Höfuðborg hárra skatta Ólafur Stephensen skrifar 11. nóvember 2022 10:01 Fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu fyrir næsta ár líta dagsins ljós ein af annarri þessa dagana. Á höfuðborgarsvæðinu er mikill meirihluti allra fyrirtækja í landinu rekinn og atvinnurekendur fylgjast af miklum áhuga með tillögum um skatta á atvinnuhúsnæði, sem sveitarfélögin hyggjast leggja á. Myndin sem teiknast upp er sú að nágrannasveitarfélög Reykjavíkur eru öll með mun lægri álögur á atvinnuhúsnæði en höfuðborgin og sum hyggjast lækka þær enn frekar á næsta ári. Hafnarfjörður hefur þegar lækkað fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði úr hinu lögleyfða hámarki, 1,65% af fasteignamati, niður í 1,4% á stuttum tíma til að mæta miklum hækkunum á matinu. Sú prósenta verður óbreytt á næsta ári. Kópavogur hefur tilkynnt lækkun á fasteignaskattinum; hann verður 1,42% á atvinnuhúsnæði á næsta ári. Í Mosfellsbæ er lagt til að skattprósentan lækki og verði 1,52%. Í Garðabæ er skatturinn 1,55% á þessu ári, en boðað er að lögð verði til lækkun á milli umræðna í bæjarstjórn. Seltjarnarnes hefur lengi skorið sig úr með 1,185% skatt á atvinnuhúsnæði – en einnig þar er boðuð lækkun. Reykjavík, sem innheimtir um helming allra fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði á landinu, trónir á toppnum með sín 1,6%. Borgin hefur lækkað skatt á atvinnuhúsnæði bæði seinna og minna en nágrannasveitarfélögin og þannig vegið lítið upp á móti fordæmalausum hækkunum á fasteignamati. Það var ekki fyrr en árið 2021 sem borgin lækkaði skattinn úr hámarkinu, 1,65%, niður í 1,6%. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan skilaði sú breyting sér í tímabundinni lækkun skatttekna á því ári. Á næsta ári mun borgin hins vegar ná þeim áfanga að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hafi tvöfaldazt á þeim tíma sem liðinn er frá frá því að núverandi tekjumatsaðferð var tekin upp við gerð fasteignamats fyrir atvinnuhúsnæði. Skatttekjur borgarinnar af húsnæði atvinnurekenda hafa þá hækkað úr 8,4 milljörðum árið 2015 í 16,9 milljarða árið 2023 – um 101%. Á þessum tíma hafa skattarnir hækkað um rúmlega milljarð á ári að jafnaði. Lítil lækkun og seint Þetta gerist þrátt fyrir að í meirihluta borgarstjórnar séu flokkar sem lofuðu lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði fyrir kosningarnar síðastliðið vor. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins sagðist í hlaðvarpsþættinum Kaffikróknum hjá FA vilja færa fasteignaskattinn nær því sem væri t.d. í Hafnarfirði, og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar sagðist vilja lækka hann niður í 1,55%. Slík lækkun myndi reyndar þýða að borgin væri enn með hæsta fasteignaskattinn á atvinnuhúsnæði af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaðan í meirihlutasáttmálanum er hins vegar sú að boðuð er lækkun – ekki kemur fram hversu mikil – í lok kjörtímabilsins. Á næsta ári hyggst Reykjavíkurborg sækja 1,7 milljarða í viðbótarskatttekjur til fyrirtækjanna í borginni með því að halda skattprósentunni óbreyttri. Einhverjir sem kusu áðurnefnda flokka út á stefnu þeirra í málefnum atvinnulífsins, hljóta að hafa orðið fyrir vonbrigðum. Höfuðborg atvinnurekstrar? „Fyrirtæki eru að leita annað. Stórfyrirtæki sem vilja koma hingað og reisa stórt atvinnuhúsnæði upp á þúsundir fermetra, fá ekki svör hjá borginni af því að það eru ekki lóðir í boði. Við sjáum fyrirtæki eins og Icelandair sem er að flytja úr borginni. Þetta er allt röng þróun sem við þurfum að snúa við. Ef við horfum á þetta úr þrjátíu þúsund fetum þá vil ég að Reykjavík sé höfuðborg atvinnurekstrar á Íslandi. Það er hægt að snúa þessu við með því að laða fyrirtækin inn í borgina fremur en að ýta þeim út,“ sagði Einar Þorsteinsson, núverandi formaður borgarráðs og verðandi borgarstjóri, í áðurnefndum hlaðvarpsþætti FA. Niðurstaðan virðist fremur sú að Reykjavík sé orðin höfuðborg hárra skatta á atvinnulífið. Skattastefnan er hluti af atvinnustefnunni Félag atvinnurekenda gagnrýndi fyrir kosningar að gefin væri út ný atvinnu- og nýsköpunarstefna borgarinnar án þess að minnast einu orði á skatta. Skattastefnan er að sjálfsögðu hluti af atvinnustefnunni. Stefna borgarinnar um háa skatta er ein ástæða þess að fyrirtæki „kjósa með fótunum“, eins og bæjarstjórinn í Kópavogi orðaði það í blaðagrein í vikunni, og færa sig í önnur sveitarfélög. Í samstarfssáttmála meirihlutaflokkanna í Reykjavík segir: „Við viljum tryggja gott framboð atvinnulóða og finna léttri iðnaðarstarfsemi stað. Við viljum kortleggja eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði og skapandi samvinnurýmum og styðja við slíka uppbyggingu í takt við þörf í blandaðri byggð í hverfum.“ Hljómar vel – en hver á að vilja lóðir undir nýtt atvinnuhúsnæði þegar nágrannasveitarfélögin bjóða augljóslega betur, bæði í lóða- og skattamálum? Ef borgarstjórnarmeirihlutanum er alvara með að vilja efla og styðja atvinnulífið í Reykjavík þá dugir ekki skattalækkun eftir þrjú ár. Hún þarf að koma núna til að viðhalda samkeppnishæfni borgarinnar gagnvart nágrannasveitarfélögum. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur enn tíma til að gera skynsamlegar breytingar á fjárhagsáætlun næsta árs. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skattar og tollar Reykjavík Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu fyrir næsta ár líta dagsins ljós ein af annarri þessa dagana. Á höfuðborgarsvæðinu er mikill meirihluti allra fyrirtækja í landinu rekinn og atvinnurekendur fylgjast af miklum áhuga með tillögum um skatta á atvinnuhúsnæði, sem sveitarfélögin hyggjast leggja á. Myndin sem teiknast upp er sú að nágrannasveitarfélög Reykjavíkur eru öll með mun lægri álögur á atvinnuhúsnæði en höfuðborgin og sum hyggjast lækka þær enn frekar á næsta ári. Hafnarfjörður hefur þegar lækkað fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði úr hinu lögleyfða hámarki, 1,65% af fasteignamati, niður í 1,4% á stuttum tíma til að mæta miklum hækkunum á matinu. Sú prósenta verður óbreytt á næsta ári. Kópavogur hefur tilkynnt lækkun á fasteignaskattinum; hann verður 1,42% á atvinnuhúsnæði á næsta ári. Í Mosfellsbæ er lagt til að skattprósentan lækki og verði 1,52%. Í Garðabæ er skatturinn 1,55% á þessu ári, en boðað er að lögð verði til lækkun á milli umræðna í bæjarstjórn. Seltjarnarnes hefur lengi skorið sig úr með 1,185% skatt á atvinnuhúsnæði – en einnig þar er boðuð lækkun. Reykjavík, sem innheimtir um helming allra fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði á landinu, trónir á toppnum með sín 1,6%. Borgin hefur lækkað skatt á atvinnuhúsnæði bæði seinna og minna en nágrannasveitarfélögin og þannig vegið lítið upp á móti fordæmalausum hækkunum á fasteignamati. Það var ekki fyrr en árið 2021 sem borgin lækkaði skattinn úr hámarkinu, 1,65%, niður í 1,6%. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan skilaði sú breyting sér í tímabundinni lækkun skatttekna á því ári. Á næsta ári mun borgin hins vegar ná þeim áfanga að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hafi tvöfaldazt á þeim tíma sem liðinn er frá frá því að núverandi tekjumatsaðferð var tekin upp við gerð fasteignamats fyrir atvinnuhúsnæði. Skatttekjur borgarinnar af húsnæði atvinnurekenda hafa þá hækkað úr 8,4 milljörðum árið 2015 í 16,9 milljarða árið 2023 – um 101%. Á þessum tíma hafa skattarnir hækkað um rúmlega milljarð á ári að jafnaði. Lítil lækkun og seint Þetta gerist þrátt fyrir að í meirihluta borgarstjórnar séu flokkar sem lofuðu lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði fyrir kosningarnar síðastliðið vor. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins sagðist í hlaðvarpsþættinum Kaffikróknum hjá FA vilja færa fasteignaskattinn nær því sem væri t.d. í Hafnarfirði, og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar sagðist vilja lækka hann niður í 1,55%. Slík lækkun myndi reyndar þýða að borgin væri enn með hæsta fasteignaskattinn á atvinnuhúsnæði af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaðan í meirihlutasáttmálanum er hins vegar sú að boðuð er lækkun – ekki kemur fram hversu mikil – í lok kjörtímabilsins. Á næsta ári hyggst Reykjavíkurborg sækja 1,7 milljarða í viðbótarskatttekjur til fyrirtækjanna í borginni með því að halda skattprósentunni óbreyttri. Einhverjir sem kusu áðurnefnda flokka út á stefnu þeirra í málefnum atvinnulífsins, hljóta að hafa orðið fyrir vonbrigðum. Höfuðborg atvinnurekstrar? „Fyrirtæki eru að leita annað. Stórfyrirtæki sem vilja koma hingað og reisa stórt atvinnuhúsnæði upp á þúsundir fermetra, fá ekki svör hjá borginni af því að það eru ekki lóðir í boði. Við sjáum fyrirtæki eins og Icelandair sem er að flytja úr borginni. Þetta er allt röng þróun sem við þurfum að snúa við. Ef við horfum á þetta úr þrjátíu þúsund fetum þá vil ég að Reykjavík sé höfuðborg atvinnurekstrar á Íslandi. Það er hægt að snúa þessu við með því að laða fyrirtækin inn í borgina fremur en að ýta þeim út,“ sagði Einar Þorsteinsson, núverandi formaður borgarráðs og verðandi borgarstjóri, í áðurnefndum hlaðvarpsþætti FA. Niðurstaðan virðist fremur sú að Reykjavík sé orðin höfuðborg hárra skatta á atvinnulífið. Skattastefnan er hluti af atvinnustefnunni Félag atvinnurekenda gagnrýndi fyrir kosningar að gefin væri út ný atvinnu- og nýsköpunarstefna borgarinnar án þess að minnast einu orði á skatta. Skattastefnan er að sjálfsögðu hluti af atvinnustefnunni. Stefna borgarinnar um háa skatta er ein ástæða þess að fyrirtæki „kjósa með fótunum“, eins og bæjarstjórinn í Kópavogi orðaði það í blaðagrein í vikunni, og færa sig í önnur sveitarfélög. Í samstarfssáttmála meirihlutaflokkanna í Reykjavík segir: „Við viljum tryggja gott framboð atvinnulóða og finna léttri iðnaðarstarfsemi stað. Við viljum kortleggja eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði og skapandi samvinnurýmum og styðja við slíka uppbyggingu í takt við þörf í blandaðri byggð í hverfum.“ Hljómar vel – en hver á að vilja lóðir undir nýtt atvinnuhúsnæði þegar nágrannasveitarfélögin bjóða augljóslega betur, bæði í lóða- og skattamálum? Ef borgarstjórnarmeirihlutanum er alvara með að vilja efla og styðja atvinnulífið í Reykjavík þá dugir ekki skattalækkun eftir þrjú ár. Hún þarf að koma núna til að viðhalda samkeppnishæfni borgarinnar gagnvart nágrannasveitarfélögum. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur enn tíma til að gera skynsamlegar breytingar á fjárhagsáætlun næsta árs. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun