„Falskt öryggi“ fyrir íbúa á Hofsósi og í Varmahlíð Atli Ísleifsson skrifar 4. október 2022 08:42 Slökkviliðsbíll Brunavarna Skagafjarðar sem staðsettur er á Sauðárkróki. Brunavarnir Skagafjarðar Mjög erfiðlega hefur gengið að manna útstöð Brunavarna Skagafjarðar á Hofsósi og er stöðin nær óstarfhæf og gefur falskt öryggi fyrir íbúa á svæðinu. Þetta kemur fram í bókun byggðarráðs Skagafjarðar, en Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri mætti á fund ráðsins í síðustu viku til að ræða framtíð og skipulag slökkviliðsmála í umdæminu. Fram kom að mjög erfiðlega hafi gengið að manna útstöð slökkviliðsins á Hofsósi undanfarin ár svo ásættanlegt sé, með tilliti til viðbragðs og þjónustu sem slík mönnun krefst. Búið sé að auglýsa ítrekað eftir mannskap án árangurs og sé svo komið að útkallseiningin er nær óstarfhæf og gefur falskt öryggi fyrir íbúa á þjónustusvæðinu. Þó kemur fram að slökkviliðsbíllinn á Hofsósi sé í góðu lagi. Ónýtur slökkviliðsbíll í Varmahlíð Hið sama sé þó ekki uppi á teningnum í Varmahlíð. Þar sé slökkviliðsbíllinn ónýtur og megi því segja að báðar útfallseiningarnar – á Hofsósi og í Varmahlíð – séu óstarfhæfar í dag. Fjarlægðin milli Hofsóss og Sauðárkróks, þar sem næstu starfhæfu slökkviliðsstöð sé að finna, er um 36 kílómetrar, en milli Varmahlíðar og Sauðárkróks um 25 kílómetrar. Frá Varmahlíð í Sveitarfélaginu Skagafirði.Vísir/Vilhelm Bíllinn fluttur í Varmahlíð? Byggðarráð veltir því upp hvort rétt sé að flytja slökkviliðsbílinn á Hofsósi til Varmahlíðar, eða þá kaupa nýjan bíl. Til að það gerist verði þó að tryggja að mönnun verði á Hofsósi. Í bókun byggðarráðs Skagafjarðar segir að ráðið hafi áhyggjur af stöðu mála og feli sveitarstjóranum Sigfúsi Inga Sigfússyni og Svavari Atla slökkviliðsstjóra að vinna að tillögu í málinu. Skagafjörður Slökkvilið Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þetta kemur fram í bókun byggðarráðs Skagafjarðar, en Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri mætti á fund ráðsins í síðustu viku til að ræða framtíð og skipulag slökkviliðsmála í umdæminu. Fram kom að mjög erfiðlega hafi gengið að manna útstöð slökkviliðsins á Hofsósi undanfarin ár svo ásættanlegt sé, með tilliti til viðbragðs og þjónustu sem slík mönnun krefst. Búið sé að auglýsa ítrekað eftir mannskap án árangurs og sé svo komið að útkallseiningin er nær óstarfhæf og gefur falskt öryggi fyrir íbúa á þjónustusvæðinu. Þó kemur fram að slökkviliðsbíllinn á Hofsósi sé í góðu lagi. Ónýtur slökkviliðsbíll í Varmahlíð Hið sama sé þó ekki uppi á teningnum í Varmahlíð. Þar sé slökkviliðsbíllinn ónýtur og megi því segja að báðar útfallseiningarnar – á Hofsósi og í Varmahlíð – séu óstarfhæfar í dag. Fjarlægðin milli Hofsóss og Sauðárkróks, þar sem næstu starfhæfu slökkviliðsstöð sé að finna, er um 36 kílómetrar, en milli Varmahlíðar og Sauðárkróks um 25 kílómetrar. Frá Varmahlíð í Sveitarfélaginu Skagafirði.Vísir/Vilhelm Bíllinn fluttur í Varmahlíð? Byggðarráð veltir því upp hvort rétt sé að flytja slökkviliðsbílinn á Hofsósi til Varmahlíðar, eða þá kaupa nýjan bíl. Til að það gerist verði þó að tryggja að mönnun verði á Hofsósi. Í bókun byggðarráðs Skagafjarðar segir að ráðið hafi áhyggjur af stöðu mála og feli sveitarstjóranum Sigfúsi Inga Sigfússyni og Svavari Atla slökkviliðsstjóra að vinna að tillögu í málinu.
Skagafjörður Slökkvilið Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira