„Kærkomin“ kólnun á fasteignamarkaði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. september 2022 11:38 Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Vísir/Ívar Fyrstu greinilegu merki um kólnun á fasteignamarkaði sjást nú. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,4% á milli júlí og ágúst en slík lækkun hefur ekki átt sér stað síðan árið 2019. Forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans segir hin kælandi áhrif vera kærkomin en þau urðu meðal annars til þess að verðbólguspá hagfræðideildarinnar gerir nú ráð fyrir enn meiri hjöðnun verðbólgu. Samkvæmt glænýjum tölum Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar lækkaði vísitala fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu um 0,4% prósent á milli júlí og ágúst en það er einmitt í höfuðborginni sem íbúðaverðið hefur verið í hæstu hæðum. Þetta er mesta lækkun sem hefur mælst síðan í febrúar 2019 þegar vísitalan lækkaði um 1% á milli mánaða. „Við sjáum það núna að merki um kólnun eru orðin nokkuð skýr. Við sjáum það að íbúðaverð lækkaði á milli júlí og ágúst um 0,4% og við höfum ekki séð lækkun eiga sér stað milli á manaða síðan í nóvember 2019 þannig að þetta er svolítið nýtt og þetta er að gerast eftir tímabil mjög mikilla verðhækkana. Það má segja að þetta sé nokkuð kærkomið. Þetta bendir til þess að spennan sé að minnka og að við séum að fara að sjá aðeins nýjan takt á fasteignamarkaði,“ segir Una Jónsdóttir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Á fyrri árshelmingi höfðu hækkanir verið mjög miklar á milli mánaða, eða á bilinu 2,2-3% frá febrúar og fram í júní. „Eftirspurnin jókst mjög mikið eftir íbúðahúsnæði til kaupa þegar COVID faraldurinn stóð hérna sem hæst og vextir voru lágir og núna höfum við séð vexti fara hækkandi og það er sennilega það sem er að draga úr eftirspurninni og hefur þessi kælandi áhrif á íbúðaverðið.“ Hagfræðideildin hefur uppfært verðbólguspá sína fyrir september vegna nýrra talna frá HMS. „þetta þýðir að við sjáum aðeins hraðari hjöðnun verðbólgunnar. Þetta varð til þess að við uppfærðum verðbólgunspá okkar fyrir september. Við gerum núna ráð fyrir að verðbólgan verði 9,4% þá en ekki 9,6 eins og við héldum áður. Þetta þýðir bara hraðari hjöðnun verðbólgunnar af því að húsnæðisverð hefur verið svo stór þáttur í verðbólgunni,“ segir Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Fasteignamarkaður Reykjavík Landsbankinn Verðlag Tengdar fréttir Íbúðaverð lækkar á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,4 prósent á milli mánaða í ágúst. Er það í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019 sem vísitalan lækkar. Hagfræðideild Landsbankans telur að þetta sé skýrt merki um að fasteignamarkaðurinn sé farinn að kólna. 21. september 2022 10:08 Öfganna á milli á húsnæðismarkaði Það er áhugavert að fylgjast með umræðu um húsnæðismarkað þessi misserin. Undanfarin tvö ár hefur hæst farið umræðan um að hér vanti 35 þúsund íbúðir inn á markaðinn á næstu 10 árum. Í sumar snérust svo umræðan skyndilega á hvolf og umræða um sölutregðu og yfirvofandi verðlækkanir varð ráðandi. 21. september 2022 08:30 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Samkvæmt glænýjum tölum Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar lækkaði vísitala fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu um 0,4% prósent á milli júlí og ágúst en það er einmitt í höfuðborginni sem íbúðaverðið hefur verið í hæstu hæðum. Þetta er mesta lækkun sem hefur mælst síðan í febrúar 2019 þegar vísitalan lækkaði um 1% á milli mánaða. „Við sjáum það núna að merki um kólnun eru orðin nokkuð skýr. Við sjáum það að íbúðaverð lækkaði á milli júlí og ágúst um 0,4% og við höfum ekki séð lækkun eiga sér stað milli á manaða síðan í nóvember 2019 þannig að þetta er svolítið nýtt og þetta er að gerast eftir tímabil mjög mikilla verðhækkana. Það má segja að þetta sé nokkuð kærkomið. Þetta bendir til þess að spennan sé að minnka og að við séum að fara að sjá aðeins nýjan takt á fasteignamarkaði,“ segir Una Jónsdóttir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Á fyrri árshelmingi höfðu hækkanir verið mjög miklar á milli mánaða, eða á bilinu 2,2-3% frá febrúar og fram í júní. „Eftirspurnin jókst mjög mikið eftir íbúðahúsnæði til kaupa þegar COVID faraldurinn stóð hérna sem hæst og vextir voru lágir og núna höfum við séð vexti fara hækkandi og það er sennilega það sem er að draga úr eftirspurninni og hefur þessi kælandi áhrif á íbúðaverðið.“ Hagfræðideildin hefur uppfært verðbólguspá sína fyrir september vegna nýrra talna frá HMS. „þetta þýðir að við sjáum aðeins hraðari hjöðnun verðbólgunnar. Þetta varð til þess að við uppfærðum verðbólgunspá okkar fyrir september. Við gerum núna ráð fyrir að verðbólgan verði 9,4% þá en ekki 9,6 eins og við héldum áður. Þetta þýðir bara hraðari hjöðnun verðbólgunnar af því að húsnæðisverð hefur verið svo stór þáttur í verðbólgunni,“ segir Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans.
Fasteignamarkaður Reykjavík Landsbankinn Verðlag Tengdar fréttir Íbúðaverð lækkar á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,4 prósent á milli mánaða í ágúst. Er það í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019 sem vísitalan lækkar. Hagfræðideild Landsbankans telur að þetta sé skýrt merki um að fasteignamarkaðurinn sé farinn að kólna. 21. september 2022 10:08 Öfganna á milli á húsnæðismarkaði Það er áhugavert að fylgjast með umræðu um húsnæðismarkað þessi misserin. Undanfarin tvö ár hefur hæst farið umræðan um að hér vanti 35 þúsund íbúðir inn á markaðinn á næstu 10 árum. Í sumar snérust svo umræðan skyndilega á hvolf og umræða um sölutregðu og yfirvofandi verðlækkanir varð ráðandi. 21. september 2022 08:30 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Íbúðaverð lækkar á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,4 prósent á milli mánaða í ágúst. Er það í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019 sem vísitalan lækkar. Hagfræðideild Landsbankans telur að þetta sé skýrt merki um að fasteignamarkaðurinn sé farinn að kólna. 21. september 2022 10:08
Öfganna á milli á húsnæðismarkaði Það er áhugavert að fylgjast með umræðu um húsnæðismarkað þessi misserin. Undanfarin tvö ár hefur hæst farið umræðan um að hér vanti 35 þúsund íbúðir inn á markaðinn á næstu 10 árum. Í sumar snérust svo umræðan skyndilega á hvolf og umræða um sölutregðu og yfirvofandi verðlækkanir varð ráðandi. 21. september 2022 08:30