Í kjölfar #metoo Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 29. september 2022 10:30 Margt hefur áunnist á síðustu árum í málefnum tengdum kynferðislegu og kynbundu ofbeldi. Umræðan hefur opnast til muna, ekki hvað síst í tengslum við #metoo byltinguna og hefur aukist jafnt á opinberum sem öðrum vettvangi. Það hefur einnig leitt til þess að fleiri leita sér aðstoðar en áður, sem er mjög jákvæð þróun Vitað er að þær samfélagslegu aðstæður sem skapast í stríði, hamförum eða efnahagsþrengingum auka á tíðni kynbundins ofbeldis. Þá skapast líka þær aðstæður að aðgengi að heilbrigðiskerfi og ýmiss konar nauðsynlegri þjónustu skerðist. Íslensk stjórnvöld brugðust hratt og vel við þegar kórónuveirufaraldur geisaði hér og í nýútkominni skýrslu UN Women og Þróunarsamvinnustofnunar Sameinuðu Þjóðanna um viðbragðsáætlanir ríkja heimsins við COVID-19 faraldrinum er sérstaklega fjallað um hversu vel til tókst með úrræði íslenskra stjórnvalda fyrir þolendur kynbundins ofbeldis. Meðal aðgerða sem ráðist var í var að auka fjármagn til frjálsra félagasamtaka og stofnana sem halda úti þjónustu fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Ný rannsókn Háskóla Íslands á kynferðislegri áreitni í garð kvenna sem er einstök á heimsvísu sýnir að 30 prósent kvenna hafa upplifað kynferðislegt ofbeldi eða áreiti á vinnustað sínum. Af þeim voru konur í störfum fyrir hið opinbera, hinsegin konur og konur í vaktavinnu líklegastar til að verða fyrir ofbeldi eða áreiti. Í nýútkominni skýrslu lögreglu um fjölda kynferðisbrota á fyrstu sex mánuðum ársins kemur fram að nauðgunum hafi fjölgað um 28 prósent frá því á síðasta ári. Þó svo að stjórnvöld séu meðvituð um að sofna ekki á verðinum í þessum málaflokki og leggja sig fram svo eftir er tekið, er ljóst að betur má ef duga skal. Þetta eru algerlega óviðundandi niðurstöður. Ég ætla að leyfa mér að vona að skýringin á þessari aukningu sé að vegna umræðu og aðgerða stjórnvalda leiti fleiri til lögreglu og kæri nauðganir og önnur kynferðisbrot – en ekki að brotunum sé að fjölga. Þegar öllu er á botninn hvolft er eina leiðin til að uppræta kynferðislegt ofbeldi og áreitni að ofbeldismenn breyti hegðun sinni. Það hljótum við öll að vera sammála um. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir MeToo Kynferðisofbeldi Vinstri græn Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Margt hefur áunnist á síðustu árum í málefnum tengdum kynferðislegu og kynbundu ofbeldi. Umræðan hefur opnast til muna, ekki hvað síst í tengslum við #metoo byltinguna og hefur aukist jafnt á opinberum sem öðrum vettvangi. Það hefur einnig leitt til þess að fleiri leita sér aðstoðar en áður, sem er mjög jákvæð þróun Vitað er að þær samfélagslegu aðstæður sem skapast í stríði, hamförum eða efnahagsþrengingum auka á tíðni kynbundins ofbeldis. Þá skapast líka þær aðstæður að aðgengi að heilbrigðiskerfi og ýmiss konar nauðsynlegri þjónustu skerðist. Íslensk stjórnvöld brugðust hratt og vel við þegar kórónuveirufaraldur geisaði hér og í nýútkominni skýrslu UN Women og Þróunarsamvinnustofnunar Sameinuðu Þjóðanna um viðbragðsáætlanir ríkja heimsins við COVID-19 faraldrinum er sérstaklega fjallað um hversu vel til tókst með úrræði íslenskra stjórnvalda fyrir þolendur kynbundins ofbeldis. Meðal aðgerða sem ráðist var í var að auka fjármagn til frjálsra félagasamtaka og stofnana sem halda úti þjónustu fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Ný rannsókn Háskóla Íslands á kynferðislegri áreitni í garð kvenna sem er einstök á heimsvísu sýnir að 30 prósent kvenna hafa upplifað kynferðislegt ofbeldi eða áreiti á vinnustað sínum. Af þeim voru konur í störfum fyrir hið opinbera, hinsegin konur og konur í vaktavinnu líklegastar til að verða fyrir ofbeldi eða áreiti. Í nýútkominni skýrslu lögreglu um fjölda kynferðisbrota á fyrstu sex mánuðum ársins kemur fram að nauðgunum hafi fjölgað um 28 prósent frá því á síðasta ári. Þó svo að stjórnvöld séu meðvituð um að sofna ekki á verðinum í þessum málaflokki og leggja sig fram svo eftir er tekið, er ljóst að betur má ef duga skal. Þetta eru algerlega óviðundandi niðurstöður. Ég ætla að leyfa mér að vona að skýringin á þessari aukningu sé að vegna umræðu og aðgerða stjórnvalda leiti fleiri til lögreglu og kæri nauðganir og önnur kynferðisbrot – en ekki að brotunum sé að fjölga. Þegar öllu er á botninn hvolft er eina leiðin til að uppræta kynferðislegt ofbeldi og áreitni að ofbeldismenn breyti hegðun sinni. Það hljótum við öll að vera sammála um. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun