Lærdómur i hversdagsleikanum Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar 20. október 2022 10:31 Nokkrum dögum fyrir afmælisdag sonar míns kíkti maðurinn minn á veðurspána. Spáð var góðu veðri á afmælisdaginn svo við drifum okkur í að senda út boð í grillveislu sem halda átti á fallegu útisvæði í Kópavogi. Á afmælisdaginn settist ég svo undir stýri, feðgarnir voru í góðum fíling, voru að spjalla, enda mikið tilhlökkunarefni að eiga afmæli. Ég var hins vegar frekar utan við mig. Ég setti í bakkgír og steig varlega á bensíngjöfina. Heyrði bílinn öskra á mig „bíb bíb bíb“ en náði ekki að stoppa í tæka tíð og bakkaði á bíl nágranna míns. Viðbragðið mitt var að hugsa: „Bíddu, bíb hljóðið kom svo seint í bílnum að ég náði ekki að stoppa“. Með þessari hugsun var ég að afsala mér ábyrgð. Ég ákvað þó að spyrja feðgana hvort bíb hljóðið hefði komið seint eða hvort þetta hefðu verið sein viðbrögð hjá mér. Þeir svöruðu báðir að ég hefði verið sein að bregðast við. Viðbragð mannsins míns var rólegt: „Þetta getur alltaf komið fyrir“. Viðbragð sonar míns var að verja mig: „Þessi bíll átti ekki að vera þarna . . . hann er svo stór . . . mamma þetta er allt í lagi þetta var ekki þér að kenna“. Þarna var sonur minn að verja mig og vildi koma ábyrgðinni af mér. Ég náði að svara honum rólega: „Veistu, þetta var mér að kenna og það er allt í lagi“. Ég sýndi honum skilning og þakkaði fyrir að hann hafi viljað vernda mig. Sagði honum að þetta voru mín mistök og að ég tæki ábyrgðina. Í framhaldi hringdum við þau símtöl sem við þurftum og héldum svo áfram för okkar í afmælisveisluna. Áþessari stundu tókst mér að grípa kennslustund í hversdagsleikanum. Kennslustundin var mikilvægi þess að taka ábyrgð, þakka fyrir stuðninginn og vera fyrirmynd í því sem við getum. Ég gat ekki breytt því að ég keyrði á en ég gat verið fyrirmynd í því hvernig ég tókst á við það. Þar sem ég hef komið því í vana að skoða tilfinningaviðbrögð mín við aðstæðum, þá varð það til þess að ég náði að bregðast meðvitað við og gat nýtt þessa reynslu sem kennslustund. Þegar ég gaf mér svo tíma til að ígrunda viðbrögð mín og feðganna þá áttaði ég mig betur á því hversu svipuð varnarviðbrögð áttu sér stað hjá okkur mæðginunum. Tekst mér það alltaf? Alls ekki. En með því að skoða samskipti okkar og viðbrögð okkar við þeim aukum við skilning okkar á sjálfum okkur og þeirri sögu sem við komum með í uppeldishlutverkið. Það hjálpar okkur síðan að eiga fleiri augnablik þar sem við náum að grípa okkur í hversdagsleikanum og læra af reynslunni. Hver eru varnarviðbrögð þín og hvað getur þú gert til að vera meðvitaðri um þau? Höfundur er foreldra- og uppeldisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Nokkrum dögum fyrir afmælisdag sonar míns kíkti maðurinn minn á veðurspána. Spáð var góðu veðri á afmælisdaginn svo við drifum okkur í að senda út boð í grillveislu sem halda átti á fallegu útisvæði í Kópavogi. Á afmælisdaginn settist ég svo undir stýri, feðgarnir voru í góðum fíling, voru að spjalla, enda mikið tilhlökkunarefni að eiga afmæli. Ég var hins vegar frekar utan við mig. Ég setti í bakkgír og steig varlega á bensíngjöfina. Heyrði bílinn öskra á mig „bíb bíb bíb“ en náði ekki að stoppa í tæka tíð og bakkaði á bíl nágranna míns. Viðbragðið mitt var að hugsa: „Bíddu, bíb hljóðið kom svo seint í bílnum að ég náði ekki að stoppa“. Með þessari hugsun var ég að afsala mér ábyrgð. Ég ákvað þó að spyrja feðgana hvort bíb hljóðið hefði komið seint eða hvort þetta hefðu verið sein viðbrögð hjá mér. Þeir svöruðu báðir að ég hefði verið sein að bregðast við. Viðbragð mannsins míns var rólegt: „Þetta getur alltaf komið fyrir“. Viðbragð sonar míns var að verja mig: „Þessi bíll átti ekki að vera þarna . . . hann er svo stór . . . mamma þetta er allt í lagi þetta var ekki þér að kenna“. Þarna var sonur minn að verja mig og vildi koma ábyrgðinni af mér. Ég náði að svara honum rólega: „Veistu, þetta var mér að kenna og það er allt í lagi“. Ég sýndi honum skilning og þakkaði fyrir að hann hafi viljað vernda mig. Sagði honum að þetta voru mín mistök og að ég tæki ábyrgðina. Í framhaldi hringdum við þau símtöl sem við þurftum og héldum svo áfram för okkar í afmælisveisluna. Áþessari stundu tókst mér að grípa kennslustund í hversdagsleikanum. Kennslustundin var mikilvægi þess að taka ábyrgð, þakka fyrir stuðninginn og vera fyrirmynd í því sem við getum. Ég gat ekki breytt því að ég keyrði á en ég gat verið fyrirmynd í því hvernig ég tókst á við það. Þar sem ég hef komið því í vana að skoða tilfinningaviðbrögð mín við aðstæðum, þá varð það til þess að ég náði að bregðast meðvitað við og gat nýtt þessa reynslu sem kennslustund. Þegar ég gaf mér svo tíma til að ígrunda viðbrögð mín og feðganna þá áttaði ég mig betur á því hversu svipuð varnarviðbrögð áttu sér stað hjá okkur mæðginunum. Tekst mér það alltaf? Alls ekki. En með því að skoða samskipti okkar og viðbrögð okkar við þeim aukum við skilning okkar á sjálfum okkur og þeirri sögu sem við komum með í uppeldishlutverkið. Það hjálpar okkur síðan að eiga fleiri augnablik þar sem við náum að grípa okkur í hversdagsleikanum og læra af reynslunni. Hver eru varnarviðbrögð þín og hvað getur þú gert til að vera meðvitaðri um þau? Höfundur er foreldra- og uppeldisfræðingur.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun