Marsskjálftamælir nam stóran loftsteinaárekstur Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2022 11:32 Fyrir og eftir. Svarthvítar myndir MRO af staðnum þar sem loftsteinn skall á yfirborði Mars á Amazonissléttunni 24. desember. Á myndinni til hægri má sjá hvernig efni þeyttist tugi kílómetra frá gígnum við áreksturinn. NASA/JPL-Caltech/MSSS Tvíeyki bandarískra geimkönnunarfara náðu í sameiningu að verða vitni að því þegar stór loftsteinagígur myndaðist á yfirborði Mars í fyrra. Það sem árekturinn leiddi í ljós gætti haft þýðingu fyrir mannaða leiðangra til reikistjörnunnar í framtíðinni. Atburðarásin fór af stað þegar Insight-könnunarfar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA mældi jarðskjálfta fjóra að stærð á aðfangadag í fyrra. Þegar vísindamenn stofnunarinnar skoðuðu myndir frá brautarfarinu Mars Reconnaissance Orbiter (MRO) komu þeir auga á glænýjan loftsteinagíg sem passaði nákvæmlega við tímasetningu og stefnu höggbylgjunnar gagnvart Insight. Gígurinn reyndist 150 metra breiður og 21 metra djúpur. Brak frá árekstrinum þeyttist allt að 37 kílómetra frá gígnum. Áætlað er að loftsteinninn sem myndaði hann hafi verið á bilinu fimm til tólf metrar að þvermáli, að því er kemur fram í tilkynningu á vefsíðu JPL sem smíðar og stýrir geimleiðangrum fyrir NASA. Á jörðinni hefði loftsteinn af þessari stærð fuðrað upp í lofthjúpnum en á Mars er loftið svo þunnt að það hægði varla á steininum. NASA segir að myndirnar af gígnum og jarðmælingar Insight bendi til þess að gígurinn sé sá stærsti sem menn hafa náð að sjá myndast á Mars. Margir enn stærri loftsteinagígar eru á Mars en þeir eru mun eldri og mynduðust löngu áður en menn byrjuðu að senda vélvædda fulltrúa sína til reikistjörnunnar á síðustu öld. „Það er fordæmalaust að finna nýjan árekstur af þessari stærð. Þetta er spennandi augnablik í jarðsögu og við fengum að verða vitni að því,“ segir Ingrid Daubar frá Brown-háskóla sem stýrir vísindateymi Insight-leiðangursins. Þetta var jafnframt í fyrsta skipti sem Insight greindi svonefndar yfirborðsbylgjur sem bárust í gegnum skorpu Mars. Áður hafði skjálftamælir þess aðeins greint svonefndar S- og P-skjálftabylgjur. Aldrei áður hafa yfirborðsbylgjur af þessu tagi mælst utan jarðarinnar. Loftsteinagígurinn er um 150 metrar að þvermáli. Myndin var tekin með Hirise-myndavél MRO-brautarfarsins.NASA/JPL-Caltech/Arizona-háskóli Aldrei séð ís svo nærri miðbaug Mars Árekstur loftsteinsins þeytti stórum ísklumpum í kringum gíginn. Aldrei áður hefur ís undir yfirborði Mars sést svo nærri miðbaug reikistjörnunnar. Miðbaugssvæðið er það hlýjasta á Mars og það væri því líklegasti áfangastaður mannaðra leiðangra. Verði geimfarar sendir til Mars gæti neðanjarðarís leikið lykilhlutverk. Úr honum væri hægt að vinna drykkjarvatn, súrefni og vetni sem hægt væri að nýta til að knýja eldflaugar og komast þannig hjá því að þurfa að flytja það allt með frá jörðinni. Bylgjurnar sem Insight mældi frá árekstrinum vörpuðu einnig ljósi á jarðfræði skorpunnar á Mars. Svæðið á milli geimfarsins og loftsteinagígsins reyndist einsleitt að gerð og afar þétt, nokkuð ólíkt jörðinni undir geimfarinu sjálfu. Þær upplýsingar gætu hjálpað vísindamönnum að skilja hvers vegna norður- og suðurhvel Mars eru svo ólík. Norðurhvelið er láglent og tiltölulega flatt en suðurhvelið stendur hærra og er fjalllent. Kenningar voru um að jarðskorpan á hvelunum tveimur væri ekki úr sömu efnum en gögnin frá loftsteinaárekstrinum benda til þess að sú sé ekki endilega raunin, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Líður að lokum leiðangursins Insight lenti á Mars í nóvember árið 2018 en geimfarinu var fyrst og fremst ætlað að rannsaka innviði rauðu reikistjörnunnar, jarðskorpuna, möttulinn og kjarnann. Það er búið jarðskjálftamæli, fyrst geimfara sem senda hafa verið til Mars. Frá lendingu hefur Insight numið 1.318 Marsskjálfta, þar á meðal nokkra af völdum lítilla lofsteinaárekstra. Nú hyllir undir lok Insight-leiðangursins. Orka þess er af skornum skammti vegna ryks sem hefur sest á sólarsellur geimfarsins. Búist er við því að það slökkni á geimfarinu á næstu sex vikum og leiðangrinum ljúki þar með. Mars Geimurinn Vísindi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Jarðskjálftamælir á Mars verður rykinu að bráð Útlit er fyrir að bandaríska geimfarið Insight á Mars syngi sitt síðasta í sumar þegar rafhlöður þess tæmast. Farið missir nú orku vegna ryks sem safnast hefur fyrir á sólarsellum þess. 18. maí 2022 23:36 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Atburðarásin fór af stað þegar Insight-könnunarfar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA mældi jarðskjálfta fjóra að stærð á aðfangadag í fyrra. Þegar vísindamenn stofnunarinnar skoðuðu myndir frá brautarfarinu Mars Reconnaissance Orbiter (MRO) komu þeir auga á glænýjan loftsteinagíg sem passaði nákvæmlega við tímasetningu og stefnu höggbylgjunnar gagnvart Insight. Gígurinn reyndist 150 metra breiður og 21 metra djúpur. Brak frá árekstrinum þeyttist allt að 37 kílómetra frá gígnum. Áætlað er að loftsteinninn sem myndaði hann hafi verið á bilinu fimm til tólf metrar að þvermáli, að því er kemur fram í tilkynningu á vefsíðu JPL sem smíðar og stýrir geimleiðangrum fyrir NASA. Á jörðinni hefði loftsteinn af þessari stærð fuðrað upp í lofthjúpnum en á Mars er loftið svo þunnt að það hægði varla á steininum. NASA segir að myndirnar af gígnum og jarðmælingar Insight bendi til þess að gígurinn sé sá stærsti sem menn hafa náð að sjá myndast á Mars. Margir enn stærri loftsteinagígar eru á Mars en þeir eru mun eldri og mynduðust löngu áður en menn byrjuðu að senda vélvædda fulltrúa sína til reikistjörnunnar á síðustu öld. „Það er fordæmalaust að finna nýjan árekstur af þessari stærð. Þetta er spennandi augnablik í jarðsögu og við fengum að verða vitni að því,“ segir Ingrid Daubar frá Brown-háskóla sem stýrir vísindateymi Insight-leiðangursins. Þetta var jafnframt í fyrsta skipti sem Insight greindi svonefndar yfirborðsbylgjur sem bárust í gegnum skorpu Mars. Áður hafði skjálftamælir þess aðeins greint svonefndar S- og P-skjálftabylgjur. Aldrei áður hafa yfirborðsbylgjur af þessu tagi mælst utan jarðarinnar. Loftsteinagígurinn er um 150 metrar að þvermáli. Myndin var tekin með Hirise-myndavél MRO-brautarfarsins.NASA/JPL-Caltech/Arizona-háskóli Aldrei séð ís svo nærri miðbaug Mars Árekstur loftsteinsins þeytti stórum ísklumpum í kringum gíginn. Aldrei áður hefur ís undir yfirborði Mars sést svo nærri miðbaug reikistjörnunnar. Miðbaugssvæðið er það hlýjasta á Mars og það væri því líklegasti áfangastaður mannaðra leiðangra. Verði geimfarar sendir til Mars gæti neðanjarðarís leikið lykilhlutverk. Úr honum væri hægt að vinna drykkjarvatn, súrefni og vetni sem hægt væri að nýta til að knýja eldflaugar og komast þannig hjá því að þurfa að flytja það allt með frá jörðinni. Bylgjurnar sem Insight mældi frá árekstrinum vörpuðu einnig ljósi á jarðfræði skorpunnar á Mars. Svæðið á milli geimfarsins og loftsteinagígsins reyndist einsleitt að gerð og afar þétt, nokkuð ólíkt jörðinni undir geimfarinu sjálfu. Þær upplýsingar gætu hjálpað vísindamönnum að skilja hvers vegna norður- og suðurhvel Mars eru svo ólík. Norðurhvelið er láglent og tiltölulega flatt en suðurhvelið stendur hærra og er fjalllent. Kenningar voru um að jarðskorpan á hvelunum tveimur væri ekki úr sömu efnum en gögnin frá loftsteinaárekstrinum benda til þess að sú sé ekki endilega raunin, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Líður að lokum leiðangursins Insight lenti á Mars í nóvember árið 2018 en geimfarinu var fyrst og fremst ætlað að rannsaka innviði rauðu reikistjörnunnar, jarðskorpuna, möttulinn og kjarnann. Það er búið jarðskjálftamæli, fyrst geimfara sem senda hafa verið til Mars. Frá lendingu hefur Insight numið 1.318 Marsskjálfta, þar á meðal nokkra af völdum lítilla lofsteinaárekstra. Nú hyllir undir lok Insight-leiðangursins. Orka þess er af skornum skammti vegna ryks sem hefur sest á sólarsellur geimfarsins. Búist er við því að það slökkni á geimfarinu á næstu sex vikum og leiðangrinum ljúki þar með.
Mars Geimurinn Vísindi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Jarðskjálftamælir á Mars verður rykinu að bráð Útlit er fyrir að bandaríska geimfarið Insight á Mars syngi sitt síðasta í sumar þegar rafhlöður þess tæmast. Farið missir nú orku vegna ryks sem safnast hefur fyrir á sólarsellum þess. 18. maí 2022 23:36 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Jarðskjálftamælir á Mars verður rykinu að bráð Útlit er fyrir að bandaríska geimfarið Insight á Mars syngi sitt síðasta í sumar þegar rafhlöður þess tæmast. Farið missir nú orku vegna ryks sem safnast hefur fyrir á sólarsellum þess. 18. maí 2022 23:36