Sálræn áföll og ofþyngd Inga Margrét Benediktsdóttir skrifar 5. desember 2022 20:30 Vitað er að orsakir ofþyngdar hjá einstaklingum eru margar og mismunandi. Ekki er hægt að benda á eina algjöra orsök fyrir ofþyngd en þær eru margar og mismunandi. Sú orsök sem fjallað verður um hér eru sálræn áföll. Áföll (e. Trauma) eru mismunandi eins og þau eru mörg og má þar t.d. nefna áföll í æsku, kynferðislegt ofbeldi, einelti, líkamlegt ofbeldi, heimilisofbeldi, nauðganir, náttúruhamfarir ýmiskonar og dauða ástvinar eða einhvers nákomins. Áföll eru upplifun einstaklingsins og einhver sem hefur lent í einhverju litlu miðað við einhvern annan er ekkert endilega með minna áfall eða minni áfallastreituröskun en hinn aðilinn, því öll erum við misjöfn. Eins gefa rannsóknir til kynna að börn sem verða vitni af ofbeldi verði fyrir skaða af því til lengri tíma. Oft er litið fram hjá sálrænum áföllum hjá einstaklingum sem glíma við ofþyngd og þá er eingöngu einblínt á líkamsástand og hegðunarmynstur einstaklinga. Áföll í æsku geta verið ein af ástæðum þess að einstaklingur verður of þungur. Augljóst er að áfallamiðuð nálgun í heilsugæslu er ábótavant og úrbóta er þörf. Í Heilbrigðisstefnu til 2030 er krafist úrbóta í þessu samhengi og vonandi verður þeirri áætlun hrint í framkvæmd innan tímaramma. Áföll og sá sársauki sem þeim fylgir breytir hugsun okkar og hvernig við sjáum heiminn og bregðumst við aðstæðum. Þau einkenni sem einstaklingar finna fyrir eru ekki bara sálræn heldur einnig vegna líkamlegra orsaka. Áföll breyta því hvernig taugakerfið okkar starfar. Heilinn fer að starfa öðruvísi og bregst öðruvísi við og sendir frá sér öðruvísi taugaboð en áður. Heilinn er stöðugt að endurskrifa og endurvinna upplýsingar og hafa áföll hafa áhrif á þessa starfsemi hans. Ótti hrindir af stað viðbrögðum sem eru eðlislæg hverri manneskju. Við þurfum að geta skynjað ótta til að lifa af. Óttaviðbrögð eru þau viðbrögð sem vernda okkur í raun frá hættu og við berjumst eða flýjum (e. Fight ore flight) ef við þurfum þess og þannig forðumst við hættulegar aðstæður eða áreiti. Þegar fólk verður ítrekað fyrir áföllum eða jafnvel einu slæmu áfalli þá fara þessi viðbrögð að virkjast utan við raunverulegar hættu aðstæður. Það gerir það að verkum að við finnum jafnvel stöðugt fyrir ótta og verðum uppgefin. Kvíði er viðbragð líkamans sem kemur einnig fram samhliða ótta. Einstaklingur með kvíða er stöðugt varkár eða óttasleginn og það hefur áhrif á hann bæði tilfinningarlega og líkamlega. Til að takast á við þennan ótta sem hefur myndast þá byrja einstaklingar oft að þróa með sér ákveðnar venjur sem geta verið bæði heilbrigðar og óheilbrigðar. Sumir fara út að labba og hlusta á tónlist á meðan aðrir leitast í neikvæðar venjur t.d. áfengis- og fíkniefnaneyslu, sjálfsskaða, ýmsa áráttuhegðun og að borða annað hvort of mikið eða of lítið. Þegar líkaminn festist í þessu ótta viðbragði með kvíðatilfinningu þá leitum við sem einstaklingar eftir því að laga þetta ástand með öllum nauðsynlegum ráðum. Eitt af þeim ráðum er að borða. Að borða, fyrir einhvern í ofþyngd (ekki alla), veldur því að honum finnst hann vera við stjórn á aðstæðum, þó svo það vari stutt. Að borða veitir einstaklingnum þá stöðugleika og þægindi á því augnabliki sem hann er að neyta máltíðarinnar. Þegar hann borðar finnur hann fyrir vellíðan og sælu. Það getur leitt til að einstaklingur þrói með sér matarfíkn. Það er eðlilegt að vilja lifa af og það að borða eitthvað gott er eitthvað sem allir hafa ánægju af að gera. Umbunarkerfi heilans virkjast við að borða góðan mat, en þetta kerfi er ómeðvitað og mjög öflugt og hefur djúpstæð áhrif á okkur. Umbunarkerfið lætur okkur vita hvað er öruggt og gott og einnig hvað er skaðlegt og sársaukafullt. Það að borða góðan mat er því einskonar huggun. Matur getur sem sagt ýtt á stað þeim umbunarviðbrögðum og getur haft áhrif á sömu stöðvar heilans og fíkniefni og áfengi gera auk margra lyfja. Margir sem verða fyrir áföllum borða því til þess að finna fyrir vellíðan og huggun. Þá eiga þeir til að borða meira en ráðlagt er til þess að reyna að losna við tilfinningarlega vanlíðan. Margir einstaklingar með áfallasögu borða til að losna við ótta og kvíða sem fylgja áföllum. Það er mikilvægt að líta til áfalla þegar kemur að því að stjórna þyngd, hvort sem um ofþyngd er að ræða eða of lítil þyngd. Áföll í æsku og á fullorðins árum geta haft veruleg áhrif á hvort fólk þróar með sér matarfíkn og þá ofþyngd samhliða eða jafnvel öfugt. Mikilvægt er að líta til þess samhliða öðrum aðgerðum sem farið er í innan heilbrigðisþjónustu. Það er aldrei auðvelt fyrir foreldra að eiga t.d. barn í ofþyngd og þurfa að leggja sig alla fram að leiðbeina barninu rétta braut. Hafa ber í huga þann þátt að sálræn áföll og ofbeldi geta oft verið ástæða þess að barnið borðar sér til huggunar. Fólk í ofþyngd vill flest ekkert vera á þessum stað sem það er á en er fast í vítahring og þarf oft aðstoð til að brjóta sig úr honum. Heilsugæslan er fyrsti viðkomustaður og þaðan er fólki beint réttar leiðir. Höfundur er með M.Sc. gráðu í sálrænum áföllum og ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Vitað er að orsakir ofþyngdar hjá einstaklingum eru margar og mismunandi. Ekki er hægt að benda á eina algjöra orsök fyrir ofþyngd en þær eru margar og mismunandi. Sú orsök sem fjallað verður um hér eru sálræn áföll. Áföll (e. Trauma) eru mismunandi eins og þau eru mörg og má þar t.d. nefna áföll í æsku, kynferðislegt ofbeldi, einelti, líkamlegt ofbeldi, heimilisofbeldi, nauðganir, náttúruhamfarir ýmiskonar og dauða ástvinar eða einhvers nákomins. Áföll eru upplifun einstaklingsins og einhver sem hefur lent í einhverju litlu miðað við einhvern annan er ekkert endilega með minna áfall eða minni áfallastreituröskun en hinn aðilinn, því öll erum við misjöfn. Eins gefa rannsóknir til kynna að börn sem verða vitni af ofbeldi verði fyrir skaða af því til lengri tíma. Oft er litið fram hjá sálrænum áföllum hjá einstaklingum sem glíma við ofþyngd og þá er eingöngu einblínt á líkamsástand og hegðunarmynstur einstaklinga. Áföll í æsku geta verið ein af ástæðum þess að einstaklingur verður of þungur. Augljóst er að áfallamiðuð nálgun í heilsugæslu er ábótavant og úrbóta er þörf. Í Heilbrigðisstefnu til 2030 er krafist úrbóta í þessu samhengi og vonandi verður þeirri áætlun hrint í framkvæmd innan tímaramma. Áföll og sá sársauki sem þeim fylgir breytir hugsun okkar og hvernig við sjáum heiminn og bregðumst við aðstæðum. Þau einkenni sem einstaklingar finna fyrir eru ekki bara sálræn heldur einnig vegna líkamlegra orsaka. Áföll breyta því hvernig taugakerfið okkar starfar. Heilinn fer að starfa öðruvísi og bregst öðruvísi við og sendir frá sér öðruvísi taugaboð en áður. Heilinn er stöðugt að endurskrifa og endurvinna upplýsingar og hafa áföll