Slapp út um rifu en fann leiðina heim fjórum árum síðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. janúar 2023 08:02 Frá holu til heimilis. Kötturinn Dimma hefur séð tímanna tvenna eftir að hún týndist fyrir fjórum árum. Hún fannst á ný í haust og er komin til síns heima. Það voru fagnaðarfundir þegar kötturinn Dimma skilaði sér til eigenda sinna eftir fjögurra ára viðskilnað. Dimma slapp úr pössun í Hlíðunum haustið 2018. Hún fannst á ný í haust og er nú komin aftur í hlýjan faðm eigenda sinna, sem búa nú í Svíþjóð. Eigandi Dimmu segir að þau hafi verið búin að afskrifa það að hún finndist lifandi en mikil gleði ríkir með að Dimma sé komin aftur heim. Það var þann 11. október 2018 sem Dimma laumaði sér út um rifu á glugga þar sem hún var í pössun í Hlíðunum í Reykjavík. Hennar varð strax sárt saknað og eigendur hennar leituðu hennar statt og stöðugt, án árangurs, eins og tíðar færslur á Facebook bera vitni um. Rétt tæpum fjórum árum síðar, í síðastliðnum september, dró þó til tíðinda. Fregnir bárust af ketti sem hafðist við í holu undir bílskúr í Hlíðunum. Kötturinn reyndist vera Dimma, eins og Vísir sagði frá á sínum tíma. Vegna örmerkis var hægt að finna eigendur Dimmu. „Ég fékk algjört áfall, mér brá svo mikið. Ég hefði aldrei trúað því að hún myndi finnast lifandi,“ segir Björg Valgeirsdóttir, eigandi Dimmu, í samtali við Vísi. Ábending um kött í holu undir bílskúr Rekja má fagnaðarfundina til þess að ábending barst í haust um að köttur hafi hafst við undir holu í bílskúr í Hlíðunum, sem fyrr segir. Fulltrúar dýraverndunarfélagsins Villikatta mættu á svæðið og voru ekki lengi að hafa upp á Dimmu. Holan sem Dimma hafðist í við Hlíðunum.Aðsend „Villikettir komu fyrir búri og hún veiddist bara það kvöld eða daginn eftir. Þau fundu örmerki, hún var geld og örmerkt sem var algjört lykilatriði því að annars hefði ekki verið hægt að finna okkur,“ segir Björg. Ástand Dimmu var nokkuð gott miðað við að hafa þurft að bjarga sjálfri sér í fjögur ár. „Já, hún var náttúrulega grönn og úfin. Hún er hálfur norskur skógarköttur og er með síðan feld. Þannig að hún fór í klippingu og er bara öll að koma til, söm við sig,“ segir Björg. „Hún augljóslega lifði af af því sem hendi var næst á þessum tíma. Hún er allavega mjög blíð og góð, sefur við fæturnar okkar á nóttunni og vill knús,“ segir hún ennfremur. Lykilhlutverk Villikatta Sjálfboðaliði Villikatta fór með Dimmu til dýralæknis í ítarlega heilsufarsskoðun eftir að hún komst í leitirnar. Dimma kom vel út úr þeirri skoðun og leit vel út eftir að annar sjálfboðaliði hafði snyrt hana til og gert fína eftir fjögurra ára veru undir bílskúr. Dimma fór í pössun hjá ættingjum eigenda hennar á meðan flutningur til Lundar í Svíþjóð var undirbúinn, en Björg og fjölskylda hennar hafði flutt þangað eftir að Dimma týndist. Sem gefur að skilja hafði Björg gefið upp alla von á því að Dimma kæmi í leitirnar. Dimma í mestu makindum á heimili hennar.Aðsend „Við vorum alltaf að leita að henni en það er ekki skrýtið að við höfum ekki fundið hana því að hún var að fela sig undir bílskúr.“ Aldrei kom annað til greina en að flytja Dimmu til Svíþjóðar eftir að hún fannst. „Nei, alls ekki. Ég held að þeir sem tengjast gæludýrunum sínum geti aldrei hugsað sér neitt annað en að hafa þau hjá sér,“ segir Björg. Eins og hún hafi aldrei farið Dimma virðist engu hafa gleymt. „Hún kom til okkar í lok nóvember. Það gengur rosa vel og það er augljóst mál að hún þekkti okkur öll. Hún er bara vær og góð.“ Mikil gleði ríkir með að hafa endurheimt Dimmu á heimili Bjargar sem heyrist glögglega á börnum hennar sem í bakgrunni símtalsins svara því játandi hvort að þau sé glöð með að hafa fengið Dimmu til baka. „Ég líka, svo mikið,“ heyrist í yngra barni Bjargar í bakgrunni. „Það er eins og hún hafi aldrei farið,“ segir Björg um hetjuna Dimmu sem komin er heim á ný. Dýr Svíþjóð Kettir Reykjavík Tengdar fréttir Týnd í fjögur ár en heldur nú til fjölskyldunnar í Svíþjóð Saga kattarins Dimmu er lyginni líkust. Hún týndist í pössun árið 2018 og hefur verið á vergangi síðan. Nú, fjórum árum síðar, heldur læðan til fjölskyldu sinnar sem er flutt til Svíþjóðar. Fjölskyldan var ansi hissa er þau fengu símtal frá Dýraverndarfélaginu Villikettir sem hafði fundið hana í holu undir bílskúr í Hlíðunum. 19. september 2022 17:38 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Það var þann 11. október 2018 sem Dimma laumaði sér út um rifu á glugga þar sem hún var í pössun í Hlíðunum í Reykjavík. Hennar varð strax sárt saknað og eigendur hennar leituðu hennar statt og stöðugt, án árangurs, eins og tíðar færslur á Facebook bera vitni um. Rétt tæpum fjórum árum síðar, í síðastliðnum september, dró þó til tíðinda. Fregnir bárust af ketti sem hafðist við í holu undir bílskúr í Hlíðunum. Kötturinn reyndist vera Dimma, eins og Vísir sagði frá á sínum tíma. Vegna örmerkis var hægt að finna eigendur Dimmu. „Ég fékk algjört áfall, mér brá svo mikið. Ég hefði aldrei trúað því að hún myndi finnast lifandi,“ segir Björg Valgeirsdóttir, eigandi Dimmu, í samtali við Vísi. Ábending um kött í holu undir bílskúr Rekja má fagnaðarfundina til þess að ábending barst í haust um að köttur hafi hafst við undir holu í bílskúr í Hlíðunum, sem fyrr segir. Fulltrúar dýraverndunarfélagsins Villikatta mættu á svæðið og voru ekki lengi að hafa upp á Dimmu. Holan sem Dimma hafðist í við Hlíðunum.Aðsend „Villikettir komu fyrir búri og hún veiddist bara það kvöld eða daginn eftir. Þau fundu örmerki, hún var geld og örmerkt sem var algjört lykilatriði því að annars hefði ekki verið hægt að finna okkur,“ segir Björg. Ástand Dimmu var nokkuð gott miðað við að hafa þurft að bjarga sjálfri sér í fjögur ár. „Já, hún var náttúrulega grönn og úfin. Hún er hálfur norskur skógarköttur og er með síðan feld. Þannig að hún fór í klippingu og er bara öll að koma til, söm við sig,“ segir Björg. „Hún augljóslega lifði af af því sem hendi var næst á þessum tíma. Hún er allavega mjög blíð og góð, sefur við fæturnar okkar á nóttunni og vill knús,“ segir hún ennfremur. Lykilhlutverk Villikatta Sjálfboðaliði Villikatta fór með Dimmu til dýralæknis í ítarlega heilsufarsskoðun eftir að hún komst í leitirnar. Dimma kom vel út úr þeirri skoðun og leit vel út eftir að annar sjálfboðaliði hafði snyrt hana til og gert fína eftir fjögurra ára veru undir bílskúr. Dimma fór í pössun hjá ættingjum eigenda hennar á meðan flutningur til Lundar í Svíþjóð var undirbúinn, en Björg og fjölskylda hennar hafði flutt þangað eftir að Dimma týndist. Sem gefur að skilja hafði Björg gefið upp alla von á því að Dimma kæmi í leitirnar. Dimma í mestu makindum á heimili hennar.Aðsend „Við vorum alltaf að leita að henni en það er ekki skrýtið að við höfum ekki fundið hana því að hún var að fela sig undir bílskúr.“ Aldrei kom annað til greina en að flytja Dimmu til Svíþjóðar eftir að hún fannst. „Nei, alls ekki. Ég held að þeir sem tengjast gæludýrunum sínum geti aldrei hugsað sér neitt annað en að hafa þau hjá sér,“ segir Björg. Eins og hún hafi aldrei farið Dimma virðist engu hafa gleymt. „Hún kom til okkar í lok nóvember. Það gengur rosa vel og það er augljóst mál að hún þekkti okkur öll. Hún er bara vær og góð.“ Mikil gleði ríkir með að hafa endurheimt Dimmu á heimili Bjargar sem heyrist glögglega á börnum hennar sem í bakgrunni símtalsins svara því játandi hvort að þau sé glöð með að hafa fengið Dimmu til baka. „Ég líka, svo mikið,“ heyrist í yngra barni Bjargar í bakgrunni. „Það er eins og hún hafi aldrei farið,“ segir Björg um hetjuna Dimmu sem komin er heim á ný.
Dýr Svíþjóð Kettir Reykjavík Tengdar fréttir Týnd í fjögur ár en heldur nú til fjölskyldunnar í Svíþjóð Saga kattarins Dimmu er lyginni líkust. Hún týndist í pössun árið 2018 og hefur verið á vergangi síðan. Nú, fjórum árum síðar, heldur læðan til fjölskyldu sinnar sem er flutt til Svíþjóðar. Fjölskyldan var ansi hissa er þau fengu símtal frá Dýraverndarfélaginu Villikettir sem hafði fundið hana í holu undir bílskúr í Hlíðunum. 19. september 2022 17:38 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Týnd í fjögur ár en heldur nú til fjölskyldunnar í Svíþjóð Saga kattarins Dimmu er lyginni líkust. Hún týndist í pössun árið 2018 og hefur verið á vergangi síðan. Nú, fjórum árum síðar, heldur læðan til fjölskyldu sinnar sem er flutt til Svíþjóðar. Fjölskyldan var ansi hissa er þau fengu símtal frá Dýraverndarfélaginu Villikettir sem hafði fundið hana í holu undir bílskúr í Hlíðunum. 19. september 2022 17:38