Ölvun en lítið um átök í miðbænum Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2022 07:27 Lögregluþjónar að störfum í miðbænum í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu þurftu að hafa afskipti af þó nokkrum ölvuðum einstaklingum í miðbænum og víðar. Einnig var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum þar sem meintur árásarmaður var handtekinn. Í dagbók lögreglunnar segir að tilkynning hafi borist um samkvæmi á Seltjarnarnesi þar sem mikill fjöldi ungs fólks hafi verið að skemmta sér. Talsvert mikil ölvun hafi verið á staðnum og þar sem fólkið hafi að miklu leyti verið sextán og sautján ára hafi samkvæmið verið leyst upp. Lögreglunni barst tilkynning um mann sem hafði dottið af rafhlaupahjóli og var talið að hann hefði brotið bein. Sá var fluttur á á bráðamóttöku. Annar maður sem fluttur var á bráðamóttöku hafði fallið á skemmtistað og fann fyrir verk í höfði. Dyraverðir óskuðu eftir aðstoð vegna einstaklings sem lét ófriðlega. Honum var vísað á brott en afskipti voru höfð af öðrum manni í miðbænum vegna brots á lögreglusamþykkt. Hann mun hafa verið ofurölvi og ekki viðræðuhæfur og var því látinn gista fangageymslur í nótt. Lögreglan var einnig kölluð til fjölbýlishúss í Hlíðunum eftir að maður hafði komist þar inn á stigagang. Þá barst lögreglunni tilkynning um ofurölvi mann sem svaf í anddyri fyrirtækis í hverfi 104. Þaðan barst einnig tilkynning um rán en fjórir voru handteknir vegna málsins. Einnig barst tilkynning um þjófnað úr verslun í Múlunum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með stóraukinn viðbúnað í miðbænum í gærkvöldi í kjölfar árásar sem framin var á skemmtistaðnum Bankastræti club í síðustu viku og ætlaðra hefndaraðgerða eftir hana. Skilaboð höfðu gengið manna á milli síðustu daga þar sem varað var við aukinni hættu á átökum í miðbænum um helgina og var fólki jafnvel ráðlagt að fara ekki út á lífið í kvöld. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Í dagbók lögreglunnar segir að tilkynning hafi borist um samkvæmi á Seltjarnarnesi þar sem mikill fjöldi ungs fólks hafi verið að skemmta sér. Talsvert mikil ölvun hafi verið á staðnum og þar sem fólkið hafi að miklu leyti verið sextán og sautján ára hafi samkvæmið verið leyst upp. Lögreglunni barst tilkynning um mann sem hafði dottið af rafhlaupahjóli og var talið að hann hefði brotið bein. Sá var fluttur á á bráðamóttöku. Annar maður sem fluttur var á bráðamóttöku hafði fallið á skemmtistað og fann fyrir verk í höfði. Dyraverðir óskuðu eftir aðstoð vegna einstaklings sem lét ófriðlega. Honum var vísað á brott en afskipti voru höfð af öðrum manni í miðbænum vegna brots á lögreglusamþykkt. Hann mun hafa verið ofurölvi og ekki viðræðuhæfur og var því látinn gista fangageymslur í nótt. Lögreglan var einnig kölluð til fjölbýlishúss í Hlíðunum eftir að maður hafði komist þar inn á stigagang. Þá barst lögreglunni tilkynning um ofurölvi mann sem svaf í anddyri fyrirtækis í hverfi 104. Þaðan barst einnig tilkynning um rán en fjórir voru handteknir vegna málsins. Einnig barst tilkynning um þjófnað úr verslun í Múlunum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með stóraukinn viðbúnað í miðbænum í gærkvöldi í kjölfar árásar sem framin var á skemmtistaðnum Bankastræti club í síðustu viku og ætlaðra hefndaraðgerða eftir hana. Skilaboð höfðu gengið manna á milli síðustu daga þar sem varað var við aukinni hættu á átökum í miðbænum um helgina og var fólki jafnvel ráðlagt að fara ekki út á lífið í kvöld. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira