Meiri gæði, öryggi og ánægja í ferðamannalandinu Íslandi Gréta María Grétarsdóttir skrifar 14. nóvember 2022 08:01 Þessa dagana mætir okkur í matvöruverslunum brosandi fólk og býður Neyðarkallinn til sölu, eða raunar Neyðarkonuna þetta árið. Ég hvet auðvitað öll til að styðja við öflugt starf björgunarsveitanna okkar um allt land, með því að kaupa neyðarfólkið eða með öðrum hætti. Starf þeirra er ómetanlegt og landið væri einfaldlega ekki eins öruggt og raun ber vitni ef þeirra nyti ekki við. Best væri að við þyrftum engar björgunarsveitir Það væri samt auðvitað best ef við þyrftum aldrei á björgunarsveitunum að halda. Nú þegar ferðaþjónustan er að komast í eðlilegt horf heyrum við aftur af ógöngum, slysum og stundum harmleikjum sem verða þegar fólk ferðast um okkar fallega en viðsjárverða land. Þetta eru sem betur fer auðvitað algjörar undantekningar en engu að síður verður að gefa þeim gaum og huga að því hvernig við getum komið í veg fyrir sem allra flest slys og óhöpp á ferðalögum. Í ljósi þess að ferðamennskan er nú komin á fullan snúning á ný er brýnt að eiga samtal, sem að einhverju leyti er hafið, um öryggismál og það hvernig hægt er að samræma aðgangsmál á vinsælum stöðum, hvernig hægt er að nýta reynslu á einum stað á fleiri stöðum og hvenær almenn upplýsingagjöf og reglur þurfa að koma til. Þarna þurfa allir að koma að og ferðaþjónustan sjálf í heild sinni er auðvitað engin undantekning þar á. Framtíðin liggur í gæðunum En þetta á sömuleiðis við um ýmislegt fleira sem snertir ferðaþjónustuna. Þegar hjólin eru farin að snúast á nýjan leik er mikilvægt að við setjum aftur af stað það samtal sem átti sér stað í uppsveiflu ferðamennskunnar fyrir heimsfaraldur, um það hvernig ferðaþjónustan getur þroskast og fest sig betur í sessi sem sú burðaratvinnugrein sem hún er orðin. Framtíð Íslands sem ferðamannalands verðum við að byggja á því frábæra orðspori sem Ísland hefur sem fallegt, óheflað en aðgengilegt og öruggt land. Við eigum líka að byggja á þeirri frábæru reynslu í uppbyggingu ferðaþjónustu sem orðið hefur til síðustu áratugi og gæta þess að hnökrarnir sem upp hafa komið í ferðamanna-„sprengjunni“ undanfarinn áratug verði vaxtarverkir en ekki viðvarandi ástand. Lykillinn að því að Ísland verði til langframa eftirsóttur gæða-áfangastaður liggur í því að byggja upp orðspor landsins sem einstakan stað til að sækja heim. Fyrst og fremst þá auðvitað vegna náttúru sem á nánast engan sinn líka, en ekki síður vegna gestrisni og gæða í þeirri þjónustu sem boðið er upp á. Fagmennska, öryggi og aðgengi eiga að vera til fyrirmyndar þegar fólk sækir okkur heim, þannig tryggjum við að gestir okkar fari ánægðir heim með lífsreynslu í farteskinu sem þeir gleyma aldrei. Það verður alltaf okkar besta auglýsing. Betra ferðamannaland fyrir ferðamenn, starfsfólk og heimafólk Framundan er mikilvæg vinna, samtal allra aðila sem koma að ferðaþjónustunni; fyrirtækjanna, opinberra aðila og heimamanna um land allt um það hvernig við getum byggt upp ferðaþjónustuna þannig að öll njóti góðs af. Þannig getum við byggt upp heilsárs-ferðaþjónustu með vel þjálfuðu og reyndu fagfólki og á sama tíma getum við boðið fólki að njóta alls þess sem landið hefur að bjóða á öruggan hátt, án þess að ganga á náttúruna eða lífsgæði heimafólks. Við hjá Arctic Adventures erum ofboðslega glöð að geta aftur sinnt því sem við gerum best og höfum mesta ánægju af; að leiðsegja ævintýra- og fróðleiksþyrstu fólki um okkar frábæra land. En um leið hlökkum við til þess að taka þátt í að gera ferðamannalandið Ísland enn betra fyrir okkur öll. Höfundur er forstjóri Arctic Adventures. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana mætir okkur í matvöruverslunum brosandi fólk og býður Neyðarkallinn til sölu, eða raunar Neyðarkonuna þetta árið. Ég hvet auðvitað öll til að styðja við öflugt starf björgunarsveitanna okkar um allt land, með því að kaupa neyðarfólkið eða með öðrum hætti. Starf þeirra er ómetanlegt og landið væri einfaldlega ekki eins öruggt og raun ber vitni ef þeirra nyti ekki við. Best væri að við þyrftum engar björgunarsveitir Það væri samt auðvitað best ef við þyrftum aldrei á björgunarsveitunum að halda. Nú þegar ferðaþjónustan er að komast í eðlilegt horf heyrum við aftur af ógöngum, slysum og stundum harmleikjum sem verða þegar fólk ferðast um okkar fallega en viðsjárverða land. Þetta eru sem betur fer auðvitað algjörar undantekningar en engu að síður verður að gefa þeim gaum og huga að því hvernig við getum komið í veg fyrir sem allra flest slys og óhöpp á ferðalögum. Í ljósi þess að ferðamennskan er nú komin á fullan snúning á ný er brýnt að eiga samtal, sem að einhverju leyti er hafið, um öryggismál og það hvernig hægt er að samræma aðgangsmál á vinsælum stöðum, hvernig hægt er að nýta reynslu á einum stað á fleiri stöðum og hvenær almenn upplýsingagjöf og reglur þurfa að koma til. Þarna þurfa allir að koma að og ferðaþjónustan sjálf í heild sinni er auðvitað engin undantekning þar á. Framtíðin liggur í gæðunum En þetta á sömuleiðis við um ýmislegt fleira sem snertir ferðaþjónustuna. Þegar hjólin eru farin að snúast á nýjan leik er mikilvægt að við setjum aftur af stað það samtal sem átti sér stað í uppsveiflu ferðamennskunnar fyrir heimsfaraldur, um það hvernig ferðaþjónustan getur þroskast og fest sig betur í sessi sem sú burðaratvinnugrein sem hún er orðin. Framtíð Íslands sem ferðamannalands verðum við að byggja á því frábæra orðspori sem Ísland hefur sem fallegt, óheflað en aðgengilegt og öruggt land. Við eigum líka að byggja á þeirri frábæru reynslu í uppbyggingu ferðaþjónustu sem orðið hefur til síðustu áratugi og gæta þess að hnökrarnir sem upp hafa komið í ferðamanna-„sprengjunni“ undanfarinn áratug verði vaxtarverkir en ekki viðvarandi ástand. Lykillinn að því að Ísland verði til langframa eftirsóttur gæða-áfangastaður liggur í því að byggja upp orðspor landsins sem einstakan stað til að sækja heim. Fyrst og fremst þá auðvitað vegna náttúru sem á nánast engan sinn líka, en ekki síður vegna gestrisni og gæða í þeirri þjónustu sem boðið er upp á. Fagmennska, öryggi og aðgengi eiga að vera til fyrirmyndar þegar fólk sækir okkur heim, þannig tryggjum við að gestir okkar fari ánægðir heim með lífsreynslu í farteskinu sem þeir gleyma aldrei. Það verður alltaf okkar besta auglýsing. Betra ferðamannaland fyrir ferðamenn, starfsfólk og heimafólk Framundan er mikilvæg vinna, samtal allra aðila sem koma að ferðaþjónustunni; fyrirtækjanna, opinberra aðila og heimamanna um land allt um það hvernig við getum byggt upp ferðaþjónustuna þannig að öll njóti góðs af. Þannig getum við byggt upp heilsárs-ferðaþjónustu með vel þjálfuðu og reyndu fagfólki og á sama tíma getum við boðið fólki að njóta alls þess sem landið hefur að bjóða á öruggan hátt, án þess að ganga á náttúruna eða lífsgæði heimafólks. Við hjá Arctic Adventures erum ofboðslega glöð að geta aftur sinnt því sem við gerum best og höfum mesta ánægju af; að leiðsegja ævintýra- og fróðleiksþyrstu fólki um okkar frábæra land. En um leið hlökkum við til þess að taka þátt í að gera ferðamannalandið Ísland enn betra fyrir okkur öll. Höfundur er forstjóri Arctic Adventures.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun