Lögregla man ekki eftir eins umfangsmiklum átökum í undirheimum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. nóvember 2022 14:22 Rúður á heimili systur eins þeirra, sem situr í haldi grunaður um hnífstunguárásina, voru brotnar síðasta laugardagskvöld. aðsend Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vel þekkt að hópar í undirheimum hóti fjölskyldumeðlimum hver annars. Hann man þó ekki eftir eins umfangsmiklum átökum og hafa myndast í kring um hnífstunguárásina á Bankastræti Club. Fjölskyldumeðlimir mannanna sem hafa verið handteknir grunaðir um árásina hafa sætt stöðugum hótunum og árásum síðan og einhverjir hafa flúið út á land vegna ástandsins. Einn var handtekinn til viðbótar í nótt grunaður um aðild að hnífstunguárásinni sem var framin á Bankastræti Club í miðborg Reykjavíkur síðasta fimmtudagskvöld. 21 hefur verið handtekinn í tengslum við málið, tólf sitja í gæsluvarðhaldi en lögregla á enn eftir að taka ákvörðum um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þremur. Hinum hefur verið sleppt úr haldi. Fimm til sex manna er enn leitað vegna málsins. „Við höfum upplýsingar um að einhver hafi farið úr landi. Við höfum ekki verið að kanna það neitt sérstaklega. Það er bara eitthvað sem við þurfum að skoða en það er bara eitthvað sem að kemur í ljós. Við eigum náttúrulega eftir að ná í fimm, sex menn og það gæti komið í ljós síðan að einhver af þeim hafi farið eða komist úr landi,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Löng og hörð átök Heimildir fréttastofu herma að átökin séu á milli tveggja hópa; margir sem tengjast öðrum hópnum hafa starfað sem dyraverðir víðs vegar í miðbænum en hinir eiga tengingu við heim eiturlyfja og glæpa í undirheimum. Deilur hafa staðið á milli þeirra í nokkurn tíma og tengjast fleiri líkamsárásir og íkveikjur á bílum mönnum sem eiga aðild að málinu í dag. Átökin stigmögnuðust svo í síðustu viku og náðu hámarki þegar annar hópurinn réðst grímuklæddur inn á Bankastræti Club og stakk þrjá í hinum hópnum með hnífum. Brutu rúður hjá þriggja barna ófrískri móður Síðan hafa menn, sem sagðir eru tengjast þeim sem urðu fyrir hnífstungunum, herjað á ýmsa fjölskyldumeðlimi hinna. Ráðist var alvarlega á sautján ára gamlan bróður eins þeirra síðasta föstudagskvöld en hann hlaut mikla höfuðáverka við árásina. Á heimilinu býr kona með manni sínum og þremur börnum. Hún er ófrísk af fjórða barni sínu.aðsend Þá var bensínsprengju kastað í hús kærustu eins mannanna og rúður brotnar á laugardagsnótt hjá systur annars þeirra, sem er þriggja barna móðir og ófrísk af fjórða barninu. Meðlimir fjölskyldu eins mannanna segjast þá í samtali við fréttastofu hafa fengið ítrekaðar hótanir frá þeim sem voru stungnir og félögum þeirra eftir árásina. Þau óttast mörg um öryggi sitt. Hafa flúið úr borginni Sumir fjölskyldumeðlimir hafa hreinlega flúið úr borginni og út á land. „Já, við höfum upplýsingar um það. Þetta eru fjölskyldur og sambúðarfólk,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Óttastu að átökin eigi eftir að halda áfram og ganga lengra? „Maður veit það ekki. Jú, jú, maður óttast alltaf þegar svona fer af stað að það verði eitthvað meira en maður vonar að það verði ekki. En maður getur auðvitað ekkert sagt til um það frekar en þau tilvik sem voru núna um helgina,“ segir Margeir. Margeir Sveinsson vonar að átökin magnist ekki frekar upp.vísir/egill Hann minnist þess ekki að hafa séð átök af sömu stærðargráðu í undirheimunum. „Nei, mig minnir það ekki. En það hefur verið svona í minni hópum. Og við vitum það að það hefur verið ofbeldi í, eins og fólk talar um: undirheimunum. Þá hefur þetta beinst að fjölskyldum, hótanir til þess að knýja eitthvað fram. En ekki þegar eru svona stórir eins og í þessu. Nei, ég minnist þess ekki.“ Stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ræddi ástandið í Bítinu í morgun og boðaði þar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Fyrsta skrefið væri að veita lögreglu auknar rannsóknarheimildir og þá sagði hann mikið ákall um að vopna lögreglu með rafbyssum. „Ég held bara að ráðherra sé að fara eftir því sem við erum að sjá og auðvelda lögreglu og ákærendum sín störf. Þetta er bara sú þróun sem blasir við okkur og ég held að hann sé bara svona að reyna að bregðast við því,“ segir Margeir. Lögreglumál Reykjavík Hnífstunguárás á Bankastræti Club Tengdar fréttir Fjölskyldum hótað og flótti úr bænum Fjölskyldumeðlimir þeirra hópa sem eiga í erjum vegna hnífstunguárásar á Bankastræti club, hafa orðið fyrir árásum og hótunum síðustu daga. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að dæmi séu um að fólk hafi flúið höfuðborgarsvæðið vegna ástandsins. 20. nóvember 2022 19:31 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Sjá meira
Einn var handtekinn til viðbótar í nótt grunaður um aðild að hnífstunguárásinni sem var framin á Bankastræti Club í miðborg Reykjavíkur síðasta fimmtudagskvöld. 21 hefur verið handtekinn í tengslum við málið, tólf sitja í gæsluvarðhaldi en lögregla á enn eftir að taka ákvörðum um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þremur. Hinum hefur verið sleppt úr haldi. Fimm til sex manna er enn leitað vegna málsins. „Við höfum upplýsingar um að einhver hafi farið úr landi. Við höfum ekki verið að kanna það neitt sérstaklega. Það er bara eitthvað sem við þurfum að skoða en það er bara eitthvað sem að kemur í ljós. Við eigum náttúrulega eftir að ná í fimm, sex menn og það gæti komið í ljós síðan að einhver af þeim hafi farið eða komist úr landi,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Löng og hörð átök Heimildir fréttastofu herma að átökin séu á milli tveggja hópa; margir sem tengjast öðrum hópnum hafa starfað sem dyraverðir víðs vegar í miðbænum en hinir eiga tengingu við heim eiturlyfja og glæpa í undirheimum. Deilur hafa staðið á milli þeirra í nokkurn tíma og tengjast fleiri líkamsárásir og íkveikjur á bílum mönnum sem eiga aðild að málinu í dag. Átökin stigmögnuðust svo í síðustu viku og náðu hámarki þegar annar hópurinn réðst grímuklæddur inn á Bankastræti Club og stakk þrjá í hinum hópnum með hnífum. Brutu rúður hjá þriggja barna ófrískri móður Síðan hafa menn, sem sagðir eru tengjast þeim sem urðu fyrir hnífstungunum, herjað á ýmsa fjölskyldumeðlimi hinna. Ráðist var alvarlega á sautján ára gamlan bróður eins þeirra síðasta föstudagskvöld en hann hlaut mikla höfuðáverka við árásina. Á heimilinu býr kona með manni sínum og þremur börnum. Hún er ófrísk af fjórða barni sínu.aðsend Þá var bensínsprengju kastað í hús kærustu eins mannanna og rúður brotnar á laugardagsnótt hjá systur annars þeirra, sem er þriggja barna móðir og ófrísk af fjórða barninu. Meðlimir fjölskyldu eins mannanna segjast þá í samtali við fréttastofu hafa fengið ítrekaðar hótanir frá þeim sem voru stungnir og félögum þeirra eftir árásina. Þau óttast mörg um öryggi sitt. Hafa flúið úr borginni Sumir fjölskyldumeðlimir hafa hreinlega flúið úr borginni og út á land. „Já, við höfum upplýsingar um það. Þetta eru fjölskyldur og sambúðarfólk,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Óttastu að átökin eigi eftir að halda áfram og ganga lengra? „Maður veit það ekki. Jú, jú, maður óttast alltaf þegar svona fer af stað að það verði eitthvað meira en maður vonar að það verði ekki. En maður getur auðvitað ekkert sagt til um það frekar en þau tilvik sem voru núna um helgina,“ segir Margeir. Margeir Sveinsson vonar að átökin magnist ekki frekar upp.vísir/egill Hann minnist þess ekki að hafa séð átök af sömu stærðargráðu í undirheimunum. „Nei, mig minnir það ekki. En það hefur verið svona í minni hópum. Og við vitum það að það hefur verið ofbeldi í, eins og fólk talar um: undirheimunum. Þá hefur þetta beinst að fjölskyldum, hótanir til þess að knýja eitthvað fram. En ekki þegar eru svona stórir eins og í þessu. Nei, ég minnist þess ekki.“ Stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ræddi ástandið í Bítinu í morgun og boðaði þar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Fyrsta skrefið væri að veita lögreglu auknar rannsóknarheimildir og þá sagði hann mikið ákall um að vopna lögreglu með rafbyssum. „Ég held bara að ráðherra sé að fara eftir því sem við erum að sjá og auðvelda lögreglu og ákærendum sín störf. Þetta er bara sú þróun sem blasir við okkur og ég held að hann sé bara svona að reyna að bregðast við því,“ segir Margeir.
Lögreglumál Reykjavík Hnífstunguárás á Bankastræti Club Tengdar fréttir Fjölskyldum hótað og flótti úr bænum Fjölskyldumeðlimir þeirra hópa sem eiga í erjum vegna hnífstunguárásar á Bankastræti club, hafa orðið fyrir árásum og hótunum síðustu daga. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að dæmi séu um að fólk hafi flúið höfuðborgarsvæðið vegna ástandsins. 20. nóvember 2022 19:31 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Sjá meira
Fjölskyldum hótað og flótti úr bænum Fjölskyldumeðlimir þeirra hópa sem eiga í erjum vegna hnífstunguárásar á Bankastræti club, hafa orðið fyrir árásum og hótunum síðustu daga. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að dæmi séu um að fólk hafi flúið höfuðborgarsvæðið vegna ástandsins. 20. nóvember 2022 19:31