Bjarki „grýtti“ dóttur sinni í djúpu laugina í ungverskum skóla Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2022 14:00 Bjarki Már Elísson er byrjaður að raða inn mörkum fyrir Veszprém eins og hann hefur gert fyrir íslenska landsliðið og Lemgo síðustu ár. EPA/Tamas Kovacs „Það er biluð pressa hérna en þegar það gengur vel er allt æðislegt. Við höfum ekki tapað leik síðan að ég kom en þeir tala um það að það fari allt til fjandans ef við töpum einum leik eða gerum jafntefli,“ segir Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, eftir fyrstu mánuðina sem leikmaður ungverska stórveldisins Veszprém. Bjarki er í viðtali í nýjasta hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar sem hægt er að hlusta á hér að neðan. Bjarki og fjölskylda hans eru að læra á lífið í Ungverjalandi eftir að hafa flutt þangað í lok júlí, og eru búin að koma sér vel fyrir núna eftir að Bjarki þurfti að stinga af með liðsfélögunum til að undirbúa sig fyrir keppnistímabilið. „Ég byrjaði á að fara í burtu í níu daga og skilja fjölskylduna eina eftir. Við vanmátum það aðeins. En við erum búin að koma okkur ágætlega fyrir og erum bara sátt það sem af er,“ segir Bjarki en álagið hefur kannski mest verið á unga dóttur hans sem þarf að vera fljót að læra ungverskuna. „Eftir fyrsta daginn ræddum við alveg hvort að þær færu bara heim“ „Við erum búin að koma okkur vel fyrir í bænum og dóttir mín er komin í ungverskan skóla, reyndar með áherslu á þýsku. Við grýttum henni algjörlega út í djúpu laugina og hún er að standa sig frábærlega. Það er lyginni líkast hvað það gengur vel. Ef að börnin eru sátt þá auðveldar það manni lífið. Við erum mjög ánægð, alla vega hingað til. Það hjálpar henni að hún er fædd og uppalin í Þýskalandi og kennarinn er þýskur. Þetta er svona þýsk „grúppa“ og þau læra þýsku einu sinni á dag. En þetta eru ótrúlega erfiðar aðstæður og eftir fyrsta daginn ræddum við alveg hvort að þær [mæðgurnar] færu bara heim [til Íslands], ef þetta gengi illa. En þetta hefur gengið frábærlega. Það er ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Bjarki. Örugglega engu breytt þó að Aron hefði sagt að allt væri ömurlegt Bjarki kom til Veszprém eftir að hafa verið algjör lykilmaður hjá Lemgo og meðal markahæstu manna í þýsku 1. deildinni síðustu ár, og markakóngur árið 2020. „Ég ætlaði mér að komast í einhvern svona klúbb. Þetta var stefnan. Mig langaði að breyta til frá Þýskalandi og komast í stærri klúbb en Lemgo, og spila í Meistaradeildinni og svona. Ég gat valið um nokkur lið svipuð Lemgo í Þýskalandi, eða verið þar áfram, en þetta blessaðist,“ segir Bjarki sem fetar í fótspor félaga síns Arons Pálmarssonar með því að spila fyrir Veszprém: „Ég talaði aðeins við hann. Ég held að þjálfarinn hjá Veszprém hafi líka hringt í hann og spurt út í mig. Aron bar Veszprém söguna vel og talaði mjög vel um allt í kringum klúbbinn. Það sannfærði mig enn frekar en það hefði örugglega samt engu breytt þó að hann hefði sagt að allt væri ömurlegt hérna,“ segir Bjarki léttur. Handbolti Landslið karla í handbolta Ungverski handboltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Sjá meira
Bjarki er í viðtali í nýjasta hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar sem hægt er að hlusta á hér að neðan. Bjarki og fjölskylda hans eru að læra á lífið í Ungverjalandi eftir að hafa flutt þangað í lok júlí, og eru búin að koma sér vel fyrir núna eftir að Bjarki þurfti að stinga af með liðsfélögunum til að undirbúa sig fyrir keppnistímabilið. „Ég byrjaði á að fara í burtu í níu daga og skilja fjölskylduna eina eftir. Við vanmátum það aðeins. En við erum búin að koma okkur ágætlega fyrir og erum bara sátt það sem af er,“ segir Bjarki en álagið hefur kannski mest verið á unga dóttur hans sem þarf að vera fljót að læra ungverskuna. „Eftir fyrsta daginn ræddum við alveg hvort að þær færu bara heim“ „Við erum búin að koma okkur vel fyrir í bænum og dóttir mín er komin í ungverskan skóla, reyndar með áherslu á þýsku. Við grýttum henni algjörlega út í djúpu laugina og hún er að standa sig frábærlega. Það er lyginni líkast hvað það gengur vel. Ef að börnin eru sátt þá auðveldar það manni lífið. Við erum mjög ánægð, alla vega hingað til. Það hjálpar henni að hún er fædd og uppalin í Þýskalandi og kennarinn er þýskur. Þetta er svona þýsk „grúppa“ og þau læra þýsku einu sinni á dag. En þetta eru ótrúlega erfiðar aðstæður og eftir fyrsta daginn ræddum við alveg hvort að þær [mæðgurnar] færu bara heim [til Íslands], ef þetta gengi illa. En þetta hefur gengið frábærlega. Það er ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Bjarki. Örugglega engu breytt þó að Aron hefði sagt að allt væri ömurlegt Bjarki kom til Veszprém eftir að hafa verið algjör lykilmaður hjá Lemgo og meðal markahæstu manna í þýsku 1. deildinni síðustu ár, og markakóngur árið 2020. „Ég ætlaði mér að komast í einhvern svona klúbb. Þetta var stefnan. Mig langaði að breyta til frá Þýskalandi og komast í stærri klúbb en Lemgo, og spila í Meistaradeildinni og svona. Ég gat valið um nokkur lið svipuð Lemgo í Þýskalandi, eða verið þar áfram, en þetta blessaðist,“ segir Bjarki sem fetar í fótspor félaga síns Arons Pálmarssonar með því að spila fyrir Veszprém: „Ég talaði aðeins við hann. Ég held að þjálfarinn hjá Veszprém hafi líka hringt í hann og spurt út í mig. Aron bar Veszprém söguna vel og talaði mjög vel um allt í kringum klúbbinn. Það sannfærði mig enn frekar en það hefði örugglega samt engu breytt þó að hann hefði sagt að allt væri ömurlegt hérna,“ segir Bjarki léttur.
Handbolti Landslið karla í handbolta Ungverski handboltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Sjá meira