Fjórtán handteknir og einn látinn laus Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. nóvember 2022 12:28 Margeir Sveinsson segir að um tíu til fimmtán manna sé enn leitað í tengslum við rannsóknina. vísir/egill Lögregla handtók fjóra menn í tengslum við stunguárásina á Bankastræti Club í gærkvöldi og í nótt. Alls hafa nú fjórtán verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins og fimm verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Einum hefur verið sleppt úr haldi og býst lögregla við að fleirum verði sleppt í dag. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, við fréttastofu. „Í heildina höfum við farið í fjórtán handtökur. Einn er laus og það má búast við að fleirum verði sleppt í dag því við teljum ekki að þátt þeirra vera það mikinn í þessu,“ segir Margeir. Alls eru hátt í þrjátíu taldir tengjast árásinni og leitar lögregla enn hinna sem hafa ekki verið handteknir enn, um tíu til fimmtán manna. „Það voru handteknir fjórir í gærkvöldi og í nótt. Einn af þeim gaf sig fram við lögreglu eftir áskorun lögreglu. En það er ekki búið að taka afstöðu [um gæsluvarðhaldskröfu] til þeirra en það er að fara fram skýrslutökur og þá kemur í ljós hvað verður með framhaldið,“ segir Margeir. „Við erum enn að leita hinna og við hættum þeirri leit ekkert fyrr en allir eru komnir í hús. Það er bara staðan.“ Æddu vopnaðir og grímuklæddir inn Fimm voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi. Þrír þeirra voru úrskurðaðir í tveggja vikna varðhald en tveir í vikulangt varðhald. Mennirnir eru taldir hafa ætt inn grímuklæddir á skemmtistaðinn Bankastræti Club síðasta fimmtudagskvöld og ráðist að þremur mönnum á neðri hæð staðarins og stungið þá ítrekað. Tveir þeirra sem lentu í árásinni opnuðu sig um hana í dag: Hafa náð vel utan um málið Megináhersla lögreglu hefur verið lögð á að hafa upp á öllum sem taldir eru hafa komið að árásinni. „Samhliða höfum við verið að átta okkur á árásinni og hlutverki hvers og eins. En við höfum lagt mikla áherslu á að finna þessa menn og koma þeim hingað í hús. Og það er bara eitthvað sem við höldum áfram með þangað til við erum búin að ná öllum,“ segir Margeir. Rannsóknin sé á frumstigi en hafi gengið vel. Hann telur ekki tímabært að ræða hvað gæti hafa legið að baki árásinni. „Það má segja að málið sé bara rétt á frumstigi þó að við höfum svona verið að ná tiltölulega vel utan um það samt sem áður.“ Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, við fréttastofu. „Í heildina höfum við farið í fjórtán handtökur. Einn er laus og það má búast við að fleirum verði sleppt í dag því við teljum ekki að þátt þeirra vera það mikinn í þessu,“ segir Margeir. Alls eru hátt í þrjátíu taldir tengjast árásinni og leitar lögregla enn hinna sem hafa ekki verið handteknir enn, um tíu til fimmtán manna. „Það voru handteknir fjórir í gærkvöldi og í nótt. Einn af þeim gaf sig fram við lögreglu eftir áskorun lögreglu. En það er ekki búið að taka afstöðu [um gæsluvarðhaldskröfu] til þeirra en það er að fara fram skýrslutökur og þá kemur í ljós hvað verður með framhaldið,“ segir Margeir. „Við erum enn að leita hinna og við hættum þeirri leit ekkert fyrr en allir eru komnir í hús. Það er bara staðan.“ Æddu vopnaðir og grímuklæddir inn Fimm voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi. Þrír þeirra voru úrskurðaðir í tveggja vikna varðhald en tveir í vikulangt varðhald. Mennirnir eru taldir hafa ætt inn grímuklæddir á skemmtistaðinn Bankastræti Club síðasta fimmtudagskvöld og ráðist að þremur mönnum á neðri hæð staðarins og stungið þá ítrekað. Tveir þeirra sem lentu í árásinni opnuðu sig um hana í dag: Hafa náð vel utan um málið Megináhersla lögreglu hefur verið lögð á að hafa upp á öllum sem taldir eru hafa komið að árásinni. „Samhliða höfum við verið að átta okkur á árásinni og hlutverki hvers og eins. En við höfum lagt mikla áherslu á að finna þessa menn og koma þeim hingað í hús. Og það er bara eitthvað sem við höldum áfram með þangað til við erum búin að ná öllum,“ segir Margeir. Rannsóknin sé á frumstigi en hafi gengið vel. Hann telur ekki tímabært að ræða hvað gæti hafa legið að baki árásinni. „Það má segja að málið sé bara rétt á frumstigi þó að við höfum svona verið að ná tiltölulega vel utan um það samt sem áður.“
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira