Innlent

Kalda­vatns­laust í vestur­bæ Reykja­víkur og Sel­tjarnar­nesi vegna bilunar

Atli Ísleifsson skrifar
Bilunin er fundin.
Bilunin er fundin. Vísir/Egill

Víðtækt kaldavatnsleysi er nú í vesturhluta Reykjavíkur og Seltjarnarnesi vegna bilunar. Bilunin er fundin og er unnið að viðgerð.

Þetta kemur fram á vef Veitna. Þar segir að varað sé við slysahættu vegna þess að einungis komi heitt vatn úr blöndunartækjum. 

„Ef þú þarft að sturta niður úr salerninu geturðu notað til þess heita vatnið. Gættu þess þó að það sé ekki alveg sjóðheitt því það getur sprengt postulín.

Þurfirðu neysluvatn meðan á kaldavatnsleysinu stendur, geturðu notað vatn úr heita krananum og kælt það. Brennisteinninn í vatninu getur valdið sumum óþægindum en er skaðlaus.

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa,“ segir á vef Veitna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×