Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir að Frágangur sé nú þegar orðinn mikilvægur innviður fyrir bílaviðskipti. Hann hlakkar til að vinna með félaginu.
„Við hjá Arion banka höfum brennandi áhuga á að einfalda fólki lífið varðandi fjármál og viðskipti. Frágangur er nú þegar orðinn mikilvægur innviður fyrir bílaviðskipti og hlökkum til að vinna með félaginu í áframhaldandi þróun,“ er haft eftir Benedikt í tilkynningu.
Helgi Pjetur, framkvæmdastjóri Frágangs segist vera afar ánægður með innkomu bankans í hluthafahóp Frágangs.
„Þessi fjárfesting mun gera okkur kleift að þróa lausnina okkar enn hraðar og hefja frekari markaðssókn hér á Íslandi. Við munum einnig njóta góðs af mikilli reynslu starfsfólks Arion þegar kemur að ökutækjafjármögnun og öðrum ferlum tengdum ökutækjaviðskiptum almennt,“ segir Helgi.