Daglegt hrós til að ýta undir gróskuhugarfar Hrafnhildur Sigurðardóttir, Ingrid Kuhlman og Unnur Arna Jónsdóttir skrifa 11. nóvember 2022 08:01 Það er líklega fátt sem hefur jafn mikil áhrif á líðan og hugarfarið sem við búum yfir. Það er talið að við séum með 50-70 þúsund hugsanir í kollinum á hverjum sólarhring. Hugur okkar er stanslaust að verki því hlutverk hans er að hugsa, rétt eins og hlutverk hjartans er að slá. Hugarfar, sama hvort það er jákvætt eða neikvætt, hefur mikil áhrif á hvernig okkur líður og hvernig við hegðum okkur en ekki síst hvernig við tökumst á við mistök, mótlæti eða önnur verkefni sem lífið færir okkur. Þess vegna skiptir miklu máli að kenna barni á hugann sinn og að lífið er eins og þrautabraut. Barnið er stöðugt að takast á við þrautir sem fara ekki alltaf eins og það vill. Það hvernig barnið tekst á við þrautirnar og horfir á lausnirnar skiptir öllu máli. Viðhorf þess er hér lykilatriði. Við veljum okkur viðhorf Á hverjum degi stendur barnið frammi fyrir vali um jákvætt eða neikvætt viðhorf til ýmissa atriða. Nefna má dæmi þegar fötin, sem það ætlar í að morgni, eru ekki hrein, uppáhaldsmorgunmaturinn búinn, barnið er ekki tilbúið í heimalestur eða heimanám, sætaskipan í bekknum hefur verið breytt eða þegar barnið er ósátt við reglur um skjá- eða háttatíma. Einföld leið til að hjálpa barninu við að velja viðhorf sitt er að útbúa bros- og fýlukarla, annan með brosandi andliti og hinn með andliti í fýlu. Barnið getur valið brosandi andlitið og fundið í framhaldinu nýjar leiðir, t.d. prófað eitthvað nýtt, en það getur líka valið fýlu-andlitið, farið í fýlu og verið neikvætt. Með þessu móti áttar barnið sig mögulega betur á því að valið er þess, ekki pabba og mömmu, kennarans, bekkjarfélaganna eða annarra. Við getum líka ýtt undir jákvætt hugarfar hjá barninu með því að: ✓ Hjálpa því að horfa á það jákvæða á hverjum degi og ræða í hverju það felist. ✓ Kenna því að taka eftir því sem gleður það, eins og hrósi frá góðum vini, brosi, góðverki eða vel unnu verki. ✓ Nota afmarkaðan tíma í að tala um vandamál. ✓ Hvetja það til að hrósa sjálfu sér og öðrum. ✓ Verja tíma í að tala um allt það sem gengur vel og það sem barnið gerir vel. ✓ Kenna því að taka ábyrgð á eigin líðan og hamingju. ✓ Hjálpa því að koma auga á það sem það er ánægt með í eigin fari. ✓ Hvetja það til að horfa á jákvæða eiginleika í fari ástvina og vina. Grósku- eða festuhugarfar Samkvæmt Carol Dweck, prófessor í sálfræði við Stanford Háskóla, sem hefur gríðarlega reynslu í rannsóknum á hugarfari, er hægt að skipta einstaklingum í tvo hópa; þá sem hafa festuhugarfar og þá sem hafa gróskuhugarfar. Einstaklingar með festuhugarfar: ✓ Trúa því að hæfileikum og hæfni sé ekki hægt að breyta né bæta ✓ Forðast áskoranir ✓ Upplifa hjálparleysi þegar þeir standa frammi fyrir hindrunum ✓ Hafa að markmiði að þykjast klárir ✓ Gefast auðveldlega upp ef þeir gera mistök eða ná ekki settum markmiðum ✓ Forðast gagnrýni ✓ Sækjast eftir viðurkenningu annarra Einstaklingar með gróskuhugarfar: ✓ Trúa því að þeir geti þróað hæfileika sína og hæfni ✓ Fá ánægju út úr því að takast á við áskoranir ✓ Leggja sig fram um að sigrast á hindrunum ✓ Hafa að markmiði að prófa sig áfram og læra Foreldrar eru áhrifavaldar í lífi barnsins Foreldrar geta haft mikil áhrif á hvers konar hugarfar barn tileinkar sér, grósku- eða festuhugarfar. Með því að kenna barni vinnusemi, að hafa gaman af áskorunum, halda áfram þegar hlutirnir eru erfiðir og horfa á mistök sem lærdómstækifæri geta foreldrar ýtt undir að barn þrói með sér gróskuhugarfar. Gróskuhugarfar getur hjálpað barni að þróa með sér þrautseigju, sem er gríðarlega mikilvægur eiginleiki til að vegna vel í lífinu. Hrósum fyrir viðleitni eða dugnað Besta leiðin til að ýta undir gróskuhugarfar hjá barni er að hrósa á skýran og áberandi hátt og einblína frekar á dugnað eða viðleitni en gáfur eða hæfileika. Sem sagt, það er betra að hrósa barni fyrir hversu mikið það lagði sig fram við próflestur en fyrir einkunnina sem það fékk. Hrósum því frekar fyrir að vera duglegt að æfa sig eða mæta á æfingar en fyrir útkomuna í leik/keppni, á tónleikum eða sýningum. Dæmi um hrós: Það er gaman að sjá hvað þú leggur þig mikið fram… Þú sýndir mikið hugrekki þegar… Þú ert alltaf til í að prófa eitthvað nýtt… Notum hrós daglega fyrir framlag eða dugnað til að ýta undir gróskuhugarfar og auka þrautseigju sem er mikilvægur eiginleiki fyrir börn að búa yfir. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra og standa að átakinu Vitundarvakning um vellíðan barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Það er líklega fátt sem hefur jafn mikil áhrif á líðan og hugarfarið sem við búum yfir. Það er talið að við séum með 50-70 þúsund hugsanir í kollinum á hverjum sólarhring. Hugur okkar er stanslaust að verki því hlutverk hans er að hugsa, rétt eins og hlutverk hjartans er að slá. Hugarfar, sama hvort það er jákvætt eða neikvætt, hefur mikil áhrif á hvernig okkur líður og hvernig við hegðum okkur en ekki síst hvernig við tökumst á við mistök, mótlæti eða önnur verkefni sem lífið færir okkur. Þess vegna skiptir miklu máli að kenna barni á hugann sinn og að lífið er eins og þrautabraut. Barnið er stöðugt að takast á við þrautir sem fara ekki alltaf eins og það vill. Það hvernig barnið tekst á við þrautirnar og horfir á lausnirnar skiptir öllu máli. Viðhorf þess er hér lykilatriði. Við veljum okkur viðhorf Á hverjum degi stendur barnið frammi fyrir vali um jákvætt eða neikvætt viðhorf til ýmissa atriða. Nefna má dæmi þegar fötin, sem það ætlar í að morgni, eru ekki hrein, uppáhaldsmorgunmaturinn búinn, barnið er ekki tilbúið í heimalestur eða heimanám, sætaskipan í bekknum hefur verið breytt eða þegar barnið er ósátt við reglur um skjá- eða háttatíma. Einföld leið til að hjálpa barninu við að velja viðhorf sitt er að útbúa bros- og fýlukarla, annan með brosandi andliti og hinn með andliti í fýlu. Barnið getur valið brosandi andlitið og fundið í framhaldinu nýjar leiðir, t.d. prófað eitthvað nýtt, en það getur líka valið fýlu-andlitið, farið í fýlu og verið neikvætt. Með þessu móti áttar barnið sig mögulega betur á því að valið er þess, ekki pabba og mömmu, kennarans, bekkjarfélaganna eða annarra. Við getum líka ýtt undir jákvætt hugarfar hjá barninu með því að: ✓ Hjálpa því að horfa á það jákvæða á hverjum degi og ræða í hverju það felist. ✓ Kenna því að taka eftir því sem gleður það, eins og hrósi frá góðum vini, brosi, góðverki eða vel unnu verki. ✓ Nota afmarkaðan tíma í að tala um vandamál. ✓ Hvetja það til að hrósa sjálfu sér og öðrum. ✓ Verja tíma í að tala um allt það sem gengur vel og það sem barnið gerir vel. ✓ Kenna því að taka ábyrgð á eigin líðan og hamingju. ✓ Hjálpa því að koma auga á það sem það er ánægt með í eigin fari. ✓ Hvetja það til að horfa á jákvæða eiginleika í fari ástvina og vina. Grósku- eða festuhugarfar Samkvæmt Carol Dweck, prófessor í sálfræði við Stanford Háskóla, sem hefur gríðarlega reynslu í rannsóknum á hugarfari, er hægt að skipta einstaklingum í tvo hópa; þá sem hafa festuhugarfar og þá sem hafa gróskuhugarfar. Einstaklingar með festuhugarfar: ✓ Trúa því að hæfileikum og hæfni sé ekki hægt að breyta né bæta ✓ Forðast áskoranir ✓ Upplifa hjálparleysi þegar þeir standa frammi fyrir hindrunum ✓ Hafa að markmiði að þykjast klárir ✓ Gefast auðveldlega upp ef þeir gera mistök eða ná ekki settum markmiðum ✓ Forðast gagnrýni ✓ Sækjast eftir viðurkenningu annarra Einstaklingar með gróskuhugarfar: ✓ Trúa því að þeir geti þróað hæfileika sína og hæfni ✓ Fá ánægju út úr því að takast á við áskoranir ✓ Leggja sig fram um að sigrast á hindrunum ✓ Hafa að markmiði að prófa sig áfram og læra Foreldrar eru áhrifavaldar í lífi barnsins Foreldrar geta haft mikil áhrif á hvers konar hugarfar barn tileinkar sér, grósku- eða festuhugarfar. Með því að kenna barni vinnusemi, að hafa gaman af áskorunum, halda áfram þegar hlutirnir eru erfiðir og horfa á mistök sem lærdómstækifæri geta foreldrar ýtt undir að barn þrói með sér gróskuhugarfar. Gróskuhugarfar getur hjálpað barni að þróa með sér þrautseigju, sem er gríðarlega mikilvægur eiginleiki til að vegna vel í lífinu. Hrósum fyrir viðleitni eða dugnað Besta leiðin til að ýta undir gróskuhugarfar hjá barni er að hrósa á skýran og áberandi hátt og einblína frekar á dugnað eða viðleitni en gáfur eða hæfileika. Sem sagt, það er betra að hrósa barni fyrir hversu mikið það lagði sig fram við próflestur en fyrir einkunnina sem það fékk. Hrósum því frekar fyrir að vera duglegt að æfa sig eða mæta á æfingar en fyrir útkomuna í leik/keppni, á tónleikum eða sýningum. Dæmi um hrós: Það er gaman að sjá hvað þú leggur þig mikið fram… Þú sýndir mikið hugrekki þegar… Þú ert alltaf til í að prófa eitthvað nýtt… Notum hrós daglega fyrir framlag eða dugnað til að ýta undir gróskuhugarfar og auka þrautseigju sem er mikilvægur eiginleiki fyrir börn að búa yfir. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra og standa að átakinu Vitundarvakning um vellíðan barna.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun