RÚV greinir frá þessu. Sumir af þeim handteknu hafa fundist í felum á heimilum á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi. Þá hafa nokkrir gefið sig sjálfir fram.
Búið er að úrskurða tólf manns í gæsluvarðhald og sleppa tíu manns úr haldi þar sem ekki þótti nægileg ástæða til að réttlæta kröfu um gæsluvarðhald. Ekki er búið að ákveða hvað gerist með hina fimm.
Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði í samtali við RÚV að lögreglan hafi aldrei handtekið jafn marga og í tengslum við þetta mál. Þá kom það sér vel fyrir að margir þeirra handteknu höfðu áður komið við sögu hjá lögreglu. Það hjálpaði við að halda utan um hópinn.