„Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 8. desember 2022 17:00 Fyrir síðustu helgi lét Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, þau orð falla á fundi sem skipulagður var af hugveitunni Lowy Institute í Sydney í Ástralíu, að án Bandaríkjanna væri Evrópusambandið í vandræðum þegar kæmi að varnarmálum. Þannig hefði sambandið ekki haft burði til þess að bregðast sem skyldi við innrás rússneska hersins í Úkraínu og fyrir vikið orðið að treysta á Bandaríkjamenn. „Ég verð að vera algerlega hreinskilin við ykkur, Evrópusambandið er ekki nógu sterkt eins og staðan er í dag. Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna,“ sagði Marin varðandi stríðið í Úkraínu. Fram kemur í frétt BBC um ummæli hennar að vopnabúr ríkja sambandsins séu að tæmast vegna stuðnings við Úkraínumenn þrátt fyrir að framlag ríkjanna hafi verið hverfandi í samanburði við stuðning Bandaríkjanna. Stefna Evrópusambandsins beðið skipbrot Marin gagnrýndi harðlega þau ríki Evrópusambandsins sem hefðu sótzt eftir því að mynda nánari efnahagsleg tengsl við Rússland undanfarna áratugi með kaupum á rússneskri orku en sambandið hefði nálgast málin með sama hætti. „Við héldum að með þessu yrði komið í veg fyrir stríð,“ sagði hún. Sú stefna hefði hins vegar beðið algert skipbrot. Rússneskum stjórnvöldum væri sama um efnahagsleg tengsl. Fyrir rúmum mánuði sagði Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, á ráðstefnu NATO-þingsins í Helsinki, höfuðborg landsins, að ástæðan fyrir umsókn Finnlands um inngöngu í NATO væri sú að ekki væri hægt að treysta á Evrópusambandið í varnarmálum. Undir þetta tók fulltrúi sænskra stjórnvalda á ráðstefnunni en Svíþjóð, sem líkt og Finnland er í sambandinu, stefnir einnig á inngöngu í NATO. Treystu á Rússland og Kína í efnahagsmálum Komið hefur ítrekað fram í máli Joseps Borrell, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, að hernaður rússneskra stjórnvalda í Úkraínu hafi verið fjármagnaður með kaupum ríkja sambandsins á rússneskri olíu og gasi um langt árabil. Margoft hefði verið varað við því í aðdraganda stríðsins hversu háð Evrópusambandið væri Rússlandi í orkumálum en í stað þess að draga úr í þeim efnum hefði verið farið í öfuga átt. Fram kom einnig í máli Borrells á fundi með sendiherrum Evrópusambandsins í október að sambandið hefði reitt sig á Bandaríkin í öryggismálum og reist efnahagslega velmegun sína á kaupum á ódýrri orku frá Rússlandi og kaupum á ódýrum varningi frá Kína. Það væri ekki mögulegt lengur en ljóst væri að sú breyting yrði erfið efnahagslega fyrir Evrópusambandið og myndi hafa í för með sér ýmis vandamál. Hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur leitt af sér er að varpa enn betra ljósi en áður á það hversu illa að vígi Evrópusambandið stendur í öryggis- og varnarmálum. Ekki sízt þegar kemur að efnahagsöryggi. Fullyrðingar sem heyrzt hafa, þess efnis að Ísland þurfi að ganga í sambandið til þess að tryggja öryggis- og varnarhagsmuni landsins, þar á meðal efnahagsöryggi þess, standast þannig alls enga skoðun. Fyrir liggur að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur í reynd burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Þar með talið innan NATO en Bandaríkjamenn standa undir miklum meirihluta útgjalda bandalagsins. Þannig er ljóst að varnir Íslands verða sem fyrr bezt tryggðar með áframhaldandi aðild að NATO og varnarsamningnum við Bandaríkin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Utanríkismál Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Fyrir síðustu helgi lét Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, þau orð falla á fundi sem skipulagður var af hugveitunni Lowy Institute í Sydney í Ástralíu, að án Bandaríkjanna væri Evrópusambandið í vandræðum þegar kæmi að varnarmálum. Þannig hefði sambandið ekki haft burði til þess að bregðast sem skyldi við innrás rússneska hersins í Úkraínu og fyrir vikið orðið að treysta á Bandaríkjamenn. „Ég verð að vera algerlega hreinskilin við ykkur, Evrópusambandið er ekki nógu sterkt eins og staðan er í dag. Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna,“ sagði Marin varðandi stríðið í Úkraínu. Fram kemur í frétt BBC um ummæli hennar að vopnabúr ríkja sambandsins séu að tæmast vegna stuðnings við Úkraínumenn þrátt fyrir að framlag ríkjanna hafi verið hverfandi í samanburði við stuðning Bandaríkjanna. Stefna Evrópusambandsins beðið skipbrot Marin gagnrýndi harðlega þau ríki Evrópusambandsins sem hefðu sótzt eftir því að mynda nánari efnahagsleg tengsl við Rússland undanfarna áratugi með kaupum á rússneskri orku en sambandið hefði nálgast málin með sama hætti. „Við héldum að með þessu yrði komið í veg fyrir stríð,“ sagði hún. Sú stefna hefði hins vegar beðið algert skipbrot. Rússneskum stjórnvöldum væri sama um efnahagsleg tengsl. Fyrir rúmum mánuði sagði Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, á ráðstefnu NATO-þingsins í Helsinki, höfuðborg landsins, að ástæðan fyrir umsókn Finnlands um inngöngu í NATO væri sú að ekki væri hægt að treysta á Evrópusambandið í varnarmálum. Undir þetta tók fulltrúi sænskra stjórnvalda á ráðstefnunni en Svíþjóð, sem líkt og Finnland er í sambandinu, stefnir einnig á inngöngu í NATO. Treystu á Rússland og Kína í efnahagsmálum Komið hefur ítrekað fram í máli Joseps Borrell, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, að hernaður rússneskra stjórnvalda í Úkraínu hafi verið fjármagnaður með kaupum ríkja sambandsins á rússneskri olíu og gasi um langt árabil. Margoft hefði verið varað við því í aðdraganda stríðsins hversu háð Evrópusambandið væri Rússlandi í orkumálum en í stað þess að draga úr í þeim efnum hefði verið farið í öfuga átt. Fram kom einnig í máli Borrells á fundi með sendiherrum Evrópusambandsins í október að sambandið hefði reitt sig á Bandaríkin í öryggismálum og reist efnahagslega velmegun sína á kaupum á ódýrri orku frá Rússlandi og kaupum á ódýrum varningi frá Kína. Það væri ekki mögulegt lengur en ljóst væri að sú breyting yrði erfið efnahagslega fyrir Evrópusambandið og myndi hafa í för með sér ýmis vandamál. Hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur leitt af sér er að varpa enn betra ljósi en áður á það hversu illa að vígi Evrópusambandið stendur í öryggis- og varnarmálum. Ekki sízt þegar kemur að efnahagsöryggi. Fullyrðingar sem heyrzt hafa, þess efnis að Ísland þurfi að ganga í sambandið til þess að tryggja öryggis- og varnarhagsmuni landsins, þar á meðal efnahagsöryggi þess, standast þannig alls enga skoðun. Fyrir liggur að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur í reynd burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Þar með talið innan NATO en Bandaríkjamenn standa undir miklum meirihluta útgjalda bandalagsins. Þannig er ljóst að varnir Íslands verða sem fyrr bezt tryggðar með áframhaldandi aðild að NATO og varnarsamningnum við Bandaríkin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun