Innlent

Birgitta þakk­lát við­bragðs­aðilum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Birgitta Líf Björnsdóttir er eigandi Bankastrætis Club.
Birgitta Líf Björnsdóttir er eigandi Bankastrætis Club. Vísir/sigurjón

Birgitta Líf Björnsdóttir, eigandi Bankastræti Club, segist þakklát fyrir viðbrögð þeirra sem komu að því að leysa atburðarás sem varð á skemmtistaðnum seint í gærkvöldi. Hún þakkar Guði að ekki fór verr.

Fjórir hafa verið handteknir eftir stunguárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club í gærkvöldi. Þrír særðust í árásinni en sérsveitin kom að aðgerðunum. 

„Ég er svo þakklát fyrir viðbrögð þeirra sem komu að atburðarás á Bankastræti í kvöld. Starfsfólki, gestum, lögreglu og sjúkraflutningamönnum,“ skrifaði Birgitta Líf í Instagram-færslu sem hún birti í nótt. 

Hún segir að stór hópur manna hafi farið inn á staðinn í leit að öðrum mönnum. Þeir fundu þá einstaklinga inni á Bankastræti Club og réðust á þá. 

„Við hjá Bankastræti umberum ekki ofbeldi af neinu tagi og leggjum mikið upp úr öryggi gesta okkar og þjálfun starfsfólks. Þökkum guði fyrir að ekki fór verr. Ofbeldi á hvergi heima,“ segir í færslu Birgittu.

Færslan sem Birgitta birti í nótt. 

Sjálf er Birgitta stödd á eyjunni Balí í Indónesíu um þessar mundir ásamt kærasta sínum, Enoki Jónssyni. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×