Heimsmeistarkeppnin í Qatar – slökkvum á sjónvarpstækjunum Halldór Reynisson skrifar 15. nóvember 2022 12:01 Heimsmeistarakeppin karla í fótbolta er að hefjast í Qatar. Undir venjulegum kringumstæðum er slíkt keppni atburður sem við áhugamenn um fótbolta bíðum með óþreyju enda hafa þessar keppnir oft verið veisla hinnar fallegu íþróttar. Sjálfur hef ég fylgst með heimsmeistarakeppnum í karlaboltanum frá 1966. Nú bregður öðruvísi við. Keppnin er haldin í landi sem á sér enga fótboltahefð og hefur aldrei komist á heimsmeistarakeppni. Fréttir hafa borist af því að fjöldi fólks, aðallega verkamenn frá Asíu hafi látið lífið við framkvæmdir. Samkvæmt nýlegri frétt í Guardian er talið að allt að 6500 manns hafi látist í undirbúningi keppninnar. Talað er um mannsal þar sem óprúttnir skuggabaldar notfæra sér eymd þessa verkafólks. Samkvæmt sömu heimild hafa allt að eitt hundrað þúsund verkamenn orðið fyrir barðinu á slíkum glæpamönnum. Þá eru háværar raddir um að stórfelldar mútur hafi verið greiddar til áhrifafólks í fótboltanum til að tryggja að mótið væri haldið í Qatar, væntanlega til að þvo olíumengaðar hendur al-Thani einræðisherra. Ofan í kaupið eru mannréttindi í þessu olíuauðuga Arabaríki ekki upp á marga fiska. Samkynhneigt fólk er óvelkomið, viðurlögin við samkynheigð í landinu eru allt að 5 ára fangelsi. Og allt að 7 ára fangelsi fyrir kynlíf utan hjónabands, - lesist konur. Lastalistinn er eflaust mun lengri en þetta nægir. Philipp Lahm sem var fyrirliði heimsmeistara Þjóðverja 2014 ætlar að sitja heima af siðferðisástæðum. Hann segir að mannréttindi verði að vera nauðsynleg forsenda ætli einhver sér að halda heimsmeistarakeppni í fótbolta. Þegar ég var strákur að spila fótbolta ólumst við mörg upp við heilræði sr. Friðriks, stofnanda Vals og Hauka: “Látið ekki kappið bera fegurðina ofurliði”. Nú er það ekki bara kappið sem virðist hafa borið fegurðina ofurliði í fótboltanum einnig heldur peningarnir. Nýjasta dæmið er svo að KSÍ lætur Saudi-Arabíu sem er alræmt ríki fyrir brot á mannréttindum kaupa sig til að halda æfingaleik fyrir karlalandsliðið. Það kemur í kjölfar umræðu um þá eitruðu karlmennsku og ásakana um kynferðisofbeldi sem virðist hafa verið kúltúrinn í kringum karlaboltann, altént sumstaðar. Það er umhugsunarvert í ljósi þess að fótboltafélög hafa verið óþreytandi að minna á uppeldisgildi íþróttarinnar, einkum til að fá peninga úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Ég er ekki viss um að strákarnir okkar hafi alltaf fengið nógu gott uppeldi í fótboltanum, að dæma af þeim málum sem upp hafa komið. Helsta von okkar fótboltaáhugamanna um fallegan leik hér á landi er kvennafótboltinn, ekki síst íslenska kvennalandsliðið í fótbolta sem er til fyrirmyndar. Það berst óþefur af peningum og ofbeldi frá heimsmeistarakeppninni í fótbolta sem haldin er í Qatar. Segja má að keppnin sé haldin á blóðvöllum einræðisríkis sem þverbrýtur mannréttindi. Svo mikill er óþefurinn að ég sem áhugamaður um fótbolta til margra áratuga – ætla að slökkva kyrfilega á sjónvarpinu þegar kveikt verður á flóðljósum og leikir verða sýndir í sjónvarpi. Sömuleiðis ætla ég að forðast umfjöllun um þetta alræmda mót. Ég skora á alla áhugamenn um hina fallegu íþrótt að gera slíkt hið sama. Höfundur er áhugamaður um fallegan fótbolta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HM 2022 í Katar Fótbolti Mannréttindi Katar Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Heimsmeistarakeppin karla í fótbolta er að hefjast í Qatar. Undir venjulegum kringumstæðum er slíkt keppni atburður sem við áhugamenn um fótbolta bíðum með óþreyju enda hafa þessar keppnir oft verið veisla hinnar fallegu íþróttar. Sjálfur hef ég fylgst með heimsmeistarakeppnum í karlaboltanum frá 1966. Nú bregður öðruvísi við. Keppnin er haldin í landi sem á sér enga fótboltahefð og hefur aldrei komist á heimsmeistarakeppni. Fréttir hafa borist af því að fjöldi fólks, aðallega verkamenn frá Asíu hafi látið lífið við framkvæmdir. Samkvæmt nýlegri frétt í Guardian er talið að allt að 6500 manns hafi látist í undirbúningi keppninnar. Talað er um mannsal þar sem óprúttnir skuggabaldar notfæra sér eymd þessa verkafólks. Samkvæmt sömu heimild hafa allt að eitt hundrað þúsund verkamenn orðið fyrir barðinu á slíkum glæpamönnum. Þá eru háværar raddir um að stórfelldar mútur hafi verið greiddar til áhrifafólks í fótboltanum til að tryggja að mótið væri haldið í Qatar, væntanlega til að þvo olíumengaðar hendur al-Thani einræðisherra. Ofan í kaupið eru mannréttindi í þessu olíuauðuga Arabaríki ekki upp á marga fiska. Samkynhneigt fólk er óvelkomið, viðurlögin við samkynheigð í landinu eru allt að 5 ára fangelsi. Og allt að 7 ára fangelsi fyrir kynlíf utan hjónabands, - lesist konur. Lastalistinn er eflaust mun lengri en þetta nægir. Philipp Lahm sem var fyrirliði heimsmeistara Þjóðverja 2014 ætlar að sitja heima af siðferðisástæðum. Hann segir að mannréttindi verði að vera nauðsynleg forsenda ætli einhver sér að halda heimsmeistarakeppni í fótbolta. Þegar ég var strákur að spila fótbolta ólumst við mörg upp við heilræði sr. Friðriks, stofnanda Vals og Hauka: “Látið ekki kappið bera fegurðina ofurliði”. Nú er það ekki bara kappið sem virðist hafa borið fegurðina ofurliði í fótboltanum einnig heldur peningarnir. Nýjasta dæmið er svo að KSÍ lætur Saudi-Arabíu sem er alræmt ríki fyrir brot á mannréttindum kaupa sig til að halda æfingaleik fyrir karlalandsliðið. Það kemur í kjölfar umræðu um þá eitruðu karlmennsku og ásakana um kynferðisofbeldi sem virðist hafa verið kúltúrinn í kringum karlaboltann, altént sumstaðar. Það er umhugsunarvert í ljósi þess að fótboltafélög hafa verið óþreytandi að minna á uppeldisgildi íþróttarinnar, einkum til að fá peninga úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Ég er ekki viss um að strákarnir okkar hafi alltaf fengið nógu gott uppeldi í fótboltanum, að dæma af þeim málum sem upp hafa komið. Helsta von okkar fótboltaáhugamanna um fallegan leik hér á landi er kvennafótboltinn, ekki síst íslenska kvennalandsliðið í fótbolta sem er til fyrirmyndar. Það berst óþefur af peningum og ofbeldi frá heimsmeistarakeppninni í fótbolta sem haldin er í Qatar. Segja má að keppnin sé haldin á blóðvöllum einræðisríkis sem þverbrýtur mannréttindi. Svo mikill er óþefurinn að ég sem áhugamaður um fótbolta til margra áratuga – ætla að slökkva kyrfilega á sjónvarpinu þegar kveikt verður á flóðljósum og leikir verða sýndir í sjónvarpi. Sömuleiðis ætla ég að forðast umfjöllun um þetta alræmda mót. Ég skora á alla áhugamenn um hina fallegu íþrótt að gera slíkt hið sama. Höfundur er áhugamaður um fallegan fótbolta.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun