Slæmt gengi kemur niður á draumum McCarthy Samúel Karl Ólason skrifar 10. nóvember 2022 15:40 Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. AP/Alex Brandon Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, vill verða forseti þingsins. Hann hefur ekki farið leynt með það en slæmt gengi flokksins í þingkosningunum á þriðjudaginn mun líklegast koma niður á vonum hans. Seint í gærkvöldi lýsti McCarthy því yfir að þegar hann vaknaði í dag yrði hann í meirihluta í fulltrúadeildinni og Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata og núverandi þingforseti, yrði í minnihluta. Það hefur ekki ræst enn. Samkvæmt tölfræðimiðlinum FiveThirtyEight hafa Repúblikanar tryggt sér 210 sæti en 218 þarf til að mynda meirihluta. Demókratar hafa tryggt sér 198. Sjá einnig: Repúblikanar þokast nær meirihluta í fulltrúadeildinni Hverjir ná meirihluta í öldungadeildinni verður líklega ekki ljóst fyrr en eftir einhverja daga eða jafnvel mánuð. Sjá einnig: Þrjú ríki munu ráða úrslitum Útlit er fyrir að McCarthy muni stjórna naumum meirihluta í fulltrúadeildinni, haldi hann áfram að leiða þingflokkinn yfir höfuð. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að hann verði mögulega þingforseti en hann hafi að öllum líkindum misst mikil áhrif í flokknum. Þegar sé byrjuð umræða innan þingflokksins um stöðu hans. Var lofað umfangsmiklum sigri Fréttaveitan vísar í orð þingmannsins Andy Biggs, sem leiðir fylkingu Repúblikana sem kalla sig „House Freedom Caucus“ en það er nokkuð áhrifamikil fylking sem tengist Donald Trump, fyrrverandi forseta. Biggs sagði að flokksmönnum hafi verið lofað umfangsmiklum sigri í kosningunum. Hefði það ræst og Repúblikanar hefðu bætt við sig tuttugu til fjörutíu sætum væri staða McCarthy örugg. Nú þurfi hins vegar að taka umræðu um stöðu hans. Í frétt Politico segir að Biggs og félagar hans krefjist þess að reglum fulltrúadeildarinnar verði breytt og meðal annars á þann hátt að þingmenn eigi auðveldara með að velta forseta þingsins úr sessi. McCarthy er sagður verulega andvígur því, á þeim grundvelli að slíkar breytingar yrðu vopn í höndum Demókrata á komandi kjörtímabili. Trump hefur þó lýst yfir stuðningi við McCarthy og enginn annar þingmaður hefur sagst vilja embætti þingforseta. Erfitt kjörtímabil í vændum McCarthy hringdi þó í helstu bandamenn sína í gær og bað þá um að styðja sig og þrýsta á aðra í þingflokknum að styðja hann einnig. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem McCarthy sækist eftir því að verða þingforseti en hann reyndi það síðast árið 2015 en náði því ekki vegna mótspyrnu meðal íhaldssömustu þingmanna flokksins. Í frétt Washington Post segir að mikil ólga sé innan Repúblikanaflokksins vegna slæms gengis Repúblikana. Nokkrir þingmenn hafa sagt miðlinum að það gæti orðið ómögulegt að halda þingflokknum sameinuðum á næstu tveimur árum. Næsti þingflokkur Repúblikanaflokksins verður skipaður mörgum nýjum og óreyndum þingmönnum sem margir hverjir hafa hlotið innblástur frá Donald Trump. Margir þeirra eru ólmir í að hefja rannsóknir á Joe Biden, forseta, til að hefna fyrir rannsóknir Demókrata sem beinst hafa að Trump. Fjöldi nýrra þingmanna og það hve naumur meirihluti Repúblikana gæti orðið þýðir samkvæmt AP að McCarthy hefur mikið verk fyrir höndum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir „Mér líður ekki vel yfir því sem er að gerast“ Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir marga telja að Bandaríkin rambi beinlínis á barmi nýrrar borgarastyrjaldar, en að engu að síður virðist demókrötum hafa tekist að afstýra stórsigri repúblikana í þingkosningum þar vestra. 9. nóvember 2022 23:01 Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44 Fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum þingdeildum Bandaríska þjóðin bíður nú í ofvæni eftir niðurstöðum þingkosninganna sem fóru fram í gær. Ljóst er að einhver bið getur verið eftir endanlegum niðurstöðum. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum deildum þingsins. 9. nóvember 2022 19:49 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Seint í gærkvöldi lýsti McCarthy því yfir að þegar hann vaknaði í dag yrði hann í meirihluta í fulltrúadeildinni og Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata og núverandi þingforseti, yrði í minnihluta. Það hefur ekki ræst enn. Samkvæmt tölfræðimiðlinum FiveThirtyEight hafa Repúblikanar tryggt sér 210 sæti en 218 þarf til að mynda meirihluta. Demókratar hafa tryggt sér 198. Sjá einnig: Repúblikanar þokast nær meirihluta í fulltrúadeildinni Hverjir ná meirihluta í öldungadeildinni verður líklega ekki ljóst fyrr en eftir einhverja daga eða jafnvel mánuð. Sjá einnig: Þrjú ríki munu ráða úrslitum Útlit er fyrir að McCarthy muni stjórna naumum meirihluta í fulltrúadeildinni, haldi hann áfram að leiða þingflokkinn yfir höfuð. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að hann verði mögulega þingforseti en hann hafi að öllum líkindum misst mikil áhrif í flokknum. Þegar sé byrjuð umræða innan þingflokksins um stöðu hans. Var lofað umfangsmiklum sigri Fréttaveitan vísar í orð þingmannsins Andy Biggs, sem leiðir fylkingu Repúblikana sem kalla sig „House Freedom Caucus“ en það er nokkuð áhrifamikil fylking sem tengist Donald Trump, fyrrverandi forseta. Biggs sagði að flokksmönnum hafi verið lofað umfangsmiklum sigri í kosningunum. Hefði það ræst og Repúblikanar hefðu bætt við sig tuttugu til fjörutíu sætum væri staða McCarthy örugg. Nú þurfi hins vegar að taka umræðu um stöðu hans. Í frétt Politico segir að Biggs og félagar hans krefjist þess að reglum fulltrúadeildarinnar verði breytt og meðal annars á þann hátt að þingmenn eigi auðveldara með að velta forseta þingsins úr sessi. McCarthy er sagður verulega andvígur því, á þeim grundvelli að slíkar breytingar yrðu vopn í höndum Demókrata á komandi kjörtímabili. Trump hefur þó lýst yfir stuðningi við McCarthy og enginn annar þingmaður hefur sagst vilja embætti þingforseta. Erfitt kjörtímabil í vændum McCarthy hringdi þó í helstu bandamenn sína í gær og bað þá um að styðja sig og þrýsta á aðra í þingflokknum að styðja hann einnig. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem McCarthy sækist eftir því að verða þingforseti en hann reyndi það síðast árið 2015 en náði því ekki vegna mótspyrnu meðal íhaldssömustu þingmanna flokksins. Í frétt Washington Post segir að mikil ólga sé innan Repúblikanaflokksins vegna slæms gengis Repúblikana. Nokkrir þingmenn hafa sagt miðlinum að það gæti orðið ómögulegt að halda þingflokknum sameinuðum á næstu tveimur árum. Næsti þingflokkur Repúblikanaflokksins verður skipaður mörgum nýjum og óreyndum þingmönnum sem margir hverjir hafa hlotið innblástur frá Donald Trump. Margir þeirra eru ólmir í að hefja rannsóknir á Joe Biden, forseta, til að hefna fyrir rannsóknir Demókrata sem beinst hafa að Trump. Fjöldi nýrra þingmanna og það hve naumur meirihluti Repúblikana gæti orðið þýðir samkvæmt AP að McCarthy hefur mikið verk fyrir höndum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir „Mér líður ekki vel yfir því sem er að gerast“ Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir marga telja að Bandaríkin rambi beinlínis á barmi nýrrar borgarastyrjaldar, en að engu að síður virðist demókrötum hafa tekist að afstýra stórsigri repúblikana í þingkosningum þar vestra. 9. nóvember 2022 23:01 Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44 Fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum þingdeildum Bandaríska þjóðin bíður nú í ofvæni eftir niðurstöðum þingkosninganna sem fóru fram í gær. Ljóst er að einhver bið getur verið eftir endanlegum niðurstöðum. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum deildum þingsins. 9. nóvember 2022 19:49 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
„Mér líður ekki vel yfir því sem er að gerast“ Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir marga telja að Bandaríkin rambi beinlínis á barmi nýrrar borgarastyrjaldar, en að engu að síður virðist demókrötum hafa tekist að afstýra stórsigri repúblikana í þingkosningum þar vestra. 9. nóvember 2022 23:01
Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44
Fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum þingdeildum Bandaríska þjóðin bíður nú í ofvæni eftir niðurstöðum þingkosninganna sem fóru fram í gær. Ljóst er að einhver bið getur verið eftir endanlegum niðurstöðum. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum deildum þingsins. 9. nóvember 2022 19:49
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent