Milljarður króna tapast á ári frá því að varaflugvallargjaldið var lagt af Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. desember 2022 12:15 Njáll Trausti, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fór yfir varaflugvallargjald og flugmálin almennt í Sprengisandi. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir gríðarlega innviðaskuld blasa við þegar kemur að varaflugvöllum landsins eftir óreiðukenndan fókus stjórnvalda í rúman áratug. Varaflugvallagjald sé nauðsynlegt til að tryggja uppbyggingu en ekkert óvænt megi koma upp á eins og staðan er í dag. Boðað varaflugvallagjald innviðaráðherra hefur vakið nokkur viðbrögð en gjaldið verður tvö hundruð krónur samkvæmt frumvarpinu og leggst á alla farþega. Isavia og Icelandair hafa gagnrýnt gjaldtökuna harðlega en ráðherra hefur rökstutt gjaldið með því að flest önnur lönd séu með sambærilegt gjald. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og flugumferðarstjóri til þrjátíu ára, hefur setið í starfshóp um flugmál þar sem varaflugvallagjaldið kom meðal annars til tals en hann fór yfir þróunina í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Þetta var mikið áfall fyrir flugvallakerfi landsins 2011, þá var gamla varaflugvallagjaldið lagt af og þá bara hrundu tekjustofnar fyrir að halda við kerfinu og við sjáum að það hvarf út milljarður á ári,“ segir Njáll en starfshópurinn sem hann fór fyrir lagði til 100 til 300 króna gjald. Mikil þörf sé á uppbyggingu á varaflugvöllum landsins á Akureyri, Egilstöðum og í Reykjavík. „Það hefur ekki tekist að viðhalda kerfinu og það hafa náttúrulega verið takmarkaðar nýframkvæmdir og þær hafa þá ekki komið í gegnum þessar hefðbundu leiðir eins og voru áður. Þetta hefur verið meira tilviljunarkennt og slumpað á eitthvað, eins og í Covid, í mars 2020 var sett í Akureyraflugvöll og annað. En þetta hefur bara verið mikið niðurbrot, satt að segja,“ segir Njáll. Margra milljarða innviðaskuld blasi við Ríkið hafi lent í ákveðnu tómarúmi og fókusinn verið óreiðukenndur í meira en áratug. Gríðarleg innviðaskuld blasi við sem koma muni í ljós á næstunni. „En þetta hleypur á mjög mörgum milljörðum, það sem að vantar inn í kerfið og síðan inn í viðhaldið. Það eru bara þónokkuð margir milljarðar sem hafa orðið eftir þar,“ segir Njáll. Rætt var við forstjóra Isavia um stöðuna, meðal annars með tilliti til varaflugvalla og innviðaskuldar ríkisins, í Sprengisandi í síðustu viku en hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Með innheimtunni gæti varaflugvallargjald skilað um 1,4 milljörðum króna á ári. Önnur leið sem hægt væri að fara væri með skattinnheimtu en það myndi þýða að íslenskir ríkisborgarar greiði fyrir þjónustuna þar sem um 85 prósent notenda eru erlendir farþegar. Engin önnur raunhæf leið hafi talist líkleg til árangurs. Eins og stendur komi tugi véla í gegnum Keflavíkurflugvöll á hverri klukkustund en flugvellirnir á Akureyri og Egilsstöðum ráði aðeins við um fimm vélar hvor um sig. Um öryggismál sé að ræða og Njáll bendir á að spár geri ráð fyrir 3,5 milljónum farþega árið 2030, samanborið við 500 þúsund farþega árið 2010. „Ætlum við ekki að klára innviðina og vera tilbúin í þetta þegar við sjáum að þetta fer ekkert frá okkur þetta vandamál, og að eiga þetta öryggi sem að varaflugvellir eru,“ segir hann. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Alþingi Tengdar fréttir Leggur til tvö hundruð króna gjald á hvern farþega til að byggja upp varaflugvelli Lagt verður varaflugvallagjald sem nemur 200 krónum á hvern farþega ef frumvarp innviðaráðherra sem lagt var fram í samráðsgátt stjórnvalda í dag nær fram að ganga. Sé miðað við sex milljón farþega gætu tekjur ríkissjóðs orðið allt að einn og hálfur milljarður króna. Isavia og Icelandair hafa mótmælt gjaldtökunni. 28. nóvember 2022 15:00 Icelandair og ISAVIA leggjast gegn álagningu varaflugvallagjalds Ef íslenskir flugrekendur sem gera út frá Keflavíkurflugvelli þurfa að sæta gjaldtöku vegna uppbyggingar varaflugvalla dregur úr samkeppnishæfni íslenskra flugfélaga sem bjóða upp á flug yfir Atlantshafið. 10. október 2022 14:22 Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. 26. ágúst 2022 22:12 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður úr áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjá meira
Boðað varaflugvallagjald innviðaráðherra hefur vakið nokkur viðbrögð en gjaldið verður tvö hundruð krónur samkvæmt frumvarpinu og leggst á alla farþega. Isavia og Icelandair hafa gagnrýnt gjaldtökuna harðlega en ráðherra hefur rökstutt gjaldið með því að flest önnur lönd séu með sambærilegt gjald. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og flugumferðarstjóri til þrjátíu ára, hefur setið í starfshóp um flugmál þar sem varaflugvallagjaldið kom meðal annars til tals en hann fór yfir þróunina í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Þetta var mikið áfall fyrir flugvallakerfi landsins 2011, þá var gamla varaflugvallagjaldið lagt af og þá bara hrundu tekjustofnar fyrir að halda við kerfinu og við sjáum að það hvarf út milljarður á ári,“ segir Njáll en starfshópurinn sem hann fór fyrir lagði til 100 til 300 króna gjald. Mikil þörf sé á uppbyggingu á varaflugvöllum landsins á Akureyri, Egilstöðum og í Reykjavík. „Það hefur ekki tekist að viðhalda kerfinu og það hafa náttúrulega verið takmarkaðar nýframkvæmdir og þær hafa þá ekki komið í gegnum þessar hefðbundu leiðir eins og voru áður. Þetta hefur verið meira tilviljunarkennt og slumpað á eitthvað, eins og í Covid, í mars 2020 var sett í Akureyraflugvöll og annað. En þetta hefur bara verið mikið niðurbrot, satt að segja,“ segir Njáll. Margra milljarða innviðaskuld blasi við Ríkið hafi lent í ákveðnu tómarúmi og fókusinn verið óreiðukenndur í meira en áratug. Gríðarleg innviðaskuld blasi við sem koma muni í ljós á næstunni. „En þetta hleypur á mjög mörgum milljörðum, það sem að vantar inn í kerfið og síðan inn í viðhaldið. Það eru bara þónokkuð margir milljarðar sem hafa orðið eftir þar,“ segir Njáll. Rætt var við forstjóra Isavia um stöðuna, meðal annars með tilliti til varaflugvalla og innviðaskuldar ríkisins, í Sprengisandi í síðustu viku en hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Með innheimtunni gæti varaflugvallargjald skilað um 1,4 milljörðum króna á ári. Önnur leið sem hægt væri að fara væri með skattinnheimtu en það myndi þýða að íslenskir ríkisborgarar greiði fyrir þjónustuna þar sem um 85 prósent notenda eru erlendir farþegar. Engin önnur raunhæf leið hafi talist líkleg til árangurs. Eins og stendur komi tugi véla í gegnum Keflavíkurflugvöll á hverri klukkustund en flugvellirnir á Akureyri og Egilsstöðum ráði aðeins við um fimm vélar hvor um sig. Um öryggismál sé að ræða og Njáll bendir á að spár geri ráð fyrir 3,5 milljónum farþega árið 2030, samanborið við 500 þúsund farþega árið 2010. „Ætlum við ekki að klára innviðina og vera tilbúin í þetta þegar við sjáum að þetta fer ekkert frá okkur þetta vandamál, og að eiga þetta öryggi sem að varaflugvellir eru,“ segir hann.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Alþingi Tengdar fréttir Leggur til tvö hundruð króna gjald á hvern farþega til að byggja upp varaflugvelli Lagt verður varaflugvallagjald sem nemur 200 krónum á hvern farþega ef frumvarp innviðaráðherra sem lagt var fram í samráðsgátt stjórnvalda í dag nær fram að ganga. Sé miðað við sex milljón farþega gætu tekjur ríkissjóðs orðið allt að einn og hálfur milljarður króna. Isavia og Icelandair hafa mótmælt gjaldtökunni. 28. nóvember 2022 15:00 Icelandair og ISAVIA leggjast gegn álagningu varaflugvallagjalds Ef íslenskir flugrekendur sem gera út frá Keflavíkurflugvelli þurfa að sæta gjaldtöku vegna uppbyggingar varaflugvalla dregur úr samkeppnishæfni íslenskra flugfélaga sem bjóða upp á flug yfir Atlantshafið. 10. október 2022 14:22 Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. 26. ágúst 2022 22:12 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður úr áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjá meira
Leggur til tvö hundruð króna gjald á hvern farþega til að byggja upp varaflugvelli Lagt verður varaflugvallagjald sem nemur 200 krónum á hvern farþega ef frumvarp innviðaráðherra sem lagt var fram í samráðsgátt stjórnvalda í dag nær fram að ganga. Sé miðað við sex milljón farþega gætu tekjur ríkissjóðs orðið allt að einn og hálfur milljarður króna. Isavia og Icelandair hafa mótmælt gjaldtökunni. 28. nóvember 2022 15:00
Icelandair og ISAVIA leggjast gegn álagningu varaflugvallagjalds Ef íslenskir flugrekendur sem gera út frá Keflavíkurflugvelli þurfa að sæta gjaldtöku vegna uppbyggingar varaflugvalla dregur úr samkeppnishæfni íslenskra flugfélaga sem bjóða upp á flug yfir Atlantshafið. 10. október 2022 14:22
Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. 26. ágúst 2022 22:12