Lög um tæknifrjóvganir mega ekki gera verkefnið erfiðara Hildur Sverrisdóttir skrifar 26. september 2022 07:00 Í síðustu viku mælti ég fyrir frumvarpi mínu um aukið frelsi í löggjöf um tæknifrjóvganir. Ég lagði málið fyrst fram á síðasta þingi en það komst því miður ekki á dagskrá þá heldur nú í byrjun nýs þings eftir að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ákvað að setja málið fremst í röð þingmannamála. Frumvarpið tekur á mikilvægi þess að þeir einstaklingar sem leggja þurfa upp í erfitt og kostnaðarsamt ferli tæknifrjóvgunar til að freista þess að eignast barn upplifi að reglur um tæknifrjóvgun séu gerðar með hag þeirra fyrir brjósti og þeim til aðstoðar - í staðinn fyrir að lögin geri þeim verkefnið erfiðara. Fólk verði ekki pínt til að farga fósturvísum Meðal annars tekur frumvarpið á þeim vondu reglum núgildandi laga sem neyða fólk sem á fósturvísa til að eyða þeim ef það slítur samvistum eða annað þeirra andast - þrátt fyrir að það liggi fyrir vilji og samþykki beggja um að fósturvísarnir verði nýttir. Þannig getur sú ósanngjarna staða komið upp að þrátt fyrir að fyrrverandi par sé sammála um að annar aðilinn nýti fósturvísi eða ákveður að eignast barn saman þrátt fyrir sambandsslit þá banna núgildandi lög það. Sömuleiðis getur sú hryllilega sorglega staða komið upp að fólk sem stendur frammi fyrir veikindum og vill eiga fósturvísa í geymslu t.d. vegna krefjandi lyfjameðferða megi svo ekki nýta þá ef annað þeirra andast þrátt fyrir skýran vilja þeirra um að það verði gert. Þetta fyrirkomulag núgildandi laga er alltof stíft og sársaukafullt og þjónar engum tilgangi ef skýr vilji tveggja fullorðinna einstaklinga liggur fyrir. Þessu verður að breyta. Fósturvísar dýrmætari en gull Annað atriði sem vert er að nefna er að í frumvarpinu er gefin heimild fyrir því að gefa fullbúinn fósturvísi, þó ekki í ábataskyni. Það afdráttarlausa bann núgildandi laga er mér óskiljanlegt þar sem heimilt er að gefa bæði sæði og egg, en óheimilt er að gefa fósturvísi úr sama eggi og sama sæði. Blessunarlega eru það ekki margir sem eru í þeirri stöðu að geta hvorki notað egg sín eða sæði af einhverjum ástæðum en í þeim aðstæðum er fyrir þá einstaklinga dýrmætara en gull að geta þegið fullbúinn fósturvísi að gjöf. Að auki er í frumvarpinu það frelsisskref að sambúð eða hjúskapur verði ekki lengur skilyrði fyrir því að einstaklingar geti staðið saman að tæknifrjóvgun. Þess í stað skal byggt á upplýstu, skriflegu og vottuðu samþykki beggja einstaklinga. Lög eiga að vera fyrir fólk Frumvarpið miðar einfaldlega að því að fullorðnu fólki skuli treyst til að haga fjölskyldulífi sínu eins og það vill. Lög og reglur eru fyrir fólk og löggjafinn á ekki að vera hræddur við að endurskoða þær í takt við tímann og auka tækifæri fólks til að búa til fjölskyldu. Það var góð upplifun að mæla fyrir þessu mikilvæga máli í þingsal. Fyrir utan að fulltrúar frá öllum flokkum sem starfa á Alþingi vildu vera með mér á málinu voru viðbrögð þeirra sem tóku til máls í þingsal undantekningarlaust styðjandi við málið. Það ber því vonandi með sér að það eigi möguleika á að verða að lögum sem fyrst því fyrir það fólk sem er í vandræðum vegna stífra reglna núgildandi laga munu þessar breytingar skipta öllu heimsins máli. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Hildur Sverrisdóttir Heilbrigðismál Frjósemi Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku mælti ég fyrir frumvarpi mínu um aukið frelsi í löggjöf um tæknifrjóvganir. Ég lagði málið fyrst fram á síðasta þingi en það komst því miður ekki á dagskrá þá heldur nú í byrjun nýs þings eftir að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ákvað að setja málið fremst í röð þingmannamála. Frumvarpið tekur á mikilvægi þess að þeir einstaklingar sem leggja þurfa upp í erfitt og kostnaðarsamt ferli tæknifrjóvgunar til að freista þess að eignast barn upplifi að reglur um tæknifrjóvgun séu gerðar með hag þeirra fyrir brjósti og þeim til aðstoðar - í staðinn fyrir að lögin geri þeim verkefnið erfiðara. Fólk verði ekki pínt til að farga fósturvísum Meðal annars tekur frumvarpið á þeim vondu reglum núgildandi laga sem neyða fólk sem á fósturvísa til að eyða þeim ef það slítur samvistum eða annað þeirra andast - þrátt fyrir að það liggi fyrir vilji og samþykki beggja um að fósturvísarnir verði nýttir. Þannig getur sú ósanngjarna staða komið upp að þrátt fyrir að fyrrverandi par sé sammála um að annar aðilinn nýti fósturvísi eða ákveður að eignast barn saman þrátt fyrir sambandsslit þá banna núgildandi lög það. Sömuleiðis getur sú hryllilega sorglega staða komið upp að fólk sem stendur frammi fyrir veikindum og vill eiga fósturvísa í geymslu t.d. vegna krefjandi lyfjameðferða megi svo ekki nýta þá ef annað þeirra andast þrátt fyrir skýran vilja þeirra um að það verði gert. Þetta fyrirkomulag núgildandi laga er alltof stíft og sársaukafullt og þjónar engum tilgangi ef skýr vilji tveggja fullorðinna einstaklinga liggur fyrir. Þessu verður að breyta. Fósturvísar dýrmætari en gull Annað atriði sem vert er að nefna er að í frumvarpinu er gefin heimild fyrir því að gefa fullbúinn fósturvísi, þó ekki í ábataskyni. Það afdráttarlausa bann núgildandi laga er mér óskiljanlegt þar sem heimilt er að gefa bæði sæði og egg, en óheimilt er að gefa fósturvísi úr sama eggi og sama sæði. Blessunarlega eru það ekki margir sem eru í þeirri stöðu að geta hvorki notað egg sín eða sæði af einhverjum ástæðum en í þeim aðstæðum er fyrir þá einstaklinga dýrmætara en gull að geta þegið fullbúinn fósturvísi að gjöf. Að auki er í frumvarpinu það frelsisskref að sambúð eða hjúskapur verði ekki lengur skilyrði fyrir því að einstaklingar geti staðið saman að tæknifrjóvgun. Þess í stað skal byggt á upplýstu, skriflegu og vottuðu samþykki beggja einstaklinga. Lög eiga að vera fyrir fólk Frumvarpið miðar einfaldlega að því að fullorðnu fólki skuli treyst til að haga fjölskyldulífi sínu eins og það vill. Lög og reglur eru fyrir fólk og löggjafinn á ekki að vera hræddur við að endurskoða þær í takt við tímann og auka tækifæri fólks til að búa til fjölskyldu. Það var góð upplifun að mæla fyrir þessu mikilvæga máli í þingsal. Fyrir utan að fulltrúar frá öllum flokkum sem starfa á Alþingi vildu vera með mér á málinu voru viðbrögð þeirra sem tóku til máls í þingsal undantekningarlaust styðjandi við málið. Það ber því vonandi með sér að það eigi möguleika á að verða að lögum sem fyrst því fyrir það fólk sem er í vandræðum vegna stífra reglna núgildandi laga munu þessar breytingar skipta öllu heimsins máli. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun