Sjá mörg tækifæri til frekari samvinnu ríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2022 14:27 Sanna Marin og Katrín Jakobsdóttir. Vísir/Vilhelm Sanna Marin og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherrar Finnlands og Íslands, segjast sjá mörg tækifæri til nánara samstarfs ríkjanna tveggja á hinum ýmsu sviðum. Sanna Marin kom til íslands í vinnuheimsókn í dag og fundaði með Katrínu. Forsætisráðherrarnir ræddu við blaðamenn í dag en þá sagði Katrín þær hafa átt góðan fund. Þær hefðu meðal annars rætt mögulega styrkingu sambands Finnlands og Íslands, þó að hefði verið mjög gott í 75 ár. Það væru mörg svið þar sem ríkin gætu starfað nánar saman. Meðal annars nefndi Katrín menntun, kvennaréttindi, geðheilsu ungs fólks þar sem vandamálin væri sambærileg í báðum ríkjum og veðurfarsbreytingar, þar sem Finnland og Ísland hefðu sambærileg markmið og vel væri hægt að deila þekkingu milli ríkja. Sjá einnig: Hádegisspjall Katrínar og Sönnu Katrín sagði einnig að ómögulegt væri að tala ekki um öryggi í Evrópu um þessar mundir. Hún nefndi að Ísland hefði verið eitt af fyrstu ríkjunum til að samþykkja aðild Finna að Atlantshafsbandalaginu og að hún vonaðist til þess að umsóknarferlinu lyki sem fyrst. Klippa: Tækifærin víða hjá Íslandi og Finnlandi Sanna Marin sagði Katrínu hafa ferðast mörgum sinnum til Finnlands og það væri ánægjulegt að geta heimsótt hana í Reykjavík. Finnland og Ísland hefðu lengi átt í góðu samstarfi og nú væri verið að halda upp á 75 ára afmæli pólitísks samstarfs ríkjanna. Hún sagði Finna og Íslendinga eiga margt sameiginlegt og mörg tækifæri til frekara samstarfs. Hún fór sömuleiðis yfir nokkur af þeim málefnum sem Katrín hafði nefnt eins og umhverfismál og geðheilbrigði. Þá þakkaði hún fyrir skjót viðbrögð Íslendinga við aðildarumsókna Finna og Svía í NATO. Marin sagði þær Katrínu hafa rætt málefni Úkraínu og Rússlands og hinar geópólitísku breytingar sem væru að eiga sér stað um heiminn allan. Heimurinn hefði gengið í gegnum margar krísur á undanförnum árum. Tryggja þyrfti að Evrópa gæti orðið meira sjálfbær varðandi orku, matvæli, varnir og tækni og ríki Evrópu þyrftu að reiða sig minna á alræðisríki á þessum sviðum. Hún sagði einnig að hana hlakkaði til að skoða Reykjavík betur og heimsækja íslenskt fólk. Finnland Utanríkismál NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Bein útsending: Hádegisspjall Katrínar og Sönnu Hádegisspjall Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, og Sönnu Marinar, forsætisráðherra Finnlands fer fram í dag klukkan 12:30 og verður sýnt frá því í beinni útsendingu hér á Vísi. Saman munu þær ræða um stjórar áskoranir og tækifæri samtímans. 22. nóvember 2022 12:00 Sanna Marin til Íslands í næstu viku Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, er væntanleg í vinnuheimsókn til Íslands á þriðjudaginn í næstu viku. 18. nóvember 2022 10:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Forsætisráðherrarnir ræddu við blaðamenn í dag en þá sagði Katrín þær hafa átt góðan fund. Þær hefðu meðal annars rætt mögulega styrkingu sambands Finnlands og Íslands, þó að hefði verið mjög gott í 75 ár. Það væru mörg svið þar sem ríkin gætu starfað nánar saman. Meðal annars nefndi Katrín menntun, kvennaréttindi, geðheilsu ungs fólks þar sem vandamálin væri sambærileg í báðum ríkjum og veðurfarsbreytingar, þar sem Finnland og Ísland hefðu sambærileg markmið og vel væri hægt að deila þekkingu milli ríkja. Sjá einnig: Hádegisspjall Katrínar og Sönnu Katrín sagði einnig að ómögulegt væri að tala ekki um öryggi í Evrópu um þessar mundir. Hún nefndi að Ísland hefði verið eitt af fyrstu ríkjunum til að samþykkja aðild Finna að Atlantshafsbandalaginu og að hún vonaðist til þess að umsóknarferlinu lyki sem fyrst. Klippa: Tækifærin víða hjá Íslandi og Finnlandi Sanna Marin sagði Katrínu hafa ferðast mörgum sinnum til Finnlands og það væri ánægjulegt að geta heimsótt hana í Reykjavík. Finnland og Ísland hefðu lengi átt í góðu samstarfi og nú væri verið að halda upp á 75 ára afmæli pólitísks samstarfs ríkjanna. Hún sagði Finna og Íslendinga eiga margt sameiginlegt og mörg tækifæri til frekara samstarfs. Hún fór sömuleiðis yfir nokkur af þeim málefnum sem Katrín hafði nefnt eins og umhverfismál og geðheilbrigði. Þá þakkaði hún fyrir skjót viðbrögð Íslendinga við aðildarumsókna Finna og Svía í NATO. Marin sagði þær Katrínu hafa rætt málefni Úkraínu og Rússlands og hinar geópólitísku breytingar sem væru að eiga sér stað um heiminn allan. Heimurinn hefði gengið í gegnum margar krísur á undanförnum árum. Tryggja þyrfti að Evrópa gæti orðið meira sjálfbær varðandi orku, matvæli, varnir og tækni og ríki Evrópu þyrftu að reiða sig minna á alræðisríki á þessum sviðum. Hún sagði einnig að hana hlakkaði til að skoða Reykjavík betur og heimsækja íslenskt fólk.
Finnland Utanríkismál NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Bein útsending: Hádegisspjall Katrínar og Sönnu Hádegisspjall Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, og Sönnu Marinar, forsætisráðherra Finnlands fer fram í dag klukkan 12:30 og verður sýnt frá því í beinni útsendingu hér á Vísi. Saman munu þær ræða um stjórar áskoranir og tækifæri samtímans. 22. nóvember 2022 12:00 Sanna Marin til Íslands í næstu viku Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, er væntanleg í vinnuheimsókn til Íslands á þriðjudaginn í næstu viku. 18. nóvember 2022 10:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Bein útsending: Hádegisspjall Katrínar og Sönnu Hádegisspjall Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, og Sönnu Marinar, forsætisráðherra Finnlands fer fram í dag klukkan 12:30 og verður sýnt frá því í beinni útsendingu hér á Vísi. Saman munu þær ræða um stjórar áskoranir og tækifæri samtímans. 22. nóvember 2022 12:00
Sanna Marin til Íslands í næstu viku Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, er væntanleg í vinnuheimsókn til Íslands á þriðjudaginn í næstu viku. 18. nóvember 2022 10:14