hafa áhrif á þessa starfsemi hans. Ótti hrindir af stað viðbrögðum sem eru eðlislæg hverri manneskju. Við þurfum að geta skynjað ótta til að lifa af. Óttaviðbrögð eru þau viðbrögð sem vernda okkur í raun frá hættu og við berjumst eða flýjum (e. Fight ore flight) ef við þurfum þess og þannig forðumst við hættulegar aðstæður eða áreiti. Þegar fólk verður ítrekað fyrir áföllum eða jafnvel einu slæmu áfalli þá fara þessi viðbrögð að virkjast utan við raunverulegar hættu aðstæður. Það gerir það að verkum að við finnum jafnvel stöðugt fyrir ótta og verðum uppgefin. Kvíði er viðbragð líkamans sem kemur einnig fram samhliða ótta. Einstaklingur með kvíða er stöðugt varkár eða óttasleginn og það hefur áhrif á hann bæði tilfinningarlega og líkamlega. Til að takast á við þennan ótta sem hefur myndast þá byrja einstaklingar oft að þróa með sér ákveðnar venjur sem geta verið bæði heilbrigðar og óheilbrigðar. Sumir fara út að labba og hlusta á tónlist á meðan aðrir leitast í neikvæðar venjur t.d. áfengis- og fíkniefnaneyslu, sjálfsskaða, ýmsa áráttuhegðun og að borða annað hvort of mikið eða of lítið. Þegar líkaminn festist í þessu ótta viðbragði með kvíðatilfinningu þá leitum við sem einstaklingar eftir því að laga þetta ástand með öllum nauðsynlegum ráðum. Eitt af þeim ráðum er að borða. Að borða, fyrir einhvern í ofþyngd (ekki alla), veldur því að honum finnst hann vera við stjórn á aðstæðum, þó svo það vari stutt. Að borða veitir einstaklingnum þá stöðugleika og þægindi á því augnabliki sem hann er að neyta máltíðarinnar. Þegar hann borðar finnur hann fyrir vellíðan og sælu. Það getur leitt til að einstaklingur þrói með sér matarfíkn. Það er eðlilegt að vilja lifa af og það að borða eitthvað gott er eitthvað sem allir hafa ánægju af að gera. Umbunarkerfi heilans virkjast við að borða góðan mat, en þetta kerfi er ómeðvitað og mjög öflugt og hefur djúpstæð áhrif á okkur. Umbunarkerfið lætur okkur vita hvað er öruggt og gott og einnig hvað er skaðlegt og sársaukafullt. Það að borða góðan mat er því einskonar huggun. Matur getur sem sagt ýtt á stað þeim umbunarviðbrögðum og getur haft áhrif á sömu stöðvar heilans og fíkniefni og áfengi gera auk margra lyfja. Margir sem verða fyrir áföllum borða því til þess að finna fyrir vellíðan og huggun. Þá eiga þeir til að borða meira en ráðlagt er til þess að reyna að losna við tilfinningarlega vanlíðan. Margir einstaklingar með áfallasögu borða til að losna við ótta og kvíða sem fylgja áföllum. Það er mikilvægt að líta til áfalla þegar kemur að því að stjórna þyngd, hvort sem um ofþyngd er að ræða eða of lítil þyngd. Áföll í æsku og á fullorðins árum geta haft veruleg áhrif á hvort fólk þróar með sér matarfíkn og þá ofþyngd samhliða eða jafnvel öfugt. Mikilvægt er að líta til þess samhliða öðrum aðgerðum sem farið er í innan heilbrigðisþjónustu. Það er aldrei auðvelt fyrir foreldra að eiga t.d. barn í ofþyngd og þurfa að leggja sig alla fram að leiðbeina barninu rétta braut. Hafa ber í huga þann þátt að sálræn áföll og ofbeldi geta oft verið ástæða þess að barnið borðar sér til huggunar. Fólk í ofþyngd vill flest ekkert vera á þessum stað sem það er á en er fast í vítahring og þarf oft aðstoð til að brjóta sig úr honum. Heilsugæslan er fyrsti viðkomustaður og þaðan er fólki beint réttar leiðir. Höfundur er með M.Sc. gráðu í sálrænum áföllum og ofbeldi.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun