Út með ruslið! Halla Signý Kristjánsdóttur skrifar 28. nóvember 2022 09:31 Aðventa og jólin eru að koma í allri sinni dýrð, samveran lýsir upp skammdegið, gleðin er við völd og sem fyrr bregðumst við felst öll við með því að leggjast í mikla neyslu. Það má auðveldlega halda því fram að líklega sé aldrei meira úrgangur frá heimilum og fyrirtækjum landsmanna en einmitt á þessum árstíma. Um komandi áramót taka ný lög um söfnun á meðhöndlun úrgangs í landinu gildi, eða hringrásarhagkerfislögin eins og þau eru kölluð. Þessi lög voru samþykkt á vorþingi 2021. Markmiðið með innleiðingu hringrásarhagkerfisins er að lágmarka auðlindanotkun og þar með úrgangsmyndum. Ábyrgðin er allra Sveitarstjórnir fara með stjórnsýslu úrgangsmála í landinu en ábyrgðin er einnig á hendi ríkisins, þ.e. að innviðir séu til staðar og að móta lagaumhverfi sem auðveldar innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Sveitarfélög um allt land hafa unnið að innleiðingunni og eru þau mislangt á veg komin enda er hér um miklar breytingar að ræða. Um helmingur sveitarfélaga hefur nú þegar tekist að innleiða lögbundnar samræmdar merkingar fyrir úrgangsflokka og þar hafa fámenn sveitarfélag ekki staðið sig verr í innleiðingunni en þau stóru. Sveitarfélög og ríki hafa ríka ábyrgð við innleiðinguna en við íbúarnir höfum einnig mikilvægt hlutverk við að tryggja að innleiðingin gangi vel. Við erum jú öll hluti af hringrásinni. Plast er ekki sama og plast Að innleiðingu lokinni er gert ráð fyrir að íbúar geti flokkað úrgang sinn enn frekar en nú er gert og þá í fleiri flokka. Þá flokkast samsvarandi efni líkt og plast í fleiri efnisflokka, er það talið nauðsynlegt til þess að endurvinnslu sé betur möguleg. Samhliða þessu er nauðsynlegt að innleiða samræmda merkingu efna. Þá er það ekki nóg að auka ábyrgð heimila og fyrirtækja heldur þarf einnig að auka ábyrgð framleiðenda í lágmarka og bæta umbúðir með það að sjónarmiði að neytendur geti skilað úrgangi og umbúðum til endurvinnslu á réttan hátt. Markmiðið þarf alltaf að vera að auka endurnýtingu og lágmarka urðun, en í dag er því miður verið að urða mikil verðmæti sem felast í umbúðum og fleiru sem hægt væri að endurvinna inn í hringráshagkerfinu. Nýsköpun er lausn Aukin umræða um loftlagsmál og innleiðing hringrásarhagkerfisins hefur þegar skilað sér í aukinni nýsköpun í efnisvinnslu úrgangs. Í því samhengi vil ég nefna verkefnið Bláma á Vestfjörðum þar sem unnið er með hugmyndir á framleiðslu metangass úr lífrænum úrgangi sem fellur til í fjórðungnum og er þónokkur. En lífrænn úrgangur hefur aukist verulega samhliða uppbyggingu á fiskeldi og framleiða má með honum orkugjafa sem þegar skortir á svæðinu. Hér er um að ræða verkefni sem er algjörlega samhljóða markmiðum hringrásarhagkerfisins og spennandi verður að fylgjast með framgangi þess. Hlutverk okkar er mikilvægt Líkt og kemur fram í texta sem við öll þekkjum örugglega flest þá erum við aðeins gestir og hótel okkar er jörðin. Við eigum aðeins eina jörð og við eigum ávallt að miða að því að hún verði áfram byggileg fyrir komandi kynslóðir. Þá er það ábyrgð okkar sem gesta á þessari jörð er að taka þátt í að minnka þann úrgang sem urðaður er og taka þátt í möguleikum á meiri endurvinnslu. Okkur ber samfélagsleg skylda til þess að bregðast við í loftlags- og umhverfismálum. Með hringrásarhagkerfinu þurfum við að taka upp nýjan lífstíl sem felur í sér að endurnýta þau hráefni sem við höfum með fjölbreyttum hætti. Það er ekki lengur í boði að henda öllu rusli á haugana heldur þurfum við öll að leggja hendur á plóg til þess að breyta hugarfari og ná þannig jákvæðum árangri til framtíðar. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Loftslagsmál Alþingi Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Aðventa og jólin eru að koma í allri sinni dýrð, samveran lýsir upp skammdegið, gleðin er við völd og sem fyrr bregðumst við felst öll við með því að leggjast í mikla neyslu. Það má auðveldlega halda því fram að líklega sé aldrei meira úrgangur frá heimilum og fyrirtækjum landsmanna en einmitt á þessum árstíma. Um komandi áramót taka ný lög um söfnun á meðhöndlun úrgangs í landinu gildi, eða hringrásarhagkerfislögin eins og þau eru kölluð. Þessi lög voru samþykkt á vorþingi 2021. Markmiðið með innleiðingu hringrásarhagkerfisins er að lágmarka auðlindanotkun og þar með úrgangsmyndum. Ábyrgðin er allra Sveitarstjórnir fara með stjórnsýslu úrgangsmála í landinu en ábyrgðin er einnig á hendi ríkisins, þ.e. að innviðir séu til staðar og að móta lagaumhverfi sem auðveldar innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Sveitarfélög um allt land hafa unnið að innleiðingunni og eru þau mislangt á veg komin enda er hér um miklar breytingar að ræða. Um helmingur sveitarfélaga hefur nú þegar tekist að innleiða lögbundnar samræmdar merkingar fyrir úrgangsflokka og þar hafa fámenn sveitarfélag ekki staðið sig verr í innleiðingunni en þau stóru. Sveitarfélög og ríki hafa ríka ábyrgð við innleiðinguna en við íbúarnir höfum einnig mikilvægt hlutverk við að tryggja að innleiðingin gangi vel. Við erum jú öll hluti af hringrásinni. Plast er ekki sama og plast Að innleiðingu lokinni er gert ráð fyrir að íbúar geti flokkað úrgang sinn enn frekar en nú er gert og þá í fleiri flokka. Þá flokkast samsvarandi efni líkt og plast í fleiri efnisflokka, er það talið nauðsynlegt til þess að endurvinnslu sé betur möguleg. Samhliða þessu er nauðsynlegt að innleiða samræmda merkingu efna. Þá er það ekki nóg að auka ábyrgð heimila og fyrirtækja heldur þarf einnig að auka ábyrgð framleiðenda í lágmarka og bæta umbúðir með það að sjónarmiði að neytendur geti skilað úrgangi og umbúðum til endurvinnslu á réttan hátt. Markmiðið þarf alltaf að vera að auka endurnýtingu og lágmarka urðun, en í dag er því miður verið að urða mikil verðmæti sem felast í umbúðum og fleiru sem hægt væri að endurvinna inn í hringráshagkerfinu. Nýsköpun er lausn Aukin umræða um loftlagsmál og innleiðing hringrásarhagkerfisins hefur þegar skilað sér í aukinni nýsköpun í efnisvinnslu úrgangs. Í því samhengi vil ég nefna verkefnið Bláma á Vestfjörðum þar sem unnið er með hugmyndir á framleiðslu metangass úr lífrænum úrgangi sem fellur til í fjórðungnum og er þónokkur. En lífrænn úrgangur hefur aukist verulega samhliða uppbyggingu á fiskeldi og framleiða má með honum orkugjafa sem þegar skortir á svæðinu. Hér er um að ræða verkefni sem er algjörlega samhljóða markmiðum hringrásarhagkerfisins og spennandi verður að fylgjast með framgangi þess. Hlutverk okkar er mikilvægt Líkt og kemur fram í texta sem við öll þekkjum örugglega flest þá erum við aðeins gestir og hótel okkar er jörðin. Við eigum aðeins eina jörð og við eigum ávallt að miða að því að hún verði áfram byggileg fyrir komandi kynslóðir. Þá er það ábyrgð okkar sem gesta á þessari jörð er að taka þátt í að minnka þann úrgang sem urðaður er og taka þátt í möguleikum á meiri endurvinnslu. Okkur ber samfélagsleg skylda til þess að bregðast við í loftlags- og umhverfismálum. Með hringrásarhagkerfinu þurfum við að taka upp nýjan lífstíl sem felur í sér að endurnýta þau hráefni sem við höfum með fjölbreyttum hætti. Það er ekki lengur í boði að henda öllu rusli á haugana heldur þurfum við öll að leggja hendur á plóg til þess að breyta hugarfari og ná þannig jákvæðum árangri til framtíðar. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun