Vaxandi verðmæti grænnar auðlindar Valur Ægisson og Halldór Kári Sigurðarson skrifa 7. desember 2022 10:00 Sala á upprunaábyrgðum endurnýjanlegu raforkunnar okkar skilar Landsvirkjun tveimur milljörðum króna á árinu sem er að líða, tvöfalt hærri upphæð en á síðasta ári. Kerfi upprunaábyrgða er loks farið að virka eins og til var ætlast, tryggja þeim sem vinna endurnýjanlega orku hærra verð en ella og styðja þannig við orkuskipti hér og á meginlandi Evrópu. Verð upprunaábyrgða hefur hækkað mikið. Haldist það í þeim hæðum gæti árlegt verðmæti ábyrgða sem Landsvirkjun selur numið um 15 milljörðum kr. Verðmætið fyrir öll orkufyrirtæki landsins gæti orðið um 20 milljarðar kr. á ári. Þar sem Ísland á aðild að EES-samningum er skylt að gefa raforkusölum hér á landi kost á að fá útgefnar upprunaábyrgðir og taka þátt í viðskiptum með þær, samkvæmt því evrópska kerfi sem komið var á fyrir 14 árum og 28 lönd eiga nú aðild að. Upprunaábyrgð er staðfesting á því að raforka hafi verið framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Upprunaábyrgðir eru sjálfstæð söluvara, óháð afhendingu á raforkunni sjálfri. Fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar geta með kaupum á upprunaábyrgðum vottað raforkukaup sín og stutt endurnýjanlega orkuframleiðslu. Orkan er jafn hrein Kaupendur ábyrgðanna af Landsvirkjun eru að mestu almennir notendur á Íslandi og í Evrópu sem vilja styðja við uppbyggingu endurnýjanlegra orkukosta. Þær raddir heyrast stundum, að með sölu á upprunaábyrgðum til erlendra aðila sé verið að stofna orðspori okkar í hættu, því orkan okkar sé þá ekki lengur skráð 100% endurnýjanleg. Þetta er fjarri lagi. Orkan okkar er jafn hrein sem fyrr. Kerfi upprunaábyrgða er fyrst og fremst bókhaldskerfi. Þeir notendur sem eiga ekki kost á að nota endurnýjanlega orkugjafa greiða sérstaklega til þeirra sem vinna slíka orku. Landsvirkjun – ásamt öðrum orkufyrirtækjum sem vinna endurnýjanlega orku – er því sérstaklega umbunað umfram aðra. Þessi fyrirtæki fá hærra verð en aðrir fyrir orkuna. Hærra verð þýðir hreinan viðbótarhagnað. Á undanförnum árum hefur Landsvirkjun greitt sífellt hærri arð til eiganda síns, íslensku þjóðarinnar. Þjóðin hefur sett sér markmið um orkuskipti, til að berjast gegn loftslagsvánni. Auknar tekjur Landsvirkjunar greiða fyrir frekari uppbyggingu orkuvinnslu. Það blasir við að milljarðar króna í auknar tekjur, á sama tíma og ráðist er í uppbyggingu Hvammsvirkjunar, stækkun eldri virkjana og undirbúning vindlunda, styrkir orkufyrirtæki þjóðarinnar mjög. Verðmæti fimmtugfaldast Verðmæti upprunaábyrgða hafa fimmtugfaldast frá því að kerfinu var komið á fyrir 14 árum. Neytendur gera sífellt auknar kröfur um græna orku. Sá þrýstingur eykur kaup á upprunaábyrgðum og kaupverðið rennur beint til orkufyrirtækja sem framleiða orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Auknar tekjur hvetja þau fyrirtæki til dáða, um leið og þær hvetja önnur fyrirtæki til að taka upp grænni hætti. Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim auðlindum sem þjóðin hefur trúað henni fyrir. Þess vegna seljum við upprunaábyrgðir, líkt og önnur evrópsk fyrirtæki sem vinna græna orku. Niðurstaðan er grænni heimur fyrir okkur öll. Valur er forstöðumaður á sviði sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun og Halldór Kári er viðskiptastjóri á sama sviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Kári Sigurðarson Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Sala á upprunaábyrgðum endurnýjanlegu raforkunnar okkar skilar Landsvirkjun tveimur milljörðum króna á árinu sem er að líða, tvöfalt hærri upphæð en á síðasta ári. Kerfi upprunaábyrgða er loks farið að virka eins og til var ætlast, tryggja þeim sem vinna endurnýjanlega orku hærra verð en ella og styðja þannig við orkuskipti hér og á meginlandi Evrópu. Verð upprunaábyrgða hefur hækkað mikið. Haldist það í þeim hæðum gæti árlegt verðmæti ábyrgða sem Landsvirkjun selur numið um 15 milljörðum kr. Verðmætið fyrir öll orkufyrirtæki landsins gæti orðið um 20 milljarðar kr. á ári. Þar sem Ísland á aðild að EES-samningum er skylt að gefa raforkusölum hér á landi kost á að fá útgefnar upprunaábyrgðir og taka þátt í viðskiptum með þær, samkvæmt því evrópska kerfi sem komið var á fyrir 14 árum og 28 lönd eiga nú aðild að. Upprunaábyrgð er staðfesting á því að raforka hafi verið framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Upprunaábyrgðir eru sjálfstæð söluvara, óháð afhendingu á raforkunni sjálfri. Fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar geta með kaupum á upprunaábyrgðum vottað raforkukaup sín og stutt endurnýjanlega orkuframleiðslu. Orkan er jafn hrein Kaupendur ábyrgðanna af Landsvirkjun eru að mestu almennir notendur á Íslandi og í Evrópu sem vilja styðja við uppbyggingu endurnýjanlegra orkukosta. Þær raddir heyrast stundum, að með sölu á upprunaábyrgðum til erlendra aðila sé verið að stofna orðspori okkar í hættu, því orkan okkar sé þá ekki lengur skráð 100% endurnýjanleg. Þetta er fjarri lagi. Orkan okkar er jafn hrein sem fyrr. Kerfi upprunaábyrgða er fyrst og fremst bókhaldskerfi. Þeir notendur sem eiga ekki kost á að nota endurnýjanlega orkugjafa greiða sérstaklega til þeirra sem vinna slíka orku. Landsvirkjun – ásamt öðrum orkufyrirtækjum sem vinna endurnýjanlega orku – er því sérstaklega umbunað umfram aðra. Þessi fyrirtæki fá hærra verð en aðrir fyrir orkuna. Hærra verð þýðir hreinan viðbótarhagnað. Á undanförnum árum hefur Landsvirkjun greitt sífellt hærri arð til eiganda síns, íslensku þjóðarinnar. Þjóðin hefur sett sér markmið um orkuskipti, til að berjast gegn loftslagsvánni. Auknar tekjur Landsvirkjunar greiða fyrir frekari uppbyggingu orkuvinnslu. Það blasir við að milljarðar króna í auknar tekjur, á sama tíma og ráðist er í uppbyggingu Hvammsvirkjunar, stækkun eldri virkjana og undirbúning vindlunda, styrkir orkufyrirtæki þjóðarinnar mjög. Verðmæti fimmtugfaldast Verðmæti upprunaábyrgða hafa fimmtugfaldast frá því að kerfinu var komið á fyrir 14 árum. Neytendur gera sífellt auknar kröfur um græna orku. Sá þrýstingur eykur kaup á upprunaábyrgðum og kaupverðið rennur beint til orkufyrirtækja sem framleiða orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Auknar tekjur hvetja þau fyrirtæki til dáða, um leið og þær hvetja önnur fyrirtæki til að taka upp grænni hætti. Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim auðlindum sem þjóðin hefur trúað henni fyrir. Þess vegna seljum við upprunaábyrgðir, líkt og önnur evrópsk fyrirtæki sem vinna græna orku. Niðurstaðan er grænni heimur fyrir okkur öll. Valur er forstöðumaður á sviði sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun og Halldór Kári er viðskiptastjóri á sama sviði.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun