Áskoranir í eineltisforvörnum Álfheiður Guðmundsdóttir, Sólrún Ósk Lárusdóttir, Jenný Ingudóttir og Ingibjörg Guðmundsdóttir skrifa 8. nóvember 2022 12:01 Einelti er alvarleg tegund ofbeldis sem hefur víðtækar samfélagslegar afleiðingar og börn sem eru beitt einelti geta glímt við afleiðingar þess ævilangt. Eineltisforvarnir eru lýðheilsumál enda getur einelti haft áhrif á lífsgæði og heilsu bæði þolenda og gerenda til lengri og skemmri tíma. Það getur einnig haft neikvæð áhrif á þau börn sem verða einungis vitni að eineltinu. Einelti í skólum er áhættuþáttur fyrir ýmis konar hegðunar-, félags- og tilfinningavanda. Rannsóknir sýna að þau sem verða fyrir einelti eru með slakari námsárangur og meta heilsu sína verri en önnur börn. Áhrifanna gætir ekki eingöngu á meðan á eineltinu stendur heldur einnig seinna á lífsleiðinni. Einelti er streituvaldur og þolendur glíma í auknum mæli við kvíða, þunglyndi, lágt sjálfsmat, einmanaleika og ýmis sállíkamleg einkenni í kjölfar eineltis. Endurtekið einelti getur haft áhrif á heilastarfsemi og rannsóknir í taugasálfræði sýna að heili barns sem verður endurtekið fyrir einelti bregst öðruvísi við áreiti. Þannig getur einelti bókstaflega breytt heimsmynd barns. Þess vegna skiptir máli að vinna með þolendum til þess að draga úr skaðlegum afleiðingum sem einelti getur haft. Niðurstöður rannsókna benda til þess að börn sem beita einelti séu sundurleitari hópur en staðalmyndir gefa til kynna og að einelti sé flókin félagsleg hegðun. Staðalmyndin af gerendum eineltis er gjarnan að þau séu „slæm“, með skerta félagsfærni, fáa góða eiginleika og noti einelti til að reyna að falla inn í hópinn. Staðreyndin er hins vegar sú að mörg börn og ungmenni sem beita einelti eru með talsverð völd innan félagahópsins og eru álitin vinsælir leiðtogar. Þau eru oft talin aðlaðandi og góð í íþróttum, fá jákvæða endurgjöf frá félagahópnum og virðast nota einelti til að hjálpa sér að viðhalda sterkri félagslegri stöðu sinni. Mikilvægt er að nýta þessa þekkingu svo að auðveldara verði að koma auga á einelti og að viðbrögð mæti ólíkum þörfum hverju sinni. Þá þarf líka að muna að allur hópurinn verður fyrir áhrifum og þarf stuðning, líka þau börn sem eru áhorfendur að einelti. Áherslur í eineltisforvörnum hafa breyst talsvert gegnum árin eftir því sem rannsóknum á sviðinu vindur fram. Rannsóknir benda til að mestur árangur náist með markvissri innleiðingu félags- og tilfinningafærni í skólanámsskrá, byggðri á gagnreyndum aðferðum. Slíkt getur dregið úr margvíslegri truflandi hegðun í skólum og bætt samskipti, líðan og námsárangur svo eitthvað sé nefnt. Ein áhrifaríkasta leiðin til að draga úr einelti er heildarnálgun innan skólans sem beinist að öllum þeim sem koma að skólanum, nemendum, fjölskyldum þeirra, starfsfólki og nærumhverfi skólans. Í heildrænni nálgun eineltisforvarna beinast stefnur og starfsvenjur skólans að því að hlúa að jákvæðu og öruggu skólaumhverfi. Starfsfólk fær fræðslu og þjálfun til að miðla árangursprófuðu námsefni tengt einelti, foreldrar eru virkjaðir, nemendur fá kennslu í félags- og tilfinningafærni og þeir nemendur sem þess þurfa fá markvissa íhlutun og stuðning við hæfi. Skólar geta til dæmis fengið stuðning við að skapa slíkt skólaumhverfi í gegnum nálgun Heilsueflandi leikskóla, - grunnskóla og framhaldsskóla á vegum Embættis landlæknis. Hægt er að fá ráðgjöf og vísa málum til fagráðs eineltismála í grunn- og framhaldsskólum ef erfiðlega gengur að leysa úr eineltismálum og mikilvægt að skólar og skólasamfélög leiti sér aðstoðar sem fyrst ef á þarf að halda. Í stað þess að einblína á inngrip og refsingar þurfum við að byggja upp færni sem styður við góð samskipti, góða geðheilsu og jákvæðan skólabrag. Eins þarf að horfa til þess félagslega umhverfis sem við höfum skapað og hvort þar séu þættir sem óafvitandi styðji við menningu þar sem einelti á sér stað. Þannig færumst við nær markmiðinu að bættri heilsu og líðan fyrir öll börn. Þann 8. nóvember er dagur gegn einelti á Íslandi, þessi grein er skrifuð í tilefni þess dags. Sólrún Ósk Lárusdóttir og Álfheiður Guðmundsdóttir verkefnastjórar geðræktar, lýðheilsusviði Embættis landlæknis. Jenný Ingudóttir og Ingibjörg Guðmundsdóttir verkefnastjórar heilsueflandi skóla, lýðheilsusviði Embættis landlæknis. Heimildir: Divecha, D. og Brackett, M. (2020). Rethinking School-Based Bullying Prevention Through the Lens of Social and Emotional Learning: a Bioecological Perspective. International Journal of Bullying Prevention, 2, 93-113 https://doi.org/10.1007/s42380-019-00019-5 Embætti landlæknis (2022). Lýðheilsuvísar eftir heilbrigðisumdæmum: Umfjöllun og skilgreiningar.https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item41982/Lýðheilsuvísar_umfjollun_skilgreiningar_2020.pdf Menesini, E. og Salmivalli, C. (2017). Bullying in schools: the state of knowledge and effective interventions. Psychology, Health & Medicine, 22, 240-253 https://doi.org/10.1080/13548506.2017.1279740 Pearce, N., Monks, H., Alderman, N., Hearn. L., Burns, S., Runions, K., Francis, J. og Cross, D. (2022).‘It’s All About Context’: Building School Capacity to Implement a Whole-School Approach to Bullying. International Journal of Bullying Prevention. https://doi.org/10.1007/s42380-022-00138-6 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Einelti er alvarleg tegund ofbeldis sem hefur víðtækar samfélagslegar afleiðingar og börn sem eru beitt einelti geta glímt við afleiðingar þess ævilangt. Eineltisforvarnir eru lýðheilsumál enda getur einelti haft áhrif á lífsgæði og heilsu bæði þolenda og gerenda til lengri og skemmri tíma. Það getur einnig haft neikvæð áhrif á þau börn sem verða einungis vitni að eineltinu. Einelti í skólum er áhættuþáttur fyrir ýmis konar hegðunar-, félags- og tilfinningavanda. Rannsóknir sýna að þau sem verða fyrir einelti eru með slakari námsárangur og meta heilsu sína verri en önnur börn. Áhrifanna gætir ekki eingöngu á meðan á eineltinu stendur heldur einnig seinna á lífsleiðinni. Einelti er streituvaldur og þolendur glíma í auknum mæli við kvíða, þunglyndi, lágt sjálfsmat, einmanaleika og ýmis sállíkamleg einkenni í kjölfar eineltis. Endurtekið einelti getur haft áhrif á heilastarfsemi og rannsóknir í taugasálfræði sýna að heili barns sem verður endurtekið fyrir einelti bregst öðruvísi við áreiti. Þannig getur einelti bókstaflega breytt heimsmynd barns. Þess vegna skiptir máli að vinna með þolendum til þess að draga úr skaðlegum afleiðingum sem einelti getur haft. Niðurstöður rannsókna benda til þess að börn sem beita einelti séu sundurleitari hópur en staðalmyndir gefa til kynna og að einelti sé flókin félagsleg hegðun. Staðalmyndin af gerendum eineltis er gjarnan að þau séu „slæm“, með skerta félagsfærni, fáa góða eiginleika og noti einelti til að reyna að falla inn í hópinn. Staðreyndin er hins vegar sú að mörg börn og ungmenni sem beita einelti eru með talsverð völd innan félagahópsins og eru álitin vinsælir leiðtogar. Þau eru oft talin aðlaðandi og góð í íþróttum, fá jákvæða endurgjöf frá félagahópnum og virðast nota einelti til að hjálpa sér að viðhalda sterkri félagslegri stöðu sinni. Mikilvægt er að nýta þessa þekkingu svo að auðveldara verði að koma auga á einelti og að viðbrögð mæti ólíkum þörfum hverju sinni. Þá þarf líka að muna að allur hópurinn verður fyrir áhrifum og þarf stuðning, líka þau börn sem eru áhorfendur að einelti. Áherslur í eineltisforvörnum hafa breyst talsvert gegnum árin eftir því sem rannsóknum á sviðinu vindur fram. Rannsóknir benda til að mestur árangur náist með markvissri innleiðingu félags- og tilfinningafærni í skólanámsskrá, byggðri á gagnreyndum aðferðum. Slíkt getur dregið úr margvíslegri truflandi hegðun í skólum og bætt samskipti, líðan og námsárangur svo eitthvað sé nefnt. Ein áhrifaríkasta leiðin til að draga úr einelti er heildarnálgun innan skólans sem beinist að öllum þeim sem koma að skólanum, nemendum, fjölskyldum þeirra, starfsfólki og nærumhverfi skólans. Í heildrænni nálgun eineltisforvarna beinast stefnur og starfsvenjur skólans að því að hlúa að jákvæðu og öruggu skólaumhverfi. Starfsfólk fær fræðslu og þjálfun til að miðla árangursprófuðu námsefni tengt einelti, foreldrar eru virkjaðir, nemendur fá kennslu í félags- og tilfinningafærni og þeir nemendur sem þess þurfa fá markvissa íhlutun og stuðning við hæfi. Skólar geta til dæmis fengið stuðning við að skapa slíkt skólaumhverfi í gegnum nálgun Heilsueflandi leikskóla, - grunnskóla og framhaldsskóla á vegum Embættis landlæknis. Hægt er að fá ráðgjöf og vísa málum til fagráðs eineltismála í grunn- og framhaldsskólum ef erfiðlega gengur að leysa úr eineltismálum og mikilvægt að skólar og skólasamfélög leiti sér aðstoðar sem fyrst ef á þarf að halda. Í stað þess að einblína á inngrip og refsingar þurfum við að byggja upp færni sem styður við góð samskipti, góða geðheilsu og jákvæðan skólabrag. Eins þarf að horfa til þess félagslega umhverfis sem við höfum skapað og hvort þar séu þættir sem óafvitandi styðji við menningu þar sem einelti á sér stað. Þannig færumst við nær markmiðinu að bættri heilsu og líðan fyrir öll börn. Þann 8. nóvember er dagur gegn einelti á Íslandi, þessi grein er skrifuð í tilefni þess dags. Sólrún Ósk Lárusdóttir og Álfheiður Guðmundsdóttir verkefnastjórar geðræktar, lýðheilsusviði Embættis landlæknis. Jenný Ingudóttir og Ingibjörg Guðmundsdóttir verkefnastjórar heilsueflandi skóla, lýðheilsusviði Embættis landlæknis. Heimildir: Divecha, D. og Brackett, M. (2020). Rethinking School-Based Bullying Prevention Through the Lens of Social and Emotional Learning: a Bioecological Perspective. International Journal of Bullying Prevention, 2, 93-113 https://doi.org/10.1007/s42380-019-00019-5 Embætti landlæknis (2022). Lýðheilsuvísar eftir heilbrigðisumdæmum: Umfjöllun og skilgreiningar.https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item41982/Lýðheilsuvísar_umfjollun_skilgreiningar_2020.pdf Menesini, E. og Salmivalli, C. (2017). Bullying in schools: the state of knowledge and effective interventions. Psychology, Health & Medicine, 22, 240-253 https://doi.org/10.1080/13548506.2017.1279740 Pearce, N., Monks, H., Alderman, N., Hearn. L., Burns, S., Runions, K., Francis, J. og Cross, D. (2022).‘It’s All About Context’: Building School Capacity to Implement a Whole-School Approach to Bullying. International Journal of Bullying Prevention. https://doi.org/10.1007/s42380-022-00138-6
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun