„Við þurfum að bregðast við af mikilli hörku“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. nóvember 2022 14:22 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að ekki sé hægt að bíða með að grípa til aðgerða gegn auknum vopnaburði og skipulagðri glæpastarfsemi. vísir/vilhelm Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra eru sammála um að grípa verði til aðgerða gegn auknum vopnaburði og skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. Fréttir af hnífstunguárás á Bankastræti Club í gærkvöldi séu virkilega óhugnanlegar. „Við getum ekki horft fram hjá því að það er vaxandi vopnaburður og þarna virðist vera um alvarlegra atvik en við höfum verið að sjá á undanförnum vikum og mánuðum í þeim efnum. Og við verðum að bíða rannsóknar lögreglu á þessum atburði sérstaklega,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Frumvarp Jóns um auknar rannsóknarheimildir lögreglu er nú í meðferð á þinginu en Jón segir það gríðarlega mikilvægt til að lögregla hafi betri tól til að taka á skipulagðri brotastarfsemi. „Öll okkar vinna í ráðuneytinu hún ber af sama brunni; við þurfum að bregðast við af mikilli hörku gagnvart skipulagðri brotastarfsemi og þeim vopnaburði meðal annars sem henni fylgir og bara almennri ógn við okkar samfélag. Það er ekki hægt að bíða neitt með það. Það er ekki hægt að gera ekki neitt í þeim efnum núna.“ Snýst ekki bara um lagabreytingar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er einnig á því að grípa verði til aðgerða til að taka á auknum vopnaburði. „Það er fyrirhuguð bæði endurskoðun á vopnalögum og líka endurskoðun á lögreglulögum; hvernig við getum tryggt aðstæður lögreglu til að sinna sínum störfum. Þar snýst málið kannski ekki um lagabreytingar fyrst og fremst heldur ekki síður hvernig við stöndum að rekstri lögreglunnar og fjármögnun hennar þannig að við séum að sinna þessu verkefni með fullnægjandi hætti,“ segir Katrín. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Við getum ekki horft fram hjá því að það er vaxandi vopnaburður og þarna virðist vera um alvarlegra atvik en við höfum verið að sjá á undanförnum vikum og mánuðum í þeim efnum. Og við verðum að bíða rannsóknar lögreglu á þessum atburði sérstaklega,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Frumvarp Jóns um auknar rannsóknarheimildir lögreglu er nú í meðferð á þinginu en Jón segir það gríðarlega mikilvægt til að lögregla hafi betri tól til að taka á skipulagðri brotastarfsemi. „Öll okkar vinna í ráðuneytinu hún ber af sama brunni; við þurfum að bregðast við af mikilli hörku gagnvart skipulagðri brotastarfsemi og þeim vopnaburði meðal annars sem henni fylgir og bara almennri ógn við okkar samfélag. Það er ekki hægt að bíða neitt með það. Það er ekki hægt að gera ekki neitt í þeim efnum núna.“ Snýst ekki bara um lagabreytingar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er einnig á því að grípa verði til aðgerða til að taka á auknum vopnaburði. „Það er fyrirhuguð bæði endurskoðun á vopnalögum og líka endurskoðun á lögreglulögum; hvernig við getum tryggt aðstæður lögreglu til að sinna sínum störfum. Þar snýst málið kannski ekki um lagabreytingar fyrst og fremst heldur ekki síður hvernig við stöndum að rekstri lögreglunnar og fjármögnun hennar þannig að við séum að sinna þessu verkefni með fullnægjandi hætti,“ segir Katrín.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira