Fær ekki krónu eftir árekstur við kanínu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2022 18:08 Kanínur og hjólreiðar fara ekki endilega vel saman. Getty Hjólreiðamaðurinn Hlöðver Bernharður Jökulsson hafði ekki erindi sem erfiði er hann reyndi að sækja bætur úr ábyrgðatryggingu Reykjavíkurborgar vegna slyss sem varð er Hlöðver hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum og slasaðist nokkuð. Óhappatilvik var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Hlöðver ræddi slysið í Fréttablaðinu árið 2016 þar sem hann lýsti atvikinu og afleiðingum þess. Þar sagðist hann hafa verið að hjóla til vinnu einn föstudagsmorgun. Leið hans lá um Elliðaárdalinn. Þar hjólaði hann á kanínu sem var á stígnum. „Þetta gerist allt svo snöggt og ég man bara að ég skell á trénu og hendist aftur á bak og svo bara dofna ljósin hægt og rólega af því að ég næ ekki andanum,“ sagði Hlöðver í viðtali við Fréttablaðið. Hann sat uppi með brotin rifbein, samfallið lunga og sprungu á herðablaðinu. Í viðtalinu sagði Hlöðver að hann teldi að Reykjavíkurborg þyrfti að grípa til aðgerða vegna mikils fjölda kanína á svæðinu. Höfðaði hann einnig dómsmál í fyrra til að sækja skaðabætur úr ábyrgðatryggingu Reykjavíkurborgar vegna slyssins. Dómur í málinu var kveðinn upp í byrjun síðasta mánaðar. Taldi borgina bera ábyrgð Í stuttu máli taldi Hlöðver að Reykjavíkurborg bæri ábyrgð á því líkamastjóni sem hann varð fyrir vegna slyssins. Aðstæður á hjólastígnum hafi verið óviðunandi, afar slæm lýsing hafi verið á stígnum auk þess sem að rekja mætti slysið til þess að kanína hljóp í veg fyrir Hlöðver. Elliðaárdalur.Vísir/Vilhelm Borgaryfirvöld hafi í mörg ár verið meðvituð um kanínufaraldur á svæðinu, en ekki aðhafst fyrr en eftir slysið og fjölmiðlaumfjöllun í kjölfar þess. Töldu ósannað að kanína hafi valdið slysinu Sjóvá-Almennar, tryggingafélag Reykjavíkurborgar, hafnaði skaðabótaskyldu í málinu. Í fyrsta lagi væri ósannað að kanína hafi valdið slysinu auk þess sem að svo væri gæti borgin ekki veri ábyrg fyrir hegðun villtra dýra. Þá væri einnig ósannað að léleg lýsing hafi átt þátt í slysinu. Um óhappatilvik hafi verið að ræða í skilningi skaðabótaréttar, þar sem fram komi að enginn beri skaðabótaábyrgð á slíkum tlvikum. Erfitt fyrir borgina að koma í veg fyrir að villt dýr noti göngu- og hjólreiðastíga Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að málsaðilar og dómarar hafi farið í vettvangsskoðun á slysstað. Þar kemur fram að samkvæmt henni, og gögnum málsins, verði ekki séð að sérstök hætta hafi verið að slys verði á svæðinu vegna skorts á lýsingu. Kanína í Elliðaárdal.Vísir/Vilhelm Varðandi kanínur á svæðinu segir að ljóst sé að Reykjavíkurborg hafi verið meðvituð um að kanínu héldu til á svæðinu og gætu valdið truflunum fyrir hjólreiðamenn. Horfa þyrfti þó til þess að um villt dýr væri að ræða. Ekki væri séð að einfalt hafi verið fyrir borgina að grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir að kanínur eigi leið um göngu- og hjólreiðastíga borgarinnar. Því sé ekki hægt að draga borgina til ábyrgðar vegna hegðunar kanínunnar. Taldi dómurinn því að ekki væri hægt að rekja slysið til atvika sem Reykjavíkurborg bæri ábyrgð á, heldur væri um að ræða óhappatilvik. Var því tryggingarfélagið sýknað af kröfu Hlöðvers. Hjólreiðar Dýr Dómsmál Reykjavík Tryggingar Tengdar fréttir Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Hlöðver Jökulsson slasaðist illa eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og bein brotnuðu. Hann brýnir borgina til verka gegn fjölgun kanína sem hann segir að viss um að hafa valdið fleri slysum. 11. október 2016 06:00 Hjólamaðurinn átti að passa sig á kanínunni segja dýravinir Formaður Dýraverndarsambands Íslands segir hjólamanninn bera fulla ábyrgð á árekstrinum við kanínuna. 11. október 2016 16:00 Kanínuplága í borginni: Skotvopn yrðu notuð í fækkunaraðgerðum Mælt er með umfangsmiklum fækkunaraðgerðum gegn kanínum á höfuðborgarsvæðinu og ef til kemur verður notast við skotvopn. Ítrekað hefur legið við slysum í umferðinni vegna kanína. 2. febrúar 2014 18:56 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Hlöðver ræddi slysið í Fréttablaðinu árið 2016 þar sem hann lýsti atvikinu og afleiðingum þess. Þar sagðist hann hafa verið að hjóla til vinnu einn föstudagsmorgun. Leið hans lá um Elliðaárdalinn. Þar hjólaði hann á kanínu sem var á stígnum. „Þetta gerist allt svo snöggt og ég man bara að ég skell á trénu og hendist aftur á bak og svo bara dofna ljósin hægt og rólega af því að ég næ ekki andanum,“ sagði Hlöðver í viðtali við Fréttablaðið. Hann sat uppi með brotin rifbein, samfallið lunga og sprungu á herðablaðinu. Í viðtalinu sagði Hlöðver að hann teldi að Reykjavíkurborg þyrfti að grípa til aðgerða vegna mikils fjölda kanína á svæðinu. Höfðaði hann einnig dómsmál í fyrra til að sækja skaðabætur úr ábyrgðatryggingu Reykjavíkurborgar vegna slyssins. Dómur í málinu var kveðinn upp í byrjun síðasta mánaðar. Taldi borgina bera ábyrgð Í stuttu máli taldi Hlöðver að Reykjavíkurborg bæri ábyrgð á því líkamastjóni sem hann varð fyrir vegna slyssins. Aðstæður á hjólastígnum hafi verið óviðunandi, afar slæm lýsing hafi verið á stígnum auk þess sem að rekja mætti slysið til þess að kanína hljóp í veg fyrir Hlöðver. Elliðaárdalur.Vísir/Vilhelm Borgaryfirvöld hafi í mörg ár verið meðvituð um kanínufaraldur á svæðinu, en ekki aðhafst fyrr en eftir slysið og fjölmiðlaumfjöllun í kjölfar þess. Töldu ósannað að kanína hafi valdið slysinu Sjóvá-Almennar, tryggingafélag Reykjavíkurborgar, hafnaði skaðabótaskyldu í málinu. Í fyrsta lagi væri ósannað að kanína hafi valdið slysinu auk þess sem að svo væri gæti borgin ekki veri ábyrg fyrir hegðun villtra dýra. Þá væri einnig ósannað að léleg lýsing hafi átt þátt í slysinu. Um óhappatilvik hafi verið að ræða í skilningi skaðabótaréttar, þar sem fram komi að enginn beri skaðabótaábyrgð á slíkum tlvikum. Erfitt fyrir borgina að koma í veg fyrir að villt dýr noti göngu- og hjólreiðastíga Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að málsaðilar og dómarar hafi farið í vettvangsskoðun á slysstað. Þar kemur fram að samkvæmt henni, og gögnum málsins, verði ekki séð að sérstök hætta hafi verið að slys verði á svæðinu vegna skorts á lýsingu. Kanína í Elliðaárdal.Vísir/Vilhelm Varðandi kanínur á svæðinu segir að ljóst sé að Reykjavíkurborg hafi verið meðvituð um að kanínu héldu til á svæðinu og gætu valdið truflunum fyrir hjólreiðamenn. Horfa þyrfti þó til þess að um villt dýr væri að ræða. Ekki væri séð að einfalt hafi verið fyrir borgina að grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir að kanínur eigi leið um göngu- og hjólreiðastíga borgarinnar. Því sé ekki hægt að draga borgina til ábyrgðar vegna hegðunar kanínunnar. Taldi dómurinn því að ekki væri hægt að rekja slysið til atvika sem Reykjavíkurborg bæri ábyrgð á, heldur væri um að ræða óhappatilvik. Var því tryggingarfélagið sýknað af kröfu Hlöðvers.
Hjólreiðar Dýr Dómsmál Reykjavík Tryggingar Tengdar fréttir Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Hlöðver Jökulsson slasaðist illa eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og bein brotnuðu. Hann brýnir borgina til verka gegn fjölgun kanína sem hann segir að viss um að hafa valdið fleri slysum. 11. október 2016 06:00 Hjólamaðurinn átti að passa sig á kanínunni segja dýravinir Formaður Dýraverndarsambands Íslands segir hjólamanninn bera fulla ábyrgð á árekstrinum við kanínuna. 11. október 2016 16:00 Kanínuplága í borginni: Skotvopn yrðu notuð í fækkunaraðgerðum Mælt er með umfangsmiklum fækkunaraðgerðum gegn kanínum á höfuðborgarsvæðinu og ef til kemur verður notast við skotvopn. Ítrekað hefur legið við slysum í umferðinni vegna kanína. 2. febrúar 2014 18:56 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Hlöðver Jökulsson slasaðist illa eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og bein brotnuðu. Hann brýnir borgina til verka gegn fjölgun kanína sem hann segir að viss um að hafa valdið fleri slysum. 11. október 2016 06:00
Hjólamaðurinn átti að passa sig á kanínunni segja dýravinir Formaður Dýraverndarsambands Íslands segir hjólamanninn bera fulla ábyrgð á árekstrinum við kanínuna. 11. október 2016 16:00
Kanínuplága í borginni: Skotvopn yrðu notuð í fækkunaraðgerðum Mælt er með umfangsmiklum fækkunaraðgerðum gegn kanínum á höfuðborgarsvæðinu og ef til kemur verður notast við skotvopn. Ítrekað hefur legið við slysum í umferðinni vegna kanína. 2. febrúar 2014 18:56