Hænuskref fyrir þá sem fá hausverk um helgar Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 5. janúar 2023 13:31 Fyrr í haust lagði ég fram frumvarp til breytinga á lyfjalögum þess efnis að heimilt verði að selja lausasölulyf í almennum verslunum. Í umræðu um frumvarpið velti ég upp þeirri spurningu hvaða úrræði væru til staðar fyrir þá sem t.d. fá hausverk um helgar í sveitarfélagi þar sem apótek eru ekki opin um helgar. Fyrir áramót tilkynnti heilbrigðisráðherra um breytingu á reglugerð um lyfjaverslanir sem felur í sér heimild til fjarsölu með lyf, lán og sölu lyfja milli lyfjabúða og afhendingu lyfja í verktöku. Ég fagna því að hér sé verið að stíga skref í rétta átt, í átt að auknu frelsi til hagsbóta fyrir neytendur, en velti því því þó fyrir mér hvort stíga megi stærra skref í þessum málum. Heimild til að reka netverslun með lyf Breyting á reglugerðinni felur í sér að frá 1. janúar 2023 varð heimilt að rekja lyfjabúðir sem einungis starfrækja netverslun með lyf. Ekki verður því lengur nauðsynlegt að reka eiginlega lyfjabúð til þess að reka netverslun með lyf. En frá árinu 2018 hefur einungis lyfsöluleyfishöfum verið heimilt að reka netverslun með lyf í tengslum við rekstur lyfjabúða. Ánægjulegt er að verið sé að stíga annað skref í átt að bættri þjónustu fyrir neytendur. Hvert viljum við stefna? Nú segir í tilkynningu um reglugerðarbreytinguna að með henni er ætlað að “ýta undir samkeppni í lyfsölu, bæta nýtingu lyfja og auka þjónustu við notendur á landsbyggðinni.” En betur má ef duga skal. Breytingartillaga mín á lyfjalögum stuðlar enn frekar að sama markmiði; að koma betur til móts við þarfir neytenda, auka aðgengi, auka samkeppni og lækka verð á tilteknum lausasölulyfjum. Tökum næsta hænuskref Lyfjalögin voru endurskoðuð í heild sinni árið 2020 og tóku gildi 1. janúar 2021. Við þinglega meðferð málsins breyttist frumvarpið á þann veg að Lyfjastofnun var veitt heimild til að veita undanþágu frá ákvæði 1. mgr. 33. gr. sem kveður á um að einungis sé heimilt að selja almenningi lyf á grundvelli lyfsöluleyfis. Heimildin kveður á um að Lyfjastofnun geti veitt undanþágu til sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennri verslun, en slíka undanþágu megi aðeins veita þar sem ekki sé starfrækt lyfjabúð eða lyfjaútibú. Tökum næsta skref með því að víkka út undanþáguheimild til að selja tiltekin lausasölulyf í almennum verslunum og þannig væri með tiltölulega einföldum hætti hægt að auka frelsi á markaði. Ég vona að breytingar á lyfjalögum raungerist með þessum hætti og við getum hætt að kveða á um undanþágur undanþágum ofar í lögum, sem gerir það eitt að verkum að regluverkið er ógagnsætt og óskiljanlegt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Lyf Alþingi Verslun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Fyrr í haust lagði ég fram frumvarp til breytinga á lyfjalögum þess efnis að heimilt verði að selja lausasölulyf í almennum verslunum. Í umræðu um frumvarpið velti ég upp þeirri spurningu hvaða úrræði væru til staðar fyrir þá sem t.d. fá hausverk um helgar í sveitarfélagi þar sem apótek eru ekki opin um helgar. Fyrir áramót tilkynnti heilbrigðisráðherra um breytingu á reglugerð um lyfjaverslanir sem felur í sér heimild til fjarsölu með lyf, lán og sölu lyfja milli lyfjabúða og afhendingu lyfja í verktöku. Ég fagna því að hér sé verið að stíga skref í rétta átt, í átt að auknu frelsi til hagsbóta fyrir neytendur, en velti því því þó fyrir mér hvort stíga megi stærra skref í þessum málum. Heimild til að reka netverslun með lyf Breyting á reglugerðinni felur í sér að frá 1. janúar 2023 varð heimilt að rekja lyfjabúðir sem einungis starfrækja netverslun með lyf. Ekki verður því lengur nauðsynlegt að reka eiginlega lyfjabúð til þess að reka netverslun með lyf. En frá árinu 2018 hefur einungis lyfsöluleyfishöfum verið heimilt að reka netverslun með lyf í tengslum við rekstur lyfjabúða. Ánægjulegt er að verið sé að stíga annað skref í átt að bættri þjónustu fyrir neytendur. Hvert viljum við stefna? Nú segir í tilkynningu um reglugerðarbreytinguna að með henni er ætlað að “ýta undir samkeppni í lyfsölu, bæta nýtingu lyfja og auka þjónustu við notendur á landsbyggðinni.” En betur má ef duga skal. Breytingartillaga mín á lyfjalögum stuðlar enn frekar að sama markmiði; að koma betur til móts við þarfir neytenda, auka aðgengi, auka samkeppni og lækka verð á tilteknum lausasölulyfjum. Tökum næsta hænuskref Lyfjalögin voru endurskoðuð í heild sinni árið 2020 og tóku gildi 1. janúar 2021. Við þinglega meðferð málsins breyttist frumvarpið á þann veg að Lyfjastofnun var veitt heimild til að veita undanþágu frá ákvæði 1. mgr. 33. gr. sem kveður á um að einungis sé heimilt að selja almenningi lyf á grundvelli lyfsöluleyfis. Heimildin kveður á um að Lyfjastofnun geti veitt undanþágu til sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennri verslun, en slíka undanþágu megi aðeins veita þar sem ekki sé starfrækt lyfjabúð eða lyfjaútibú. Tökum næsta skref með því að víkka út undanþáguheimild til að selja tiltekin lausasölulyf í almennum verslunum og þannig væri með tiltölulega einföldum hætti hægt að auka frelsi á markaði. Ég vona að breytingar á lyfjalögum raungerist með þessum hætti og við getum hætt að kveða á um undanþágur undanþágum ofar í lögum, sem gerir það eitt að verkum að regluverkið er ógagnsætt og óskiljanlegt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun