Jólin eru hátíð barnanna Helga Þóra Helgadóttir skrifar 22. desember 2022 12:00 ‘Jólin eru hátíð barnanna’ er hugtak sem ég tengdi lítið við þangað til ég eignaðist mitt fyrsta barn. Þegar hún var ekki orðin tveggja ára skildu leiðir mín og pabba hennar. Tilveran fyrir „skilnaðarbarn” er ekki einföld. Tvö heimili, tvær fjölskyldur, tengslabrýr til þess að mynda upp á nýtt í hverri viku og síðan rjúfa þær í þeirri næstu. Færa sínar stoðir og traust á milli einstaklinga. Í mínum eyrum hljómar þetta eins og stórt verkefni fyrir lítið barn. Lítil orð eins og ég sakna þín geta verið skaðleg fyrir barn í þessum aðstæðum að heyra. Það stimplar inn samviskubiti hjá þeim að láta foreldrið hafa gengið í gegnum söknuð af því þau voru ekki hjá þeim, semsagt þeim að kenna. Sama gildir um endalaus símtöl til og frá, það hefur áhrif á tengslabrúnna sem þau þurfa að mynda sér við sitthvort foreldrið. Sérstaklega á yngri árum þegar þau hafa ekki enn fullkomin skilning á þessu. Það getur gert verra frekar enn betra. Það er margt í þessu ferli sem krefst lærdóms foreldra og við barnsfaðir minn höfum lukkulega verið samstíga frá degi eitt. Það vorum við sem ákváðum að slíta sambandi, ekki barnið okkar. Það er því okkar verkefni að gera hennar tilveru í flóknum aðstæðum sem besta. Jól og áramót geta verið erfiður tími fyrir fjölskyldur í þessum aðstæðum. Litla ljósið mitt er núna komin til kanarý með pabba sínum og hans stórfjölskyldu yfir jól og áramót. Hversu dásamlegt fyrir hana að upplifa? Ég mun líklega gráta úr mér augun á aðfangadag enn það er ekki hennar mál. Alveg eins þegar hún fór, ég rétt hélt niðri tárunum þangað til hún fór útum hurðina. Mín sorg og söknuður er ekki fyrir hana að hafa á samviskunni. Hvað þá þegar hún er á leiðinni í drauma sólarlandaferð með yndislegri föðurfjölskyldunni sinni. Við pabbi hennar erum ekki heppinn með okkar samvinnu og samstöðu í dag. Við höfum þurft að vinna fyrir henni, lesa okkur til, læra og ræða mikið saman til þess að skapa okkur öllum þetta umhverfi. Það má vera að við höfum ágæta tilfinningagreind enn samskipti og samvinna skipta bara öllu máli, barnsins vegna. Við erum einungis sammála um eitt og það er koma barninu okkar til manns og veita henni áhyggjulausa tilveru í þessu öllu saman. Ég myndi í grunninn halda að það væri markmið allra foreldra. Jólin eru hátíð barnanna, þau eru vansvefta af spenning yfir öllu þessu ævintýri. Leyfum þeim að eiga þessa gleði óspillta. Án samviskubits eða áhyggjum foreldra sinna, hvort þau verði ein og án þeirra. Þau eiga ekki að hafa neitt slíkt á samviskunni. Hugsum um þau og vöndum okkur, í einu og öllu. Stöndum saman þó við séum í sundur. Gleðileg jól! Höfundur er móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Börn og uppeldi Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Sjá meira
‘Jólin eru hátíð barnanna’ er hugtak sem ég tengdi lítið við þangað til ég eignaðist mitt fyrsta barn. Þegar hún var ekki orðin tveggja ára skildu leiðir mín og pabba hennar. Tilveran fyrir „skilnaðarbarn” er ekki einföld. Tvö heimili, tvær fjölskyldur, tengslabrýr til þess að mynda upp á nýtt í hverri viku og síðan rjúfa þær í þeirri næstu. Færa sínar stoðir og traust á milli einstaklinga. Í mínum eyrum hljómar þetta eins og stórt verkefni fyrir lítið barn. Lítil orð eins og ég sakna þín geta verið skaðleg fyrir barn í þessum aðstæðum að heyra. Það stimplar inn samviskubiti hjá þeim að láta foreldrið hafa gengið í gegnum söknuð af því þau voru ekki hjá þeim, semsagt þeim að kenna. Sama gildir um endalaus símtöl til og frá, það hefur áhrif á tengslabrúnna sem þau þurfa að mynda sér við sitthvort foreldrið. Sérstaklega á yngri árum þegar þau hafa ekki enn fullkomin skilning á þessu. Það getur gert verra frekar enn betra. Það er margt í þessu ferli sem krefst lærdóms foreldra og við barnsfaðir minn höfum lukkulega verið samstíga frá degi eitt. Það vorum við sem ákváðum að slíta sambandi, ekki barnið okkar. Það er því okkar verkefni að gera hennar tilveru í flóknum aðstæðum sem besta. Jól og áramót geta verið erfiður tími fyrir fjölskyldur í þessum aðstæðum. Litla ljósið mitt er núna komin til kanarý með pabba sínum og hans stórfjölskyldu yfir jól og áramót. Hversu dásamlegt fyrir hana að upplifa? Ég mun líklega gráta úr mér augun á aðfangadag enn það er ekki hennar mál. Alveg eins þegar hún fór, ég rétt hélt niðri tárunum þangað til hún fór útum hurðina. Mín sorg og söknuður er ekki fyrir hana að hafa á samviskunni. Hvað þá þegar hún er á leiðinni í drauma sólarlandaferð með yndislegri föðurfjölskyldunni sinni. Við pabbi hennar erum ekki heppinn með okkar samvinnu og samstöðu í dag. Við höfum þurft að vinna fyrir henni, lesa okkur til, læra og ræða mikið saman til þess að skapa okkur öllum þetta umhverfi. Það má vera að við höfum ágæta tilfinningagreind enn samskipti og samvinna skipta bara öllu máli, barnsins vegna. Við erum einungis sammála um eitt og það er koma barninu okkar til manns og veita henni áhyggjulausa tilveru í þessu öllu saman. Ég myndi í grunninn halda að það væri markmið allra foreldra. Jólin eru hátíð barnanna, þau eru vansvefta af spenning yfir öllu þessu ævintýri. Leyfum þeim að eiga þessa gleði óspillta. Án samviskubits eða áhyggjum foreldra sinna, hvort þau verði ein og án þeirra. Þau eiga ekki að hafa neitt slíkt á samviskunni. Hugsum um þau og vöndum okkur, í einu og öllu. Stöndum saman þó við séum í sundur. Gleðileg jól! Höfundur er móðir.
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar