Krefur Orku náttúrunnar um 125 milljónir króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2022 12:42 Áslaug Thelma Einarsdóttir ásamt Sigurði G. Guðjónssyni lögmanni sínum þegar málið var tekið til meðferðar í héraði. Vísir/Vilhelm Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem Orka náttúrunnar braut gegn með uppsögn árið 2018, krefst 125 milljóna króna í skaða- og miskabætur. Hún hafði áður hafnað boði fyrirtækisins um 13,6 milljónir króna í bætur. RÚV greinir frá því að Áslaug hafi stefnt Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Áslaugar, segir í samtali við RÚV að há upphæð segi ekki alla söguna. Þau hafi ákveðið að hafa borð fyrir báru því afla eigi matsgerðar til að færa sönnur á tjón Áslaugar Thelmu. Landsréttur sneri í sumar við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. Áslaug Thelma höfðaði mál gegn fyrirtækinu í kjölfar þess að henni var sagt upp störfum í september 2018. ON var sýknað af ásökunum hennar um ólögmæta uppsögn og kynbundinn launamismun í héraðsdómi í nóvember 2020. Í kjölfarið áfrýjaði Áslaug Thelma dómnum til Landsréttar. Deila aðila sneri að því hvort uppsögn Áslaugar hefði grundvallast á kvörtun Áslaugar undan Bjarna Má Júlíussyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra ON. ON byggði á því að uppsögn hennar ætti rætur í því að Áslaug hefði ekki staðið undir væntingum sem starfsmaður. Orkuveita Reykjavíkur ákvað að áfrýja ekki niðurstöðunni í Landsrétti í sumar. Framkvæmdastjórinn gladdist með Áslaugu Thelmu „Við ætlum að una þessum dómi, sem er ólíkur dómi héraðsdóms. En svona er þetta, hann féll svona, og ég í rauninni samgleðst Áslaugu Thelmu með niðurstöðuna,“ sagði Berglind Rán Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Dómurinn væri þó ekki áfellisdómur yfir fyrirtækinu. „Nei, það held ég ekki. Við lifum öll og lærum. Og við höfum gert það og ætlum að halda áfram að gera það,“ sagði Berglind. Orkuveita Reykjavíkur blés til blaðamannafundar í nóvember 2018 og kynnti skýrsluna „Vinnustaðamenning og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur“. Þar var niðurstaða úttektaraðila að uppsögn Áslaugar Thelmu hefði verið réttmæt. Málið var tekið saman í fréttaskýringu á Vísi á þeim tíma. Þá átti Áslaug eftir að leita réttlætis fyrir dómstólum. Blaðamannafundurinn er harðlega gagnrýndur í stefnu Áslaugar Thelmu. Hann er sagður hafa verið sviðsettur og öllu til tjaldað til að gera mætti hann sem áhrifamestan. „Þessa ógeðfelldu atlögu að æru Áslaugar, sem ekkert hafði unnið sér til sakar, verður að bæta með háum miskabótum,“ segir í stefnunni. Úttekt á uppsögnum hjá OR Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Áslaug Thelma hafði betur gegn Orku náttúrunnar í Landsrétti Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. ON hyggst una niðurstöðunni og ætlar ekki að áfrýja. 16. júní 2022 14:58 Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57 Segir skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar óháð persónum og leikendum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segist standa við skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. 22. nóvember 2018 10:30 Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
RÚV greinir frá því að Áslaug hafi stefnt Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Áslaugar, segir í samtali við RÚV að há upphæð segi ekki alla söguna. Þau hafi ákveðið að hafa borð fyrir báru því afla eigi matsgerðar til að færa sönnur á tjón Áslaugar Thelmu. Landsréttur sneri í sumar við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. Áslaug Thelma höfðaði mál gegn fyrirtækinu í kjölfar þess að henni var sagt upp störfum í september 2018. ON var sýknað af ásökunum hennar um ólögmæta uppsögn og kynbundinn launamismun í héraðsdómi í nóvember 2020. Í kjölfarið áfrýjaði Áslaug Thelma dómnum til Landsréttar. Deila aðila sneri að því hvort uppsögn Áslaugar hefði grundvallast á kvörtun Áslaugar undan Bjarna Má Júlíussyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra ON. ON byggði á því að uppsögn hennar ætti rætur í því að Áslaug hefði ekki staðið undir væntingum sem starfsmaður. Orkuveita Reykjavíkur ákvað að áfrýja ekki niðurstöðunni í Landsrétti í sumar. Framkvæmdastjórinn gladdist með Áslaugu Thelmu „Við ætlum að una þessum dómi, sem er ólíkur dómi héraðsdóms. En svona er þetta, hann féll svona, og ég í rauninni samgleðst Áslaugu Thelmu með niðurstöðuna,“ sagði Berglind Rán Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Dómurinn væri þó ekki áfellisdómur yfir fyrirtækinu. „Nei, það held ég ekki. Við lifum öll og lærum. Og við höfum gert það og ætlum að halda áfram að gera það,“ sagði Berglind. Orkuveita Reykjavíkur blés til blaðamannafundar í nóvember 2018 og kynnti skýrsluna „Vinnustaðamenning og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur“. Þar var niðurstaða úttektaraðila að uppsögn Áslaugar Thelmu hefði verið réttmæt. Málið var tekið saman í fréttaskýringu á Vísi á þeim tíma. Þá átti Áslaug eftir að leita réttlætis fyrir dómstólum. Blaðamannafundurinn er harðlega gagnrýndur í stefnu Áslaugar Thelmu. Hann er sagður hafa verið sviðsettur og öllu til tjaldað til að gera mætti hann sem áhrifamestan. „Þessa ógeðfelldu atlögu að æru Áslaugar, sem ekkert hafði unnið sér til sakar, verður að bæta með háum miskabótum,“ segir í stefnunni.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Áslaug Thelma hafði betur gegn Orku náttúrunnar í Landsrétti Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. ON hyggst una niðurstöðunni og ætlar ekki að áfrýja. 16. júní 2022 14:58 Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57 Segir skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar óháð persónum og leikendum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segist standa við skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. 22. nóvember 2018 10:30 Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Áslaug Thelma hafði betur gegn Orku náttúrunnar í Landsrétti Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. ON hyggst una niðurstöðunni og ætlar ekki að áfrýja. 16. júní 2022 14:58
Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57
Segir skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar óháð persónum og leikendum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segist standa við skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. 22. nóvember 2018 10:30
Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30