Reykjanesbraut lokuð í sólarhring Atli Ísleifsson skrifar 16. nóvember 2022 09:07 Lokunina má rekja til þess að til stendur að malbika Reykjanesbraut á um 2,7 km kafla við álverið í Straumsvík. Vegagerðin Reykjanesbraut verður lokað í kvöld á kaflanum frá Grindavíkurvegi og í átt að Hafnarfirði vegna malbiksframkvæmda. Veginum verður lokað klukkan 20 í kvöld og er áætlað að opnað verði á ný klukkan 20 annað kvöld. Á vef Vegagerðarinnar segir að hjáleið verði um Krýsuvíkurveg og að opið verði fyrir umferð í átt að Keflavíkurflugvelli. Lokunina má rekja til þess að til stendur að malbika Reykjanesbraut á um 2,7 km kafla við álverið í Straumsvík. „Reykjanesbrautin verður opin fyrir umferð til Suðurnesja og á flugvöllinn allan framkvæmdatímann. Vegurinn verður lokaður við Grindavíkurveg, fyrir umferð í átt til Reykjavíkur en opið verður fyrir íbúa og þá sem eiga erindi í Voga og á Vatnsleysuströnd. Hjáleið verður um Grindavíkurveg (43), Suðurstrandarveg (427) og Krýsuvíkurveg (42) fyrir þá sem eru á leið til höfuðborgarinnar. Sú leið er lengri og því þurfa ökumenn að gera ráð fyrir lengri ferðatíma. Einnig er bent á að umferðartafir gætu orðið nokkrar og ökumenn beðnir um að aka varlega og sýna tillitssemi. Hraði á Krýsuvíkurvegi verður tekinn niður í 50 km/klst. á nokkrum stöðum auk þess sem hugað verður að aukinni vetrarþjónustu á veginum ef á þarf að halda. Til stóð að malbika þennan kafla Reykjanesbrautarinnar sumarið 2023 en hjólför hafa myndast hraðar en ráð var fyrir gert og því talið nauðsynlegt að ráðast í þessar framkvæmdir fyrir veturinn til að gæta fyllsta öryggis vegfarenda. Dagsetning framkvæmdanna nú er valin vegna hagstæða veðurskilyrða í vikunni. Björgunarsveitarfólk og starfsfólk Vegagerðarinnar verður við lokunarstöðvar og helstu gatnamót. Þetta er gert til að auka öryggi og til að bregðast við ef hleypa þarf í gegn viðbragðsaðilum í forgangsakstri. Lokun Reykjanesbrautarinnar eru unnin í góðri samvinnu við helstu hagaðila,“ segir í tilkynningunni á vef Vegagerðarinnar. Vegagerð Reykjavík Hafnarfjörður Reykjanesbær Umferð Vogar Suðurnesjabær Grindavík Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Á vef Vegagerðarinnar segir að hjáleið verði um Krýsuvíkurveg og að opið verði fyrir umferð í átt að Keflavíkurflugvelli. Lokunina má rekja til þess að til stendur að malbika Reykjanesbraut á um 2,7 km kafla við álverið í Straumsvík. „Reykjanesbrautin verður opin fyrir umferð til Suðurnesja og á flugvöllinn allan framkvæmdatímann. Vegurinn verður lokaður við Grindavíkurveg, fyrir umferð í átt til Reykjavíkur en opið verður fyrir íbúa og þá sem eiga erindi í Voga og á Vatnsleysuströnd. Hjáleið verður um Grindavíkurveg (43), Suðurstrandarveg (427) og Krýsuvíkurveg (42) fyrir þá sem eru á leið til höfuðborgarinnar. Sú leið er lengri og því þurfa ökumenn að gera ráð fyrir lengri ferðatíma. Einnig er bent á að umferðartafir gætu orðið nokkrar og ökumenn beðnir um að aka varlega og sýna tillitssemi. Hraði á Krýsuvíkurvegi verður tekinn niður í 50 km/klst. á nokkrum stöðum auk þess sem hugað verður að aukinni vetrarþjónustu á veginum ef á þarf að halda. Til stóð að malbika þennan kafla Reykjanesbrautarinnar sumarið 2023 en hjólför hafa myndast hraðar en ráð var fyrir gert og því talið nauðsynlegt að ráðast í þessar framkvæmdir fyrir veturinn til að gæta fyllsta öryggis vegfarenda. Dagsetning framkvæmdanna nú er valin vegna hagstæða veðurskilyrða í vikunni. Björgunarsveitarfólk og starfsfólk Vegagerðarinnar verður við lokunarstöðvar og helstu gatnamót. Þetta er gert til að auka öryggi og til að bregðast við ef hleypa þarf í gegn viðbragðsaðilum í forgangsakstri. Lokun Reykjanesbrautarinnar eru unnin í góðri samvinnu við helstu hagaðila,“ segir í tilkynningunni á vef Vegagerðarinnar.
Vegagerð Reykjavík Hafnarfjörður Reykjanesbær Umferð Vogar Suðurnesjabær Grindavík Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira