Skuldafangelsi námslána Ásta S. Helgadóttir skrifar 9. janúar 2023 08:02 Árið 2020 tóku lög um Menntasjóð námsmanna gildi sem leystu eldri lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna af hólmi. Við gildistöku laganna féllu niður ábyrgðir á námslánum teknum í tíð eldri laga, ef lánþegar voru í skilum við Lánasjóð íslenskra námsmanna. Eftir stóð hópur ábyrgðarmanna á námslánum sem ekki voru í skilum hjá sjóðnum. Að mati umboðsmanns skuldara voru það mistök að fella ekki niður ábyrgðarmannakerfið í heild sinni, enda var tilgangurinn með niðurfellingu ábyrgða, sá að koma til móts við kröfur samfélagsins um að hver lánþegi skuli sjálfur vera ábyrgur fyrir endurgreiðslu eigin námslána. Eins er það réttmæt spurning hvort lánþegar og ábyrgðarmenn þeirra, þar sem lánin voru ekki í skilum við gildistöku laganna, hafi verið nægjanlega upplýstir um að ábyrgðarskuldbindingar á lánum yrðu felldar niður ef vanskil yrðu gerð upp. Námslán undanskilin fyrningarfresti við gjaldþrot Á síðustu misserum hefur embætti umboðsmanns skuldara vakið athygli á þörfinni fyrir að betrumbæta lausnir fyrir lánþega og ábyrgðarmenn sem hafa ekki tök á að greiða af kröfum vegna námslána. Umboðsmaður skuldara hefur gagnrýnt að sett hafi verið sérákvæði í lög um Menntasjóð námsmanna sem undanskilja námslán tveggja ára fyrningarfresti í kjölfar gjaldþrotaskipta. Fyrningarfrestur námslána er því 10 ár frá lokum gjaldþrotaskipta, en Menntasjóðurinn getur haldið kröfum lifandi um aldur og ævi með því að slíta fyrningu krafnanna, t.d. með fjárnámsaðgerðum. Þessi breyting hefur leitt til þess að engin endanleg lausn er fyrir þá lánþega og ábyrgðarmenn, sem munu um ókomna framtíð aldrei geta greitt af skuldbindingum sínum. Þá skapar framangreint sérákvæði ójafnræði milli kröfuhafa, þegar allir aðrir kröfuhafar eru undir almennu tveggja ára fyrningarreglunni. Við fjárhagserfiðleika skuldara getur sú staða komið upp að kröfuhafar þurfa að afskrifa hluta af kröfusafni sínu og er Menntasjóður námsmanna þar engin undantekning. Embættið hefur séð ítrekuð dæmi um t.d. örorkulífeyrisþega sem tóku námslán í tíð eldri laga og hafa engin tök á að standa undir þeim. Vissulega er hægt að sækja um undanþágu frá afborgunum en er það eðlileg leið að einstaklingar þurfi að sækja um slíkar undanþágur ár eftir ár? Að mati embættisins er mikilvægt að huga að endapunkti fyrir þann minnihlutahóp einstaklinga sem er og verður ógjaldfær til að greiða af kröfum sínum. Þjónar það tilgangi að halda kröfum endalaust lifandi gagnvart þessum hópi einstaklinga? Í þessu samhengi vill umboðsmaður skuldara vekja athygli á þeirri mismunun sem er á milli lánþega sem tóku lán í tíð eldri laga og þeirra sem taka lán á grundvelli núgildandi laga. Í núgildandi lögum er til staðar heimild til að afskrifa eftirstöðvar lána þegar lánþegi nær 66 ára aldri, sé lánþegi í fjárhagserfiðleikum. Sú heimild er þó bundin við að lánþegi hafi staðið við greiðslusamning í eitt ár áður en afskrift fer fram. Lánþegi sem ekki getur staðið við greiðslusamning hefur því ekki kost á að fá afskrift. Engin heimild er til afskrifta fyrir lánþega sem tóku lán í tíð eldri laga. Gerð er krafa um ábyrgðarmenn við vanskil Þá er það enn við lýði hjá Menntasjóði námsmanna, ef einstaklingar lenda í vanskilum með greiðslu námslána og vilja semja um vanskilin að gerð er krafa um ábyrgðarmann á skuldabréf til uppgreiðslu vanskila. Er lánþegum þannig stillt upp við vegg og eru tilneyddir að blanda þriðja aðila í skuldamál sín. Sama gildir um lánþega sem af einhverjum ástæðum hafa fengið ofgreidd námslán. Ef þeir geta ekki endurgreitt hina ofgreiddu fjárhæð í eingreiðslu, er gerð krafa um að þeir útvegi ábyrgðarmann á skuldabréf til greiðslu ofgreiddra námslána. Embættið hefur séð dæmi um að ábyrgðarmenn geta sjálfir verið illa staddir fjárhagslega og getur það leitt til vítahrings varðandi skuldbindinguna. Innheimta ætti að vera á forræði hins opinbera Þegar krafa vegna námsláns fer í löginnheimtu þá getur hún verið fljót að hækka vegna innheimtukostnaðar lögmanna og álagningu dráttarvaxta. Við gerð laga um Menntasjóð námsmanna var tekið til skoðunar að opna á þann möguleika að embætti sýslumanna eða Skatturinn tækju að sér verkefni vegna innheimtu námslána og var talið æskilegt að ráðuneytið myndi halda áfram að skoða þær útfærslur við endurskoðun laganna. Innheimtukostnaður vegna vanskila er oft sá hluti sem leggst hvað þyngst á lántakendur sem komnir eru með lán sín í vanskil. Það væri skynsamlegt að endurmeta hvernig haga beri innheimtu námslána og hvort hún eigi að vera hjá einkaaðilum, lögmannsstofum, sem hafa hag af innheimtunni í formi innheimtukostnaðar eða hjá opinberum aðilum. Í lögum um Menntasjóð námsmanna er tilgreint að lögin skulu endurskoðuð innan þriggja ára frá því að þau komu til framkvæmda og bindur embættið vonir við að hugað verði vel að framangreindum athugasemdum við endurskoðun laganna og reglna sem á þeim byggjast. Umbætur á meðferð og innheimtu námslána, bæði gagnvart eldri lánum og lánum teknum í tíð núgildandi laga, eru nauðsynlegar, svo líf fólks sé ekki í heljargreipum vegna gallaðs regluverks. Höfundur er umboðsmaður skuldara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Námslán Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Árið 2020 tóku lög um Menntasjóð námsmanna gildi sem leystu eldri lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna af hólmi. Við gildistöku laganna féllu niður ábyrgðir á námslánum teknum í tíð eldri laga, ef lánþegar voru í skilum við Lánasjóð íslenskra námsmanna. Eftir stóð hópur ábyrgðarmanna á námslánum sem ekki voru í skilum hjá sjóðnum. Að mati umboðsmanns skuldara voru það mistök að fella ekki niður ábyrgðarmannakerfið í heild sinni, enda var tilgangurinn með niðurfellingu ábyrgða, sá að koma til móts við kröfur samfélagsins um að hver lánþegi skuli sjálfur vera ábyrgur fyrir endurgreiðslu eigin námslána. Eins er það réttmæt spurning hvort lánþegar og ábyrgðarmenn þeirra, þar sem lánin voru ekki í skilum við gildistöku laganna, hafi verið nægjanlega upplýstir um að ábyrgðarskuldbindingar á lánum yrðu felldar niður ef vanskil yrðu gerð upp. Námslán undanskilin fyrningarfresti við gjaldþrot Á síðustu misserum hefur embætti umboðsmanns skuldara vakið athygli á þörfinni fyrir að betrumbæta lausnir fyrir lánþega og ábyrgðarmenn sem hafa ekki tök á að greiða af kröfum vegna námslána. Umboðsmaður skuldara hefur gagnrýnt að sett hafi verið sérákvæði í lög um Menntasjóð námsmanna sem undanskilja námslán tveggja ára fyrningarfresti í kjölfar gjaldþrotaskipta. Fyrningarfrestur námslána er því 10 ár frá lokum gjaldþrotaskipta, en Menntasjóðurinn getur haldið kröfum lifandi um aldur og ævi með því að slíta fyrningu krafnanna, t.d. með fjárnámsaðgerðum. Þessi breyting hefur leitt til þess að engin endanleg lausn er fyrir þá lánþega og ábyrgðarmenn, sem munu um ókomna framtíð aldrei geta greitt af skuldbindingum sínum. Þá skapar framangreint sérákvæði ójafnræði milli kröfuhafa, þegar allir aðrir kröfuhafar eru undir almennu tveggja ára fyrningarreglunni. Við fjárhagserfiðleika skuldara getur sú staða komið upp að kröfuhafar þurfa að afskrifa hluta af kröfusafni sínu og er Menntasjóður námsmanna þar engin undantekning. Embættið hefur séð ítrekuð dæmi um t.d. örorkulífeyrisþega sem tóku námslán í tíð eldri laga og hafa engin tök á að standa undir þeim. Vissulega er hægt að sækja um undanþágu frá afborgunum en er það eðlileg leið að einstaklingar þurfi að sækja um slíkar undanþágur ár eftir ár? Að mati embættisins er mikilvægt að huga að endapunkti fyrir þann minnihlutahóp einstaklinga sem er og verður ógjaldfær til að greiða af kröfum sínum. Þjónar það tilgangi að halda kröfum endalaust lifandi gagnvart þessum hópi einstaklinga? Í þessu samhengi vill umboðsmaður skuldara vekja athygli á þeirri mismunun sem er á milli lánþega sem tóku lán í tíð eldri laga og þeirra sem taka lán á grundvelli núgildandi laga. Í núgildandi lögum er til staðar heimild til að afskrifa eftirstöðvar lána þegar lánþegi nær 66 ára aldri, sé lánþegi í fjárhagserfiðleikum. Sú heimild er þó bundin við að lánþegi hafi staðið við greiðslusamning í eitt ár áður en afskrift fer fram. Lánþegi sem ekki getur staðið við greiðslusamning hefur því ekki kost á að fá afskrift. Engin heimild er til afskrifta fyrir lánþega sem tóku lán í tíð eldri laga. Gerð er krafa um ábyrgðarmenn við vanskil Þá er það enn við lýði hjá Menntasjóði námsmanna, ef einstaklingar lenda í vanskilum með greiðslu námslána og vilja semja um vanskilin að gerð er krafa um ábyrgðarmann á skuldabréf til uppgreiðslu vanskila. Er lánþegum þannig stillt upp við vegg og eru tilneyddir að blanda þriðja aðila í skuldamál sín. Sama gildir um lánþega sem af einhverjum ástæðum hafa fengið ofgreidd námslán. Ef þeir geta ekki endurgreitt hina ofgreiddu fjárhæð í eingreiðslu, er gerð krafa um að þeir útvegi ábyrgðarmann á skuldabréf til greiðslu ofgreiddra námslána. Embættið hefur séð dæmi um að ábyrgðarmenn geta sjálfir verið illa staddir fjárhagslega og getur það leitt til vítahrings varðandi skuldbindinguna. Innheimta ætti að vera á forræði hins opinbera Þegar krafa vegna námsláns fer í löginnheimtu þá getur hún verið fljót að hækka vegna innheimtukostnaðar lögmanna og álagningu dráttarvaxta. Við gerð laga um Menntasjóð námsmanna var tekið til skoðunar að opna á þann möguleika að embætti sýslumanna eða Skatturinn tækju að sér verkefni vegna innheimtu námslána og var talið æskilegt að ráðuneytið myndi halda áfram að skoða þær útfærslur við endurskoðun laganna. Innheimtukostnaður vegna vanskila er oft sá hluti sem leggst hvað þyngst á lántakendur sem komnir eru með lán sín í vanskil. Það væri skynsamlegt að endurmeta hvernig haga beri innheimtu námslána og hvort hún eigi að vera hjá einkaaðilum, lögmannsstofum, sem hafa hag af innheimtunni í formi innheimtukostnaðar eða hjá opinberum aðilum. Í lögum um Menntasjóð námsmanna er tilgreint að lögin skulu endurskoðuð innan þriggja ára frá því að þau komu til framkvæmda og bindur embættið vonir við að hugað verði vel að framangreindum athugasemdum við endurskoðun laganna og reglna sem á þeim byggjast. Umbætur á meðferð og innheimtu námslána, bæði gagnvart eldri lánum og lánum teknum í tíð núgildandi laga, eru nauðsynlegar, svo líf fólks sé ekki í heljargreipum vegna gallaðs regluverks. Höfundur er umboðsmaður skuldara.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun