Mikil ánægja er með Svæðisgarð Snæfellsnes Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. október 2022 21:05 Svæðisgarðurinn Snæfellsnes var stofnaður 2014 af sveitarfélögunum á Snæfellsnesi og félögum og atvinnulífi á svæðinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er með Svæðisgarð Snæfellsnes, sem hefur verið til í átta ár en um er að ræða samstarf fyrirtækja, sveitarfélaga og félagasamtaka á svæðinu. Garðurinn byggir á sameiginlegri sýn um sérstöðu Snæfellsnes. Svæðisgarðurinn Snæfellsnes var stofnaður 2014 af sveitarfélögunum á Snæfellsnesi og félögum og atvinnulífi á svæðinu.Garðurinn er fyrsti svæðisgarðurinn á Íslandi og hefur gefist mjög vel. Ragnhildur Sigurðardóttir, sauðfjárbóndi á Álftavatni er framkvæmdastjóri garðsins og veit því allt um hann. „Þetta gengur út á að vera svona byggðaþróunar módel, vera farvegur fyrir samstarf. Og við horfum til erlendra fyrirmynda og förum svolítið sérstaka leið,“ segir Ragnheiður og bætir við. „Það voru yfir 200 Snæfellingar, sem tóku þátt í að búa til Svæðisgarðinn á sínum tíma og það er búið til svæðisskipulag, það þarf ekki að búa til svæðisskipulag, en ef það er gert þá verður hvert sveitarfélag að taka tillit til þess, sem þar kemur fram í sínu aðalskipulagi.“ Ragnhildur segir að þrjú búnaðarfélög á svæðinu, ásamt Ferðamálasamtökum Snæfellsnes, auk sveitarfélaganna taki þátt í vinnu svæðisgarðsins. Ragnhildur Sigurðardóttir, sauðfjárbóndi á Álftavatni er framkvæmdastjóri Svæðisgarðs Snæfellsnes.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er svo stolt af þessum félögum því það er ekkert sjálfgefið í dag þegar allir eru uppteknir, að fólk gefi sig í svona sjálfboðaliðastarf fyrir samfélagið og svo er það starfsmannafélagið Kjölur. Þetta eru eigendur Svæðisgarðs Snæfellsnes,“ segir Ragnhildur. Ragnhildur segir verkefnið mjög spennandi og skemmtilegt og nefnir í því samband að í dag séu búið að byggja upp 28 ferðamanna staði á Snæfellsnesi fyrir íslenska og erlenda ferðamenn. „Við viljum bjóða gesti hjartanlega velkomna og við viljum byggja upp á forsendum heimamanna. Þetta er líka spurning um lýðheilsu, að geta farið upp að flottum fossum, farið niður í helli en við viljum ekki að fólk fari út um allt,“ segir Ragnhildur enn fremur. En hvað er best við Snæfellsnes? "Það er þessi náttúra og ég ætla líka að segja samfélagið, ég get ekki gert upp á milli,“ segir Ragnhildur brosandi. Það voru yfir 200 Snæfellingar, sem tóku þátt í að búa til Svæðisgarðinn á sínum tíma.Magnús Hlynur Hreiðarsson Snæfellsbær Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Sjá meira
Svæðisgarðurinn Snæfellsnes var stofnaður 2014 af sveitarfélögunum á Snæfellsnesi og félögum og atvinnulífi á svæðinu.Garðurinn er fyrsti svæðisgarðurinn á Íslandi og hefur gefist mjög vel. Ragnhildur Sigurðardóttir, sauðfjárbóndi á Álftavatni er framkvæmdastjóri garðsins og veit því allt um hann. „Þetta gengur út á að vera svona byggðaþróunar módel, vera farvegur fyrir samstarf. Og við horfum til erlendra fyrirmynda og förum svolítið sérstaka leið,“ segir Ragnheiður og bætir við. „Það voru yfir 200 Snæfellingar, sem tóku þátt í að búa til Svæðisgarðinn á sínum tíma og það er búið til svæðisskipulag, það þarf ekki að búa til svæðisskipulag, en ef það er gert þá verður hvert sveitarfélag að taka tillit til þess, sem þar kemur fram í sínu aðalskipulagi.“ Ragnhildur segir að þrjú búnaðarfélög á svæðinu, ásamt Ferðamálasamtökum Snæfellsnes, auk sveitarfélaganna taki þátt í vinnu svæðisgarðsins. Ragnhildur Sigurðardóttir, sauðfjárbóndi á Álftavatni er framkvæmdastjóri Svæðisgarðs Snæfellsnes.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er svo stolt af þessum félögum því það er ekkert sjálfgefið í dag þegar allir eru uppteknir, að fólk gefi sig í svona sjálfboðaliðastarf fyrir samfélagið og svo er það starfsmannafélagið Kjölur. Þetta eru eigendur Svæðisgarðs Snæfellsnes,“ segir Ragnhildur. Ragnhildur segir verkefnið mjög spennandi og skemmtilegt og nefnir í því samband að í dag séu búið að byggja upp 28 ferðamanna staði á Snæfellsnesi fyrir íslenska og erlenda ferðamenn. „Við viljum bjóða gesti hjartanlega velkomna og við viljum byggja upp á forsendum heimamanna. Þetta er líka spurning um lýðheilsu, að geta farið upp að flottum fossum, farið niður í helli en við viljum ekki að fólk fari út um allt,“ segir Ragnhildur enn fremur. En hvað er best við Snæfellsnes? "Það er þessi náttúra og ég ætla líka að segja samfélagið, ég get ekki gert upp á milli,“ segir Ragnhildur brosandi. Það voru yfir 200 Snæfellingar, sem tóku þátt í að búa til Svæðisgarðinn á sínum tíma.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Snæfellsbær Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Sjá meira