Lögregla lokið störfum á Bankastræti Club og djammið heldur áfram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2022 00:29 Birgitta Líf Björnsdóttir er einn eigenda Bankastræti Club. @birgittalif Skemmtistaðurinn Bankastræti Club verður opnaður á nýjan leik á morgun, laugardag. Forsvarsmenn staðarins segja að rannsókn lögreglu á vettvangi hnífstungunnar á klúbbnum á fimmtudagskvöld sé lokið. Djammið haldi áfram á morgun enda bæri staðurinn ekki ábyrgð á atburðunum á fimmtudagskvöld. Það var á tólfta tímanum í gærkvöldi sem á þriðja tug grímuklæddra karlmanna ruddist inn á skemmtistaðinn, fóru rakleiðis í herbergi á neðri hæð staðarins og eftir lágu þrír ungir karlmenn særðir eftir hnífsstungur. Hópurinn lét sig svo hverfa út í nóttina. Lögregla mætti á staðinn og voru þrír fluttir alvarlega særðir á bráðamóttöku Landspítalans. Tíu voru handteknir í aðgerðum lögreglu í dag. Fimm hafa verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Ásthildur Bára Jensdóttir, meðeigandi Bankastræti Club sem stödd var á staðnum í gærkvöldi þegar hópurinn mætti á svæðið, áréttaði í samtali við Mbl.is í kvöld að skemmtistaðurinn bæri ekki ábyrgð á því sem hefði gerst. Eigendur og starfsfólk væri í áfalli. Ásthildur treysti sér ekki í viðtal við fréttastofu fyrr í dag. Þá er Birgitta Líf Björnsdóttir, sem á þriðjungshlut í staðnum og mætti kalla andlit staðarins sem opnaður var sumarið 2021, stödd í fríi á Balí. Í færslu á Instagram-síðu skemmtistaðarins í kvöld kemur fram að lokað hafi verið í kvöld og öllum sem voru á staðnum í gær boðin áfallahjálp. Opnað verði á ný á laugardag. Staðurinn var lokaður í dag en opnar aftur dyr sínar á morgun.vísir/vilhelm „Stunguárásir í miðbæ Reykjavíkur hafa orðið allt of algengar upp á síðkastið. Þetta er alvarleg og sorgleg þróun,“ segir í færslunni. Staðurinn sé í Samtökum reykvískra skemmtistaða sem berjist gegn ofbeldi. Farið verði yfir alla verkferla og öryggisgæsla aukin til að tryggja öryggi viðskiptavina. „Við erum svo þakklát fyrir viðbrögð þeirra sem komu að atburðarásinni í Bankastræti í gær. Starfsfólki, dyravörðum, gestum, lögreglu og sjúkraflutningamönnum. Allir brugðust rétt við.“ Þá er nefnt að tveir dyraverðir hafi verið á vakt eins og reglur segi til um. Það hafi ekki verið nóg til að stöðva 27 vopnaða menn sem hafi verið með skýran ásetning að hafa uppi á einstaklingum og gera þeim mein. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Næturlíf Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Það var á tólfta tímanum í gærkvöldi sem á þriðja tug grímuklæddra karlmanna ruddist inn á skemmtistaðinn, fóru rakleiðis í herbergi á neðri hæð staðarins og eftir lágu þrír ungir karlmenn særðir eftir hnífsstungur. Hópurinn lét sig svo hverfa út í nóttina. Lögregla mætti á staðinn og voru þrír fluttir alvarlega særðir á bráðamóttöku Landspítalans. Tíu voru handteknir í aðgerðum lögreglu í dag. Fimm hafa verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Ásthildur Bára Jensdóttir, meðeigandi Bankastræti Club sem stödd var á staðnum í gærkvöldi þegar hópurinn mætti á svæðið, áréttaði í samtali við Mbl.is í kvöld að skemmtistaðurinn bæri ekki ábyrgð á því sem hefði gerst. Eigendur og starfsfólk væri í áfalli. Ásthildur treysti sér ekki í viðtal við fréttastofu fyrr í dag. Þá er Birgitta Líf Björnsdóttir, sem á þriðjungshlut í staðnum og mætti kalla andlit staðarins sem opnaður var sumarið 2021, stödd í fríi á Balí. Í færslu á Instagram-síðu skemmtistaðarins í kvöld kemur fram að lokað hafi verið í kvöld og öllum sem voru á staðnum í gær boðin áfallahjálp. Opnað verði á ný á laugardag. Staðurinn var lokaður í dag en opnar aftur dyr sínar á morgun.vísir/vilhelm „Stunguárásir í miðbæ Reykjavíkur hafa orðið allt of algengar upp á síðkastið. Þetta er alvarleg og sorgleg þróun,“ segir í færslunni. Staðurinn sé í Samtökum reykvískra skemmtistaða sem berjist gegn ofbeldi. Farið verði yfir alla verkferla og öryggisgæsla aukin til að tryggja öryggi viðskiptavina. „Við erum svo þakklát fyrir viðbrögð þeirra sem komu að atburðarásinni í Bankastræti í gær. Starfsfólki, dyravörðum, gestum, lögreglu og sjúkraflutningamönnum. Allir brugðust rétt við.“ Þá er nefnt að tveir dyraverðir hafi verið á vakt eins og reglur segi til um. Það hafi ekki verið nóg til að stöðva 27 vopnaða menn sem hafi verið með skýran ásetning að hafa uppi á einstaklingum og gera þeim mein.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Næturlíf Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira