Bjarki „grýtti“ dóttur sinni í djúpu laugina í ungverskum skóla Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2022 14:00 Bjarki Már Elísson er byrjaður að raða inn mörkum fyrir Veszprém eins og hann hefur gert fyrir íslenska landsliðið og Lemgo síðustu ár. EPA/Tamas Kovacs „Það er biluð pressa hérna en þegar það gengur vel er allt æðislegt. Við höfum ekki tapað leik síðan að ég kom en þeir tala um það að það fari allt til fjandans ef við töpum einum leik eða gerum jafntefli,“ segir Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, eftir fyrstu mánuðina sem leikmaður ungverska stórveldisins Veszprém. Bjarki er í viðtali í nýjasta hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar sem hægt er að hlusta á hér að neðan. Bjarki og fjölskylda hans eru að læra á lífið í Ungverjalandi eftir að hafa flutt þangað í lok júlí, og eru búin að koma sér vel fyrir núna eftir að Bjarki þurfti að stinga af með liðsfélögunum til að undirbúa sig fyrir keppnistímabilið. „Ég byrjaði á að fara í burtu í níu daga og skilja fjölskylduna eina eftir. Við vanmátum það aðeins. En við erum búin að koma okkur ágætlega fyrir og erum bara sátt það sem af er,“ segir Bjarki en álagið hefur kannski mest verið á unga dóttur hans sem þarf að vera fljót að læra ungverskuna. „Eftir fyrsta daginn ræddum við alveg hvort að þær færu bara heim“ „Við erum búin að koma okkur vel fyrir í bænum og dóttir mín er komin í ungverskan skóla, reyndar með áherslu á þýsku. Við grýttum henni algjörlega út í djúpu laugina og hún er að standa sig frábærlega. Það er lyginni líkast hvað það gengur vel. Ef að börnin eru sátt þá auðveldar það manni lífið. Við erum mjög ánægð, alla vega hingað til. Það hjálpar henni að hún er fædd og uppalin í Þýskalandi og kennarinn er þýskur. Þetta er svona þýsk „grúppa“ og þau læra þýsku einu sinni á dag. En þetta eru ótrúlega erfiðar aðstæður og eftir fyrsta daginn ræddum við alveg hvort að þær [mæðgurnar] færu bara heim [til Íslands], ef þetta gengi illa. En þetta hefur gengið frábærlega. Það er ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Bjarki. Örugglega engu breytt þó að Aron hefði sagt að allt væri ömurlegt Bjarki kom til Veszprém eftir að hafa verið algjör lykilmaður hjá Lemgo og meðal markahæstu manna í þýsku 1. deildinni síðustu ár, og markakóngur árið 2020. „Ég ætlaði mér að komast í einhvern svona klúbb. Þetta var stefnan. Mig langaði að breyta til frá Þýskalandi og komast í stærri klúbb en Lemgo, og spila í Meistaradeildinni og svona. Ég gat valið um nokkur lið svipuð Lemgo í Þýskalandi, eða verið þar áfram, en þetta blessaðist,“ segir Bjarki sem fetar í fótspor félaga síns Arons Pálmarssonar með því að spila fyrir Veszprém: „Ég talaði aðeins við hann. Ég held að þjálfarinn hjá Veszprém hafi líka hringt í hann og spurt út í mig. Aron bar Veszprém söguna vel og talaði mjög vel um allt í kringum klúbbinn. Það sannfærði mig enn frekar en það hefði örugglega samt engu breytt þó að hann hefði sagt að allt væri ömurlegt hérna,“ segir Bjarki léttur. Handbolti Landslið karla í handbolta Ungverski handboltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira
Bjarki er í viðtali í nýjasta hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar sem hægt er að hlusta á hér að neðan. Bjarki og fjölskylda hans eru að læra á lífið í Ungverjalandi eftir að hafa flutt þangað í lok júlí, og eru búin að koma sér vel fyrir núna eftir að Bjarki þurfti að stinga af með liðsfélögunum til að undirbúa sig fyrir keppnistímabilið. „Ég byrjaði á að fara í burtu í níu daga og skilja fjölskylduna eina eftir. Við vanmátum það aðeins. En við erum búin að koma okkur ágætlega fyrir og erum bara sátt það sem af er,“ segir Bjarki en álagið hefur kannski mest verið á unga dóttur hans sem þarf að vera fljót að læra ungverskuna. „Eftir fyrsta daginn ræddum við alveg hvort að þær færu bara heim“ „Við erum búin að koma okkur vel fyrir í bænum og dóttir mín er komin í ungverskan skóla, reyndar með áherslu á þýsku. Við grýttum henni algjörlega út í djúpu laugina og hún er að standa sig frábærlega. Það er lyginni líkast hvað það gengur vel. Ef að börnin eru sátt þá auðveldar það manni lífið. Við erum mjög ánægð, alla vega hingað til. Það hjálpar henni að hún er fædd og uppalin í Þýskalandi og kennarinn er þýskur. Þetta er svona þýsk „grúppa“ og þau læra þýsku einu sinni á dag. En þetta eru ótrúlega erfiðar aðstæður og eftir fyrsta daginn ræddum við alveg hvort að þær [mæðgurnar] færu bara heim [til Íslands], ef þetta gengi illa. En þetta hefur gengið frábærlega. Það er ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Bjarki. Örugglega engu breytt þó að Aron hefði sagt að allt væri ömurlegt Bjarki kom til Veszprém eftir að hafa verið algjör lykilmaður hjá Lemgo og meðal markahæstu manna í þýsku 1. deildinni síðustu ár, og markakóngur árið 2020. „Ég ætlaði mér að komast í einhvern svona klúbb. Þetta var stefnan. Mig langaði að breyta til frá Þýskalandi og komast í stærri klúbb en Lemgo, og spila í Meistaradeildinni og svona. Ég gat valið um nokkur lið svipuð Lemgo í Þýskalandi, eða verið þar áfram, en þetta blessaðist,“ segir Bjarki sem fetar í fótspor félaga síns Arons Pálmarssonar með því að spila fyrir Veszprém: „Ég talaði aðeins við hann. Ég held að þjálfarinn hjá Veszprém hafi líka hringt í hann og spurt út í mig. Aron bar Veszprém söguna vel og talaði mjög vel um allt í kringum klúbbinn. Það sannfærði mig enn frekar en það hefði örugglega samt engu breytt þó að hann hefði sagt að allt væri ömurlegt hérna,“ segir Bjarki léttur.
Handbolti Landslið karla í handbolta Ungverski handboltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira