlaup Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Bakgarðshlaupið fór fram um helgina. Sigurvegarinn Kristján Svanur Eymundsson hljóp rúma 214 kílómetra á um þrjátíu klukkutímum. Í dag hafði hann eitt plan, að fá sér hamborgara á Hamborgarabúllu Tómasar. Kristján Svanur lét sér það nægja að keyra á búlluna þó hann sé að eigin sögn nokkuð góður í líkamanum eftir átökin. Vinur hans Gunnar Smári stóð vaktina með sigurvegaranum og sá um að styðja hann, vökva, næra og vera honum innan handar með hvaðeina - og á meðan Kristján hljóp þá reyndi Gunnar að leggja sig. „Hann hleypur svolítið hratt þannig ég fékk stutta lögn,“ sagði Gunnar Smári Sigurgeirsson. Sigurvegarinn á hlaupum.Þorsteinn Roy Gunnar segir að Kristján hafi valið nokkuð einsleita og skothelda fæðu í hlaupinu. „Það var avókadó númer eitt, tvö og þrjú. Hann var með sitt lítið af hverju en avókadóið var sterkasti punkturinn og það fóru þrjú kíló af avókadó í hann. Þannig það var slatti.“ Mikil bæting Kristján sem stefndi á sigur hafði fyrir hlaupið farið lengst 55 kílómetra. „Þannig þetta var fjórföldun á því held ég, þannig þetta var svolítil bæting,“ sagði Kristján Svanur. Gunnar Smári hjálpaði Kristjáni á milli hringja.Þorsteinn roy Hann segir stuðninginn skipta öllu máli í svona hlaupi. „Það eru allir tilbúnir að peppa og hrósa hvor öðrum þó að þetta sé í grunninn einstaklingsíþrótt þá er þetta svo miklu meira en það.“ Baráttan um sigurinn var á milli Kristjáns og Marlena Radiziszewska. Kristján segir að tilfinningin hafi verið ótrúlega þegar honum var tilkynnt að Marlena væri hætt keppni. „Þegar maður kemur í mark þá náttúrulega brotnar maður bara niður og erfitt að koma upp orðum. Það var gjörsamlega frábært að upplifa þetta augnablik enda búinn að bíða eftir því í nokkra klukkutíma.“ Alvöru bikar fyrir alvöru íþróttamann.Þorsteinn Roy Ertu stoltur af honum? „Heldur betur. Tilfinningin sem ég fékk þegar ég sá að hún hætti var ólýsanleg, þannig það var þess virði að vera vakandi í 35 tíma,“ sagði Gunnar Smári. Sannarlega gott að eiga góða að.Þorsteinn Roy
Hlaup Heilsa Bakgarðshlaup Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira