Bréfsprengjurnar taldar heimagerðar og sendar innan Spánar Kjartan Kjartansson skrifar 2. desember 2022 09:00 Frá herflugvellinum í Torrejón de Ardoz. Bréf sem var sent þangað er það eina sem sprengjusérfræðingar sprengdu ekki upp og gæti því reynst þýðingarmikið fyrir rannsóknina. AP/Daniel Ochoa de Olza Spænska lögreglan telur að sex bréfsprengjur sem hafa fundist undanfarna tvo sólarhringa hafi verið heimasmíðaðar. Bréfin eru sögð hafa innihaldið lítið magn af púðri og sprengjubrotum og verið send innan Spánar. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist þegar eldur blossaði upp úr umslagi sem hann handlék á miðvikudag. Sambærileg bréf voru send forsætis- og innanríkisráðherrum Spánar, bandaríska sendiherranum, vopnaverksmiðju í Zaragoza og herstöð í nágrenni Madridar. Rannsóknardómstóll rannsakar allar bréfsendingarnar sem hryðjuverk. Allt virðist benda til þess að sendandinn hafi verið innan Spánar. Bréfin voru öll send með hefðbundnum pósti. Öll bréfin eru sögð hafa verið áþekk. Í þeim var einhvers konar heimatilbúinn kveikibúnaður úr færi sem olli áköfum blossa en ekki eiginlegri sprengingu. Spænska dagblaðið El País segir að í þeim hafi verið að finna lítið magn af púðri og sprengjubrotum. Lögreglan hefur lýst efnunum í bréfunum sem „eldfimum“. Heimildir spænsku fréttaveitunnar EFE á meðal rannsakenda herma ennfremur að í það minnsta fjögur af bréfunum hafi verið merkt á áþekkan hátt og að þau tengist á einhvern hátt innrás Rússa í Úkraínu, þó ekki þau sem voru send Pedro Sánchez forsætisráðherra eða bandaríska sendiherranum. Úkraínska sendiráðið hefur kennt stjórnvöldum í Kreml um bréfsendingarnar. Sendiráð Rússlands sendi aftur á móti frá sér yfirlýsingu þar sem það sagðist fordæma hvers kyns ógnanir eða hryðjuverk, að sögn spænska ríkisútvarpsins TVE. Umslagið sem var sent til gervihnattamiðstöðvar Evrópusambandsins á herflugvellinum í Torrejón í fyrrinótt er sagt lykillinn að rannsókninni eins og stendur. Það er það eina sem sprengjusérfræðingar sprengdu ekki eftir að þeir náðu að gera það óvirkt, að sögn spænska blaðsins El Mundo. Spánn Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sprengifimt efni sent forsætisráðherra Spánar Innanríkisráðuneyti Spánar upplýsti í dag að sprengifimt efni hefði verið sent til Pedro Sánchez, forsætisráðherra, í síðustu viku. Fréttirnar koma í kjölfar þess að í það minnsta fjögur önnur slík bréf hafa borist stofnunum og fyrirtækjum síðasta sólarhringinn. 1. desember 2022 11:53 Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. 1. desember 2022 08:55 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist þegar eldur blossaði upp úr umslagi sem hann handlék á miðvikudag. Sambærileg bréf voru send forsætis- og innanríkisráðherrum Spánar, bandaríska sendiherranum, vopnaverksmiðju í Zaragoza og herstöð í nágrenni Madridar. Rannsóknardómstóll rannsakar allar bréfsendingarnar sem hryðjuverk. Allt virðist benda til þess að sendandinn hafi verið innan Spánar. Bréfin voru öll send með hefðbundnum pósti. Öll bréfin eru sögð hafa verið áþekk. Í þeim var einhvers konar heimatilbúinn kveikibúnaður úr færi sem olli áköfum blossa en ekki eiginlegri sprengingu. Spænska dagblaðið El País segir að í þeim hafi verið að finna lítið magn af púðri og sprengjubrotum. Lögreglan hefur lýst efnunum í bréfunum sem „eldfimum“. Heimildir spænsku fréttaveitunnar EFE á meðal rannsakenda herma ennfremur að í það minnsta fjögur af bréfunum hafi verið merkt á áþekkan hátt og að þau tengist á einhvern hátt innrás Rússa í Úkraínu, þó ekki þau sem voru send Pedro Sánchez forsætisráðherra eða bandaríska sendiherranum. Úkraínska sendiráðið hefur kennt stjórnvöldum í Kreml um bréfsendingarnar. Sendiráð Rússlands sendi aftur á móti frá sér yfirlýsingu þar sem það sagðist fordæma hvers kyns ógnanir eða hryðjuverk, að sögn spænska ríkisútvarpsins TVE. Umslagið sem var sent til gervihnattamiðstöðvar Evrópusambandsins á herflugvellinum í Torrejón í fyrrinótt er sagt lykillinn að rannsókninni eins og stendur. Það er það eina sem sprengjusérfræðingar sprengdu ekki eftir að þeir náðu að gera það óvirkt, að sögn spænska blaðsins El Mundo.
Spánn Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sprengifimt efni sent forsætisráðherra Spánar Innanríkisráðuneyti Spánar upplýsti í dag að sprengifimt efni hefði verið sent til Pedro Sánchez, forsætisráðherra, í síðustu viku. Fréttirnar koma í kjölfar þess að í það minnsta fjögur önnur slík bréf hafa borist stofnunum og fyrirtækjum síðasta sólarhringinn. 1. desember 2022 11:53 Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. 1. desember 2022 08:55 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Sprengifimt efni sent forsætisráðherra Spánar Innanríkisráðuneyti Spánar upplýsti í dag að sprengifimt efni hefði verið sent til Pedro Sánchez, forsætisráðherra, í síðustu viku. Fréttirnar koma í kjölfar þess að í það minnsta fjögur önnur slík bréf hafa borist stofnunum og fyrirtækjum síðasta sólarhringinn. 1. desember 2022 11:53
Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. 1. desember 2022 08:55