Blindandi línusendingar og þrumuskot: Gamli Haukur virðist vera mættur aftur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2022 11:00 Haukur Þrastarson átti frábæran leik þegar Kielce vann Elverum í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær. epa/Bo Amstrup Haukur Þrastarson átti einn sinn besta leik fyrir Kielce þegar pólska liðið sigraði Elverum frá Noregi, 37-33, í Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær. Selfyssingurinn hefur glímt við erfið meiðsli síðan hann kom til Kielce fyrir tveimur árum en er óðum að nálgast fyrri styrk. Og í gær glitti í gamla Hauk þar sem hann skoraði grimmt og dældi út stoðsendingum. Haukur skoraði sex mörk úr sjö skotum og gaf þrjár stoðsendingar samkvæmt opinberri tölfræði EHF. Þær voru svo sannarlega ekki oftaldar. Hann átti til að mynda eina glæsilega blindandi línusendingu á Hvít-Rússann Artsem Karalek sem var í miklum ham og skoraði tíu mörk í leiknum í gær. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá það helsta úr leik Kielce og Elverum. Lengri kafla úr leiknum má svo sjá með því að smella hér. Haukur hefur skorað sextán mörk fyrir Kielce í Meistaradeildinni í vetur. Liðið er í 2. sæti B-riðils með tólf stig, einu stigi á eftir toppliði Barcelona. Vegna meiðslanna hefur Haukur misst af tveimur síðustu stórmótum íslenska landsliðsins. En miðað við frammistöðu hans að undanförnu verður að teljast líklegt að hann fari með íslenska liðinu til Svíþjóðar í janúar þar sem það leikur á heimsmeistaramótinu. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Pólski handboltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira
Selfyssingurinn hefur glímt við erfið meiðsli síðan hann kom til Kielce fyrir tveimur árum en er óðum að nálgast fyrri styrk. Og í gær glitti í gamla Hauk þar sem hann skoraði grimmt og dældi út stoðsendingum. Haukur skoraði sex mörk úr sjö skotum og gaf þrjár stoðsendingar samkvæmt opinberri tölfræði EHF. Þær voru svo sannarlega ekki oftaldar. Hann átti til að mynda eina glæsilega blindandi línusendingu á Hvít-Rússann Artsem Karalek sem var í miklum ham og skoraði tíu mörk í leiknum í gær. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá það helsta úr leik Kielce og Elverum. Lengri kafla úr leiknum má svo sjá með því að smella hér. Haukur hefur skorað sextán mörk fyrir Kielce í Meistaradeildinni í vetur. Liðið er í 2. sæti B-riðils með tólf stig, einu stigi á eftir toppliði Barcelona. Vegna meiðslanna hefur Haukur misst af tveimur síðustu stórmótum íslenska landsliðsins. En miðað við frammistöðu hans að undanförnu verður að teljast líklegt að hann fari með íslenska liðinu til Svíþjóðar í janúar þar sem það leikur á heimsmeistaramótinu.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Pólski handboltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira