Nýr sendiherra Bandaríkjanna afhenti forseta trúnaðarbréf Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2022 10:37 Bandarísku sendiherrahjónin með forsetahjónunum á Bessastöðum í gær. Frá vinstri: James V. Derrick yngri, Carrin Patman, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid. Skrifstofa forseta Íslands/Gunnar Vigfússon Carrin Patman, nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, afhenti Guðna Th. Jóhannessyni forseta trúnaðarbréf í gær. Sendiherralaust hefur verið frá því að umdeildur forveri Patman lét af embættinu í janúar í fyrra. Bandaríska sendiráðið birti mynd af Patman og eiginmanni hennar, James V. Derrick yngri, á Bessastöðum með forsetanum og Elizu Reid forsetafrú á Twitter-reikningi sínum í gær. New U.S. Ambassador to IcelandToday, Ambassador Carrin Patman presented her credentials to the President of Iceland, Guðni Th. Jóhannesson, becoming the new U.S. Ambassador to Iceland. @PresidentISL @elizajreid pic.twitter.com/VabZGNipdk— U.S. Embassy Iceland (@usembreykjavik) October 6, 2022 Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti tilnefningu Joes Biden Bandaríkjaforseta á Patman í ágúst. Hún er lögfræðingur að mennt og var meðal annars stjórnarformaður almenningssamgangna í Texas. Þá hefur hún verið áberandi í réttindabaráttu kvenna í ríkinu. Patman tók þátt í kosningabaráttu Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrataflokksins, fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og Bidens árið 2020. Algengt er að bandarískir forsetar tilnefni pólitíska stuðningsmenn og bakhjarla í sendiherrastöður. Eiginmaður sendiherrans var áður varaforseti og aðallögfræðingur Enron sem var eitt sinn stærsta orkufyrirtæki Bandaríkjanna. Gjaldþrot þess þegar upp komst um stórfellt bókhaldsmisferli árið 2001 var það stærsta í sögu Bandaríkjanna. Derrick bar meðal annars vitni þegar stjórnendur fyrirtækisins voru sóttir til saka. Hún tekur við embætti sendiherra á Íslandi af Jeffrey Ross Gunter, húðlækni frá Kaliforníu sem var skipaður af Donald Trump. Sendiherratíð Gunters var stormasöm. Starfsmenn sendiráðsins voru sagðir óttast hann og samskipti Íslands og Bandaríkjanna hríðsversnað vegna hans í skýrslu sem innra eftirlit bandaríska utanríkisráðuneytisins gerði. Hópur Bandaríkjamanna á Íslandi safnaði um tíma undirskriftum til að koma Gunter úr embætti. Gunter lét af embættinu í janúar í fyrra þegar Biden tók við embætti forseta af Trump. Bandaríkin Utanríkismál Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Patman nýr sendiherra á Íslandi Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi tillögu Joes Biden um að skipa Carrin F. Patman í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. 8. ágúst 2022 06:49 Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55 Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Bandaríska sendiráðið birti mynd af Patman og eiginmanni hennar, James V. Derrick yngri, á Bessastöðum með forsetanum og Elizu Reid forsetafrú á Twitter-reikningi sínum í gær. New U.S. Ambassador to IcelandToday, Ambassador Carrin Patman presented her credentials to the President of Iceland, Guðni Th. Jóhannesson, becoming the new U.S. Ambassador to Iceland. @PresidentISL @elizajreid pic.twitter.com/VabZGNipdk— U.S. Embassy Iceland (@usembreykjavik) October 6, 2022 Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti tilnefningu Joes Biden Bandaríkjaforseta á Patman í ágúst. Hún er lögfræðingur að mennt og var meðal annars stjórnarformaður almenningssamgangna í Texas. Þá hefur hún verið áberandi í réttindabaráttu kvenna í ríkinu. Patman tók þátt í kosningabaráttu Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrataflokksins, fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og Bidens árið 2020. Algengt er að bandarískir forsetar tilnefni pólitíska stuðningsmenn og bakhjarla í sendiherrastöður. Eiginmaður sendiherrans var áður varaforseti og aðallögfræðingur Enron sem var eitt sinn stærsta orkufyrirtæki Bandaríkjanna. Gjaldþrot þess þegar upp komst um stórfellt bókhaldsmisferli árið 2001 var það stærsta í sögu Bandaríkjanna. Derrick bar meðal annars vitni þegar stjórnendur fyrirtækisins voru sóttir til saka. Hún tekur við embætti sendiherra á Íslandi af Jeffrey Ross Gunter, húðlækni frá Kaliforníu sem var skipaður af Donald Trump. Sendiherratíð Gunters var stormasöm. Starfsmenn sendiráðsins voru sagðir óttast hann og samskipti Íslands og Bandaríkjanna hríðsversnað vegna hans í skýrslu sem innra eftirlit bandaríska utanríkisráðuneytisins gerði. Hópur Bandaríkjamanna á Íslandi safnaði um tíma undirskriftum til að koma Gunter úr embætti. Gunter lét af embættinu í janúar í fyrra þegar Biden tók við embætti forseta af Trump.
Bandaríkin Utanríkismál Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Patman nýr sendiherra á Íslandi Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi tillögu Joes Biden um að skipa Carrin F. Patman í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. 8. ágúst 2022 06:49 Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55 Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Patman nýr sendiherra á Íslandi Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi tillögu Joes Biden um að skipa Carrin F. Patman í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. 8. ágúst 2022 06:49
Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55
Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46