Áskoranir í eineltisforvörnum Álfheiður Guðmundsdóttir, Sólrún Ósk Lárusdóttir, Jenný Ingudóttir og Ingibjörg Guðmundsdóttir skrifa 8. nóvember 2022 12:01 Einelti er alvarleg tegund ofbeldis sem hefur víðtækar samfélagslegar afleiðingar og börn sem eru beitt einelti geta glímt við afleiðingar þess ævilangt. Eineltisforvarnir eru lýðheilsumál enda getur einelti haft áhrif á lífsgæði og heilsu bæði þolenda og gerenda til lengri og skemmri tíma. Það getur einnig haft neikvæð áhrif á þau börn sem verða einungis vitni að eineltinu. Einelti í skólum er áhættuþáttur fyrir ýmis konar hegðunar-, félags- og tilfinningavanda. Rannsóknir sýna að þau sem verða fyrir einelti eru með slakari námsárangur og meta heilsu sína verri en önnur börn. Áhrifanna gætir ekki eingöngu á meðan á eineltinu stendur heldur einnig seinna á lífsleiðinni. Einelti er streituvaldur og þolendur glíma í auknum mæli við kvíða, þunglyndi, lágt sjálfsmat, einmanaleika og ýmis sállíkamleg einkenni í kjölfar eineltis. Endurtekið einelti getur haft áhrif á heilastarfsemi og rannsóknir í taugasálfræði sýna að heili barns sem verður endurtekið fyrir einelti bregst öðruvísi við áreiti. Þannig getur einelti bókstaflega breytt heimsmynd barns. Þess vegna skiptir máli að vinna með þolendum til þess að draga úr skaðlegum afleiðingum sem einelti getur haft. Niðurstöður rannsókna benda til þess að börn sem beita einelti séu sundurleitari hópur en staðalmyndir gefa til kynna og að einelti sé flókin félagsleg hegðun. Staðalmyndin af gerendum eineltis er gjarnan að þau séu „slæm“, með skerta félagsfærni, fáa góða eiginleika og noti einelti til að reyna að falla inn í hópinn. Staðreyndin er hins vegar sú að mörg börn og ungmenni sem beita einelti eru með talsverð völd innan félagahópsins og eru álitin vinsælir leiðtogar. Þau eru oft talin aðlaðandi og góð í íþróttum, fá jákvæða endurgjöf frá félagahópnum og virðast nota einelti til að hjálpa sér að viðhalda sterkri félagslegri stöðu sinni. Mikilvægt er að nýta þessa þekkingu svo að auðveldara verði að koma auga á einelti og að viðbrögð mæti ólíkum þörfum hverju sinni. Þá þarf líka að muna að allur hópurinn verður fyrir áhrifum og þarf stuðning, líka þau börn sem eru áhorfendur að einelti. Áherslur í eineltisforvörnum hafa breyst talsvert gegnum árin eftir því sem rannsóknum á sviðinu vindur fram. Rannsóknir benda til að mestur árangur náist með markvissri innleiðingu félags- og tilfinningafærni í skólanámsskrá, byggðri á gagnreyndum aðferðum. Slíkt getur dregið úr margvíslegri truflandi hegðun í skólum og bætt samskipti, líðan og námsárangur svo eitthvað sé nefnt. Ein áhrifaríkasta leiðin til að draga úr einelti er heildarnálgun innan skólans sem beinist að öllum þeim sem koma að skólanum, nemendum, fjölskyldum þeirra, starfsfólki og nærumhverfi skólans. Í heildrænni nálgun eineltisforvarna beinast stefnur og starfsvenjur skólans að því að hlúa að jákvæðu og öruggu skólaumhverfi. Starfsfólk fær fræðslu og þjálfun til að miðla árangursprófuðu námsefni tengt einelti, foreldrar eru virkjaðir, nemendur fá kennslu í félags- og tilfinningafærni og þeir nemendur sem þess þurfa fá markvissa íhlutun og stuðning við hæfi. Skólar geta til dæmis fengið stuðning við að skapa slíkt skólaumhverfi í gegnum nálgun Heilsueflandi leikskóla, - grunnskóla og framhaldsskóla á vegum Embættis landlæknis. Hægt er að fá ráðgjöf og vísa málum til fagráðs eineltismála í grunn- og framhaldsskólum ef erfiðlega gengur að leysa úr eineltismálum og mikilvægt að skólar og skólasamfélög leiti sér aðstoðar sem fyrst ef á þarf að halda. Í stað þess að einblína á inngrip og refsingar þurfum við að byggja upp færni sem styður við góð samskipti, góða geðheilsu og jákvæðan skólabrag. Eins þarf að horfa til þess félagslega umhverfis sem við höfum skapað og hvort þar séu þættir sem óafvitandi styðji við menningu þar sem einelti á sér stað. Þannig færumst við nær markmiðinu að bættri heilsu og líðan fyrir öll börn. Þann 8. nóvember er dagur gegn einelti á Íslandi, þessi grein er skrifuð í tilefni þess dags. Sólrún Ósk Lárusdóttir og Álfheiður Guðmundsdóttir verkefnastjórar geðræktar, lýðheilsusviði Embættis landlæknis. Jenný Ingudóttir og Ingibjörg Guðmundsdóttir verkefnastjórar heilsueflandi skóla, lýðheilsusviði Embættis landlæknis. Heimildir: Divecha, D. og Brackett, M. (2020). Rethinking School-Based Bullying Prevention Through the Lens of Social and Emotional Learning: a Bioecological Perspective. International Journal of Bullying Prevention, 2, 93-113 https://doi.org/10.1007/s42380-019-00019-5 Embætti landlæknis (2022). Lýðheilsuvísar eftir heilbrigðisumdæmum: Umfjöllun og skilgreiningar.https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item41982/Lýðheilsuvísar_umfjollun_skilgreiningar_2020.pdf Menesini, E. og Salmivalli, C. (2017). Bullying in schools: the state of knowledge and effective interventions. Psychology, Health & Medicine, 22, 240-253 https://doi.org/10.1080/13548506.2017.1279740 Pearce, N., Monks, H., Alderman, N., Hearn. L., Burns, S., Runions, K., Francis, J. og Cross, D. (2022).‘It’s All About Context’: Building School Capacity to Implement a Whole-School Approach to Bullying. International Journal of Bullying Prevention. https://doi.org/10.1007/s42380-022-00138-6 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Einelti er alvarleg tegund ofbeldis sem hefur víðtækar samfélagslegar afleiðingar og börn sem eru beitt einelti geta glímt við afleiðingar þess ævilangt. Eineltisforvarnir eru lýðheilsumál enda getur einelti haft áhrif á lífsgæði og heilsu bæði þolenda og gerenda til lengri og skemmri tíma. Það getur einnig haft neikvæð áhrif á þau börn sem verða einungis vitni að eineltinu. Einelti í skólum er áhættuþáttur fyrir ýmis konar hegðunar-, félags- og tilfinningavanda. Rannsóknir sýna að þau sem verða fyrir einelti eru með slakari námsárangur og meta heilsu sína verri en önnur börn. Áhrifanna gætir ekki eingöngu á meðan á eineltinu stendur heldur einnig seinna á lífsleiðinni. Einelti er streituvaldur og þolendur glíma í auknum mæli við kvíða, þunglyndi, lágt sjálfsmat, einmanaleika og ýmis sállíkamleg einkenni í kjölfar eineltis. Endurtekið einelti getur haft áhrif á heilastarfsemi og rannsóknir í taugasálfræði sýna að heili barns sem verður endurtekið fyrir einelti bregst öðruvísi við áreiti. Þannig getur einelti bókstaflega breytt heimsmynd barns. Þess vegna skiptir máli að vinna með þolendum til þess að draga úr skaðlegum afleiðingum sem einelti getur haft. Niðurstöður rannsókna benda til þess að börn sem beita einelti séu sundurleitari hópur en staðalmyndir gefa til kynna og að einelti sé flókin félagsleg hegðun. Staðalmyndin af gerendum eineltis er gjarnan að þau séu „slæm“, með skerta félagsfærni, fáa góða eiginleika og noti einelti til að reyna að falla inn í hópinn. Staðreyndin er hins vegar sú að mörg börn og ungmenni sem beita einelti eru með talsverð völd innan félagahópsins og eru álitin vinsælir leiðtogar. Þau eru oft talin aðlaðandi og góð í íþróttum, fá jákvæða endurgjöf frá félagahópnum og virðast nota einelti til að hjálpa sér að viðhalda sterkri félagslegri stöðu sinni. Mikilvægt er að nýta þessa þekkingu svo að auðveldara verði að koma auga á einelti og að viðbrögð mæti ólíkum þörfum hverju sinni. Þá þarf líka að muna að allur hópurinn verður fyrir áhrifum og þarf stuðning, líka þau börn sem eru áhorfendur að einelti. Áherslur í eineltisforvörnum hafa breyst talsvert gegnum árin eftir því sem rannsóknum á sviðinu vindur fram. Rannsóknir benda til að mestur árangur náist með markvissri innleiðingu félags- og tilfinningafærni í skólanámsskrá, byggðri á gagnreyndum aðferðum. Slíkt getur dregið úr margvíslegri truflandi hegðun í skólum og bætt samskipti, líðan og námsárangur svo eitthvað sé nefnt. Ein áhrifaríkasta leiðin til að draga úr einelti er heildarnálgun innan skólans sem beinist að öllum þeim sem koma að skólanum, nemendum, fjölskyldum þeirra, starfsfólki og nærumhverfi skólans. Í heildrænni nálgun eineltisforvarna beinast stefnur og starfsvenjur skólans að því að hlúa að jákvæðu og öruggu skólaumhverfi. Starfsfólk fær fræðslu og þjálfun til að miðla árangursprófuðu námsefni tengt einelti, foreldrar eru virkjaðir, nemendur fá kennslu í félags- og tilfinningafærni og þeir nemendur sem þess þurfa fá markvissa íhlutun og stuðning við hæfi. Skólar geta til dæmis fengið stuðning við að skapa slíkt skólaumhverfi í gegnum nálgun Heilsueflandi leikskóla, - grunnskóla og framhaldsskóla á vegum Embættis landlæknis. Hægt er að fá ráðgjöf og vísa málum til fagráðs eineltismála í grunn- og framhaldsskólum ef erfiðlega gengur að leysa úr eineltismálum og mikilvægt að skólar og skólasamfélög leiti sér aðstoðar sem fyrst ef á þarf að halda. Í stað þess að einblína á inngrip og refsingar þurfum við að byggja upp færni sem styður við góð samskipti, góða geðheilsu og jákvæðan skólabrag. Eins þarf að horfa til þess félagslega umhverfis sem við höfum skapað og hvort þar séu þættir sem óafvitandi styðji við menningu þar sem einelti á sér stað. Þannig færumst við nær markmiðinu að bættri heilsu og líðan fyrir öll börn. Þann 8. nóvember er dagur gegn einelti á Íslandi, þessi grein er skrifuð í tilefni þess dags. Sólrún Ósk Lárusdóttir og Álfheiður Guðmundsdóttir verkefnastjórar geðræktar, lýðheilsusviði Embættis landlæknis. Jenný Ingudóttir og Ingibjörg Guðmundsdóttir verkefnastjórar heilsueflandi skóla, lýðheilsusviði Embættis landlæknis. Heimildir: Divecha, D. og Brackett, M. (2020). Rethinking School-Based Bullying Prevention Through the Lens of Social and Emotional Learning: a Bioecological Perspective. International Journal of Bullying Prevention, 2, 93-113 https://doi.org/10.1007/s42380-019-00019-5 Embætti landlæknis (2022). Lýðheilsuvísar eftir heilbrigðisumdæmum: Umfjöllun og skilgreiningar.https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item41982/Lýðheilsuvísar_umfjollun_skilgreiningar_2020.pdf Menesini, E. og Salmivalli, C. (2017). Bullying in schools: the state of knowledge and effective interventions. Psychology, Health & Medicine, 22, 240-253 https://doi.org/10.1080/13548506.2017.1279740 Pearce, N., Monks, H., Alderman, N., Hearn. L., Burns, S., Runions, K., Francis, J. og Cross, D. (2022).‘It’s All About Context’: Building School Capacity to Implement a Whole-School Approach to Bullying. International Journal of Bullying Prevention. https://doi.org/10.1007/s42380-022-00138-6
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun