Borðaði þrjú kíló af avókadó í þrjátíu klukkutíma hlaupi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. september 2022 23:00 Kristján Svan Eymundsson hljóp 214 kílómetra á 32 klukkutímum, hér er hann ásamt sínum besta vin og hundtrygga aðstoðarmanni. Sigurvegari Bakgarðs náttúruhlaupa um helgina borðaði um þrjú kíló af Avocado á þeim þrjátíu klukkutímum sem hlaupið stóð yfir. Hann hljóp fjórum sinnum lengra en hann hefur nokkurn tímann gert. Bakgarðshlaupið fór fram um helgina. Sigurvegarinn Kristján Svanur Eymundsson hljóp rúma 214 kílómetra á um þrjátíu klukkutímum. Í dag hafði hann eitt plan, að fá sér hamborgara á Hamborgarabúllu Tómasar. Kristján Svanur lét sér það nægja að keyra á búlluna þó hann sé að eigin sögn nokkuð góður í líkamanum eftir átökin. Vinur hans Gunnar Smári stóð vaktina með sigurvegaranum og sá um að styðja hann, vökva, næra og vera honum innan handar með hvaðeina - og á meðan Kristján hljóp þá reyndi Gunnar að leggja sig. „Hann hleypur svolítið hratt þannig ég fékk stutta lögn,“ sagði Gunnar Smári Sigurgeirsson. Sigurvegarinn á hlaupum.Þorsteinn Roy Gunnar segir að Kristján hafi valið nokkuð einsleita og skothelda fæðu í hlaupinu. „Það var avókadó númer eitt, tvö og þrjú. Hann var með sitt lítið af hverju en avókadóið var sterkasti punkturinn og það fóru þrjú kíló af avókadó í hann. Þannig það var slatti.“ Mikil bæting Kristján sem stefndi á sigur hafði fyrir hlaupið farið lengst 55 kílómetra. „Þannig þetta var fjórföldun á því held ég, þannig þetta var svolítil bæting,“ sagði Kristján Svanur. Gunnar Smári hjálpaði Kristjáni á milli hringja.Þorsteinn roy Hann segir stuðninginn skipta öllu máli í svona hlaupi. „Það eru allir tilbúnir að peppa og hrósa hvor öðrum þó að þetta sé í grunninn einstaklingsíþrótt þá er þetta svo miklu meira en það.“ Baráttan um sigurinn var á milli Kristjáns og Marlena Radiziszewska. Kristján segir að tilfinningin hafi verið ótrúlega þegar honum var tilkynnt að Marlena væri hætt keppni. „Þegar maður kemur í mark þá náttúrulega brotnar maður bara niður og erfitt að koma upp orðum. Það var gjörsamlega frábært að upplifa þetta augnablik enda búinn að bíða eftir því í nokkra klukkutíma.“ Alvöru bikar fyrir alvöru íþróttamann.Þorsteinn Roy Ertu stoltur af honum? „Heldur betur. Tilfinningin sem ég fékk þegar ég sá að hún hætti var ólýsanleg, þannig það var þess virði að vera vakandi í 35 tíma,“ sagði Gunnar Smári. Sannarlega gott að eiga góða að.Þorsteinn Roy Hlaup Heilsa Bakgarðshlaup Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Bakgarðshlaupið fór fram um helgina. Sigurvegarinn Kristján Svanur Eymundsson hljóp rúma 214 kílómetra á um þrjátíu klukkutímum. Í dag hafði hann eitt plan, að fá sér hamborgara á Hamborgarabúllu Tómasar. Kristján Svanur lét sér það nægja að keyra á búlluna þó hann sé að eigin sögn nokkuð góður í líkamanum eftir átökin. Vinur hans Gunnar Smári stóð vaktina með sigurvegaranum og sá um að styðja hann, vökva, næra og vera honum innan handar með hvaðeina - og á meðan Kristján hljóp þá reyndi Gunnar að leggja sig. „Hann hleypur svolítið hratt þannig ég fékk stutta lögn,“ sagði Gunnar Smári Sigurgeirsson. Sigurvegarinn á hlaupum.Þorsteinn Roy Gunnar segir að Kristján hafi valið nokkuð einsleita og skothelda fæðu í hlaupinu. „Það var avókadó númer eitt, tvö og þrjú. Hann var með sitt lítið af hverju en avókadóið var sterkasti punkturinn og það fóru þrjú kíló af avókadó í hann. Þannig það var slatti.“ Mikil bæting Kristján sem stefndi á sigur hafði fyrir hlaupið farið lengst 55 kílómetra. „Þannig þetta var fjórföldun á því held ég, þannig þetta var svolítil bæting,“ sagði Kristján Svanur. Gunnar Smári hjálpaði Kristjáni á milli hringja.Þorsteinn roy Hann segir stuðninginn skipta öllu máli í svona hlaupi. „Það eru allir tilbúnir að peppa og hrósa hvor öðrum þó að þetta sé í grunninn einstaklingsíþrótt þá er þetta svo miklu meira en það.“ Baráttan um sigurinn var á milli Kristjáns og Marlena Radiziszewska. Kristján segir að tilfinningin hafi verið ótrúlega þegar honum var tilkynnt að Marlena væri hætt keppni. „Þegar maður kemur í mark þá náttúrulega brotnar maður bara niður og erfitt að koma upp orðum. Það var gjörsamlega frábært að upplifa þetta augnablik enda búinn að bíða eftir því í nokkra klukkutíma.“ Alvöru bikar fyrir alvöru íþróttamann.Þorsteinn Roy Ertu stoltur af honum? „Heldur betur. Tilfinningin sem ég fékk þegar ég sá að hún hætti var ólýsanleg, þannig það var þess virði að vera vakandi í 35 tíma,“ sagði Gunnar Smári. Sannarlega gott að eiga góða að.Þorsteinn Roy
Hlaup Heilsa Bakgarðshlaup Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira