Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Grindavík 96-87 | Sterkur annar leikhluti skóp sigur Keflvíkinga Árni Jóhannsson skrifar 20. október 2022 22:37 Keflavík vann góðan sigur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Keflavík lagði granna sína úr Grindavík í 3. umferð Subway deildar karla 96-87. Það var virkilega góður annar leikhluti sem skóp sigurinn en vörnin var grimm og sóknin skilvirk. Það skilaði sér í 15 stiga froskoti sem hélt lengst af. Leikurinn var leikinn af hörku lengst af og eftir pínu kulda í sóknarleik liðanna þá komst fínn taktur í leikinn þar sem mikið jafnræði var með liðunum. Jón Axel Guðmundsson skoraði fyrstu sex stig sinna manna en hafði svo hægt um sig þar sem hann var í strangri gæslu lengst af leiknum. Liðin skiptust á körfum og forskotinu en Grindvíkingar áttu sterkann endasprett sem skilaði þeim þriggja stiga forskoti þegar fyrsti leikhluti kláraðist. Staðan 17-20 og jafnvægi á leiknum. Jafnvægið þurrkaðist út í öðrum leikhluta. Keflvíkingar hófu leikhlutann á 13-0 spretti og var staðan allt í einu orðin 30-20 fyrir heimamenn og Grindvíkingar þurftu á leikhléi að halda. Keflvíkingar spiluðu hörkuvarnarleik og áttu Grindvíkingar engin svör við honum og fylgdu Keflvíkingar vel á eftir sóknarlega. Þristunum rigndi og forskotið jókst upp í 17 stig þegar lítið var eftir af hálfleiknum en Grindvíkingar klóruðu í bakkann og minnkuðu muninn í 15 stig þegar gengið var til hálfleiks 51-34 en Keflavík vann leikhlutann 34-16 og var skotnýtingin í kringum 60% í fyrri hálfleiknum. Grindvíkingar komu sterkir út í seinni hálfleik og náðu að klóra í vel í bakkann en varnarleikur Keflvíkinga var enn góður þó sóknin fylgdi ekki jafn vel eftir í þriðja leikhluta. Grindavík fékk nóg af opnum skotum þó og nýttu þau en ekki nógu vel nema til að koma muninum niður í 10 stig þegar þriðja leikhluta var lokið og staðan 64-54. Grindvíkingar héldu áfram að þjarma að heimamönnum og náðu muninum niður í fimm stig um miðjan fjórða leikhluta og hefur mögulega farið um margan Keflvíkinginn. Þá steig Eric Ayala upp í eitt af mörgum skiptum sínum, náði í körfur og heimamenn fylgdu í kjölfarið með góðan varnarleik. Stigið var á bensíngjöfina og muninum komið aftur upp í 15 stig þegar um tvær mínútur voru eftir og sigurinn næsta öruggur. Eins og oft gerist þá náði Grindavík að halda áfram og minnka muninn en komust ekki nær en í níu stig mun 96-87 og þar við sat. Afhverju vann Keflavík? Þeir náðu rosalegum takti í varnarleik sinn og gerðu vel í að nýta sóknir sínar þegar þeir náðu stoppunum. Þeir náðu í 17 stig úr hraðaupphlaupum og 14 stig eftir tapaðann bolta frá Grindavík. Það telur heldur betur í leik sem þessum sem var hart leikinn. Hvað gekk illa? Grindvíkingum gekk illa að finna svör við varnarleik Keflvíkingar. Þeir töpuðu 17 boltum í kvöld en 11 þeirra komu í fyrri hálfleik og flestir í öðrum leikhluta þegar Keflvíkingar náðu í forskotið sitt. Bestir á vellinum? Eric Ayala leiddi sína menn í stigaskori með 28 stig en hann fékk mikla hjálp frá mörgum mönnum en næstur honum var Dominykas Milka með 20 stig. Hjá Grindavík var það Azore semvar stigahæstur með 20 stig og Jón Axel lagði sín lóð á vogaskálarnar með 13 stig. Keflvíkingar eru með breiðan hóp eins og áður hefur komið fram og voru sex leikmenn sem skoruðu meira en 10 stig fyrir þá en fjórir fyrir Grindavík. Hvað næst? Grindavík þarf að passa upp á að tapa ekki þriðja leiknum í röð og þurfa að kljást við ÍR en liðunum var spáð á svipuðum slóðum í deildinni. Keflvíkingar fara í Kópavoginn og fá það erfiða verkefni að hemja Breiðablik í sínum leik en leikurinn verður án efa áhugaverður. Jón Axel: Tapaðir boltar fara með þetta fyrir okkur Jón Axel Guðmundsson sér batamerki á liði Grindvíkinga þrátt fyrir tap í Keflavík.VÍSIR/BÁRA Jón Axel Guðmundsson lék sinn fyrsta leik fyrir Grindavík í kvöld og var spurður að því hvernig honum liði skömmu eftir leik. „Hún er aldrei góð eftir tap náttúrlega en mér fannst við gera vel í dag og sérstaklega sóknarlega. Við skorum 87 stig á Keflavík sem ekki öll lið munu gera en það er dálítið varnarleikurin sem stendur upp úr og tapaðir boltar. Þeir eru mikið að hlaupa upp í hraðaupphlaup og skora auðveld lay up.“ Keflvíkingar reyndu að hafa góðar gætur á Jóni og var hann spurður að því að hvort eitthvað hafi komið honum á óvart við leik heimamanna í kvöld. „Nei í raun og veru ekki. Ég bjóst við að Hjalti væri að fara að tvöfalda mig allan leikinn og ég var bara dálítið að reyna að mata liðið og láta þá eiga góðan leik. Mér fannst við gera það vel lengst af en tapaðir boltar fara með þetta fyrir okkur.“ Hann var spurður út í annan leikhluta sem var ekki góður hjá Grindavík. Hvað gerðist þar? „Ég hef ekki verið að spila mikið með útlendingunum á æfingu, hef meira verið að spila með íslensku ungu strákunum því það var ekki víst hvað ég var að fara að gera. Það þarf aðeins að slípa vélina saman og þetta er bara upp á við héðan í frá.“ Jón var þá spurður að því hvernig hann sæi tímabilið fyrir sér og hvernig honum litist á liðið við fyrstu sýn út á vellinum. „Mér líst bara mjög vel á þetta. Það er kannski öðruvísi að spila með mér heldur en öðrum strákum sem þeir hafa spilað með og það sést t.d. á stóru leikmönnunum. Þeir eru ekki vanir að fá boltann inn í og eru bara hissa að fá boltann og eru ekki að ná að klára eins og þeir geta.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík Körfubolti
Keflavík lagði granna sína úr Grindavík í 3. umferð Subway deildar karla 96-87. Það var virkilega góður annar leikhluti sem skóp sigurinn en vörnin var grimm og sóknin skilvirk. Það skilaði sér í 15 stiga froskoti sem hélt lengst af. Leikurinn var leikinn af hörku lengst af og eftir pínu kulda í sóknarleik liðanna þá komst fínn taktur í leikinn þar sem mikið jafnræði var með liðunum. Jón Axel Guðmundsson skoraði fyrstu sex stig sinna manna en hafði svo hægt um sig þar sem hann var í strangri gæslu lengst af leiknum. Liðin skiptust á körfum og forskotinu en Grindvíkingar áttu sterkann endasprett sem skilaði þeim þriggja stiga forskoti þegar fyrsti leikhluti kláraðist. Staðan 17-20 og jafnvægi á leiknum. Jafnvægið þurrkaðist út í öðrum leikhluta. Keflvíkingar hófu leikhlutann á 13-0 spretti og var staðan allt í einu orðin 30-20 fyrir heimamenn og Grindvíkingar þurftu á leikhléi að halda. Keflvíkingar spiluðu hörkuvarnarleik og áttu Grindvíkingar engin svör við honum og fylgdu Keflvíkingar vel á eftir sóknarlega. Þristunum rigndi og forskotið jókst upp í 17 stig þegar lítið var eftir af hálfleiknum en Grindvíkingar klóruðu í bakkann og minnkuðu muninn í 15 stig þegar gengið var til hálfleiks 51-34 en Keflavík vann leikhlutann 34-16 og var skotnýtingin í kringum 60% í fyrri hálfleiknum. Grindvíkingar komu sterkir út í seinni hálfleik og náðu að klóra í vel í bakkann en varnarleikur Keflvíkinga var enn góður þó sóknin fylgdi ekki jafn vel eftir í þriðja leikhluta. Grindavík fékk nóg af opnum skotum þó og nýttu þau en ekki nógu vel nema til að koma muninum niður í 10 stig þegar þriðja leikhluta var lokið og staðan 64-54. Grindvíkingar héldu áfram að þjarma að heimamönnum og náðu muninum niður í fimm stig um miðjan fjórða leikhluta og hefur mögulega farið um margan Keflvíkinginn. Þá steig Eric Ayala upp í eitt af mörgum skiptum sínum, náði í körfur og heimamenn fylgdu í kjölfarið með góðan varnarleik. Stigið var á bensíngjöfina og muninum komið aftur upp í 15 stig þegar um tvær mínútur voru eftir og sigurinn næsta öruggur. Eins og oft gerist þá náði Grindavík að halda áfram og minnka muninn en komust ekki nær en í níu stig mun 96-87 og þar við sat. Afhverju vann Keflavík? Þeir náðu rosalegum takti í varnarleik sinn og gerðu vel í að nýta sóknir sínar þegar þeir náðu stoppunum. Þeir náðu í 17 stig úr hraðaupphlaupum og 14 stig eftir tapaðann bolta frá Grindavík. Það telur heldur betur í leik sem þessum sem var hart leikinn. Hvað gekk illa? Grindvíkingum gekk illa að finna svör við varnarleik Keflvíkingar. Þeir töpuðu 17 boltum í kvöld en 11 þeirra komu í fyrri hálfleik og flestir í öðrum leikhluta þegar Keflvíkingar náðu í forskotið sitt. Bestir á vellinum? Eric Ayala leiddi sína menn í stigaskori með 28 stig en hann fékk mikla hjálp frá mörgum mönnum en næstur honum var Dominykas Milka með 20 stig. Hjá Grindavík var það Azore semvar stigahæstur með 20 stig og Jón Axel lagði sín lóð á vogaskálarnar með 13 stig. Keflvíkingar eru með breiðan hóp eins og áður hefur komið fram og voru sex leikmenn sem skoruðu meira en 10 stig fyrir þá en fjórir fyrir Grindavík. Hvað næst? Grindavík þarf að passa upp á að tapa ekki þriðja leiknum í röð og þurfa að kljást við ÍR en liðunum var spáð á svipuðum slóðum í deildinni. Keflvíkingar fara í Kópavoginn og fá það erfiða verkefni að hemja Breiðablik í sínum leik en leikurinn verður án efa áhugaverður. Jón Axel: Tapaðir boltar fara með þetta fyrir okkur Jón Axel Guðmundsson sér batamerki á liði Grindvíkinga þrátt fyrir tap í Keflavík.VÍSIR/BÁRA Jón Axel Guðmundsson lék sinn fyrsta leik fyrir Grindavík í kvöld og var spurður að því hvernig honum liði skömmu eftir leik. „Hún er aldrei góð eftir tap náttúrlega en mér fannst við gera vel í dag og sérstaklega sóknarlega. Við skorum 87 stig á Keflavík sem ekki öll lið munu gera en það er dálítið varnarleikurin sem stendur upp úr og tapaðir boltar. Þeir eru mikið að hlaupa upp í hraðaupphlaup og skora auðveld lay up.“ Keflvíkingar reyndu að hafa góðar gætur á Jóni og var hann spurður að því að hvort eitthvað hafi komið honum á óvart við leik heimamanna í kvöld. „Nei í raun og veru ekki. Ég bjóst við að Hjalti væri að fara að tvöfalda mig allan leikinn og ég var bara dálítið að reyna að mata liðið og láta þá eiga góðan leik. Mér fannst við gera það vel lengst af en tapaðir boltar fara með þetta fyrir okkur.“ Hann var spurður út í annan leikhluta sem var ekki góður hjá Grindavík. Hvað gerðist þar? „Ég hef ekki verið að spila mikið með útlendingunum á æfingu, hef meira verið að spila með íslensku ungu strákunum því það var ekki víst hvað ég var að fara að gera. Það þarf aðeins að slípa vélina saman og þetta er bara upp á við héðan í frá.“ Jón var þá spurður að því hvernig hann sæi tímabilið fyrir sér og hvernig honum litist á liðið við fyrstu sýn út á vellinum. „Mér líst bara mjög vel á þetta. Það er kannski öðruvísi að spila með mér heldur en öðrum strákum sem þeir hafa spilað með og það sést t.d. á stóru leikmönnunum. Þeir eru ekki vanir að fá boltann inn í og eru bara hissa að fá boltann og eru ekki að ná að klára eins og þeir geta.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti