Fótbolti

Svava Rós nálgast norska meistara­titilinn | Berg­lind Rós drap titil­vonir Kristian­stad

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Svava Rós er í lykilhlutverki hjá Brann sem er hársbreidd frá norska meistaratitlinum.
Svava Rós er í lykilhlutverki hjá Brann sem er hársbreidd frá norska meistaratitlinum. Instagram@brannkvinner

Svava Rós Guðmundsdóttir nældi sér í gult spjald þegar Brann vann öruggan 3-0 sigur í úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Sigurinn þýðir að Brann er hársbreidd frá norska meistaratitlinum. Þá skoraði Berglind Rós Ágústsdóttir í 3-2 sigri Örebro á Kristianstad, segja má að tapaði hafi endanlega gert út um vonir Kristianstad að verða sænskur meistari.

Svava Rós lék allan leikinn í fremstu línu Brann er liðið fékk Stabæk í heimsókn í umspilinu um norska meistaratitilinn. Svava Rós var ekki á skotskónum í dag en það kom ekki að sök þar sem heimaliðið skoraði þrjú mörk, tvö í fyrri hálfleik og eitt undir lok leiks.

Lokatölur 3-0 sem þýðir að Brann er með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.

Kristianstad heimsótti Örebro vitandi að liðið yrði að vinna til að halda í vonina um að geta náð toppliði Rosengård. Það voru hins vegar heimakonur sem byrjuðu betur og voru 1-0 yfir í hálfleik. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik skoraði Berglind Rós og staðan orðin 2-0 Örebro í vil. 

Gestirnir náðu að minnka muninn áður en Örebro komst 3-1 yfir. Kristianstad minnkaði muninn undir lok leiks en það dugði ekki til.

Berglind Rós spilaði allan leikinn í liði Örebro en eftir að hún var færð framar á völlinn hefur hún skorað að vild. Twitter@KIFOrebro

Amanda Andradóttir lék allan leikinn í liði Kristianstad og þá kom Emelía Óskarsdóttir inn af bekknum i síðari hálfleik. Elísabet Gunnarsdóttir er svo sem fyrr þjálfari Kristianstad.

Staðan í deildinni er þannig að Kristianstad er nú í 4. sæti með 49 stig þegar þrjár umferðir eru eftir. Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård eru sem fyrr á toppnum með 57 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